Mosfellingur - 20.12.2018, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 20.12.2018, Blaðsíða 8
Jólafrí félagstarfsins Síðasti dagurinn í félagsstarfinu fyrir jól er 20. des. og opnum við aftur fimmtu- daginn 3. jan. kl. 13:00. Félagsstarfið óskar öllum Mosfellingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og hlakkar til að sjá gömul og ný andlit á nýju ári. STÓLA JÓGA Kynning verður á stóla jóga fimmtudag- inn 10. janúar kl. 13:30 í borðsal Eirhamra. Kennari verður Edit Ólafía. Áætlað er að kennt verði á þriðjudögum kl. 13:00. Edit mun kynna hvernig þetta gagnast okkur og hvernig hún setur upp tímana. Þess má geta að stólajóga hentar eldri borgurum einstaklega vel. Endilega komið og kynnið ykkur málið. Opið hús/menningarkvöld Fyrsta opna húsið/menningarkvöld á nýju ári verður í Hlégarði mánudaginn 14. janúar 2019 kl. 20:00. Þar mun karlakórinn Gamlir Fóstbræður flytja okkur þekkt karlakórslög, flest eftir íslensk tónskáld. Stjórnandi Árni Harðarson og einsöngvari Þorgeir J. Andrésson. Kaffinefndin verður svo með sitt rómaða kaffihlaðborð að venju. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og þarf að greiða með peningum þar sem ekki er posi á staðnum.  Menningar-ogskemmtinefndFaMos Félagsvist Félagsvistin byrjar aftur 11. jan. kl. 13:00 og er spiluð alla föstudaga kl. 13:00. Aðgangseyrir er 600 kr. og innifalið er kaffi, meðlæti og kannski vinningur ef heppnin er með þér. Hreyfing Vatnsleikfimi byrjar 7. jan. kl. 11:20 í Lága- fellslaug. Munið að koma tímanlega til að ganga frá skráningu og greiðslu, ekki posi á staðnum. Ringó byrjar 8. jan. Boccia 9. jan. Leikfimi hjá Karin á Eirhömrum byrjar 10. janúar. Kveðja, íþróttanefnd. Gler/leir námskeið loksins laus pláss Sívinsælt gler/leirnámskeið Fríðu byrjar aftur miðjan janúar og er laust á fimmtudögum kl. 10:30-14:30. Kennari er Fríða Sigurðardóttir sem hefur í mörg ár kennt glervinnslu og leirvinnslu hjá eldri borgurum. Endilega skráið ykkur í síma 698 0090 eða á elvab@mos.is. Sælla er að gefa en þiggja Basarinn í ár gekk vel þrátt fyrir afar vont veður og var innkoman afhent við hátíðarstund 5. des síðastliðinn. Í ár voru gefnar 650 þúsund krónur. 500 þúsund fóru til þeirra sem minna mega sín í samfélaginu okkar og einnig voru gefin 150 þúsund til annarra góðagerðarmála. Basarfólkið er yfir sig ánægt og þakkar fyrir veittan stuðning og hlakkar til að sjá sem flesta á næsta basar. - Fréttir úr bæjarlífinu8 Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13:00–16:00. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er ElvaBjörgPálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá 15:00–16:00. Ingólfur Hrólfsson formaður s. 855 2085 ihhj@simnet.is Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður s. 8965700 bruarholl@simnet.is Pétur Guðmundsdóttir gjaldkeri s. 868 2552 peturgud@simnet.is Jón Þórður Jónsson ritari s. 856 3405 jthjons@simnet.is Snjólaug Sigurðardóttir meðstjórnandi s. 897 4734 snjolaugsig@simnet.is Halldór Sigurðsson varamaður s. 893 2707 dori007@simnet.is Kristbjörg Steingrímsdóttir varamaður s. 898 3947 krist2910@gmail.com STJÓrn FAMOS FéLAG ALdrAðrA í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Hreyfispjöldin eru heilsueflandi gjöf Íþróttafræðingarnir Gerður Jóns- dóttir og Anna Björg Björnsdóttir hafa hannað einföld æfingaspjöld fyrir eldri borgara sem auka styrk, þol, liðleika og jafnvægi. Æfing- arnar eru framkvæmdar með eigin líkamsþyngd og án útbúnaðar. Hvert spjald tilgreinir ítarlega hvaða líkamshluta sú æfing eigi við, s.s. háls, herðar, kvið eða læri. Einstaklingar geta þannig auðveldlega valið æfingu fyrir þann líkamshluta sem þeir telja þörf á að þjálfa hverju sinni. Spjöldin nýtast einnig við að efla hugmyndaflug og hvetja til æfinga. Þó svo að spjöldin séu hugsuð fyrir eldri borgara geta allir nýtt sér hreyfispjöldin, jafnt ungir sem aldnir. Safnað var fyrir verkefninu á hópfjármögnunar- síðunni Karolina Fund. Hægt er að nálgast allar upplýsingar og panta spjöldin á Facebook undir síðunni Hreyfispjöld. Alltaf til staðar N1 Háholti Sími: 440 1350 www.n1.is facebook.com/enneinn Nú liggur straumurinn í Mosó Við á N1 höfum nú opnað 10. hraðhleðsluna í samstarfi við ON. Hana er að finna við þjónustustöð okkar við Háholt í Mosfellsbæ. Við tökum vel á móti rafbílaeigendum í mat og drykk meðan bíllinn hleðst hratt og vel. N1 korthafar fá 10% afslátt af mínútuverði Kalli Tomm var að senda frá sér sína aðra sólóplötu, Oddaflug. Örlagagaldur, fyrsta sólóplata hans, kom út fyrir þremur árum og féll hún í afar góðan jarðveg bæði hjá hlustendum og gagnrýn- endum. Aðspurður sagðist Kalli Tomm hafa hafist handa við gerð Oddaflugs fljótlega eftir útkomu fyrri plötu sinnar. „Ég nýt krafta og hæfileika margra sömu listamanna sem komu við sögu á Örlagagaldri og má þar nefna Tryggva Hubner, Jóhann Helgason, Guðmund Jónsson og upptökustjóra minn, Ásmund Jóhannsson. Allir hafa þessir frábæru listamenn reynst mér ein- staklega vel eins og allir sem að plötunni koma með mér. Mosfellingar í aðalhlutverkum „Einnig er gaman að geta þess að þrjár mosfellskar söngkonur koma við sögu á plötunni. Það eru mæðgurnar Íris Hólm Jónsdóttir og Ingibjörg Hólm Einarsdóttir ásamt dóttur minni, Birnu Karls. Textahöfundar eru þrír og einnig allir Mosfellingar. Það eru Bjarki Bjarnason sem hefur unnið mikið með mér á báðum plötunum, vinkona mín Hjördís Kvaran Einarsdóttir og kona mín, Líney Ólafs- dóttir. Hönnun umslags og textabókar er einnig í höndum rótgróins Mosfellings, Péturs Fjalars Baldvinssonar.“ Kalli Tomm sagðist að lokum einstaklega ánægður með fyrstu viðbrögð við plötunni og ekki síst hversu sveitungar hans hefðu tekið henni vel. Mosfellingurinn Þórdís Karlsdóttir var valin Jólastjarnan 2018. Keppnin er haldin árlega en um 200 krakkar sóttu um að taka þátt í ár. 12 ungir og efnilegir söngvarar voru svo valdir til að taka þátt í keppninni sjálfri sem sýnd var í Sjónvarpi Símans. Þórdís bar sigur úr býtum en dómnefnd- ina skipuðu þau Svala Björgvins, Jóhanna Guðrún og Björgvin Halldórsson. Spennt að fá þetta tækifæri Þórdís er 13 ára og æfir söng í Listaskóla Mosfellsbæjar. Hún mun taka þátt í Jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Eldborgarsal Hörpu 20.-22. desember og syngja með helstu tónlistarmönnum landsins fyrir tæplega 8 þúsund gesti. „Ég er rosalega spennt fyrir að fá þetta tækifæri. Við krakkarnir sem vorum í keppninni komum öll fram á tónleikunum en ég mun líka syngja einsöng. Ég er smá stressuð en veit að þetta verður mjög gaman,“ segir Þórdís en hún elskar að syngja og koma fram. Þórdís Karlsdóttir, 13 ára, er Jólastjarnan 2018 Hlakkar til að koma fram með Jólagestum björgvins Önnur sólóplata Kalla Tomm er komin út • Gefur út beint frá býli • Fengið góð viðbrögð Kalli Tomm gefur út Oddaflug í hljóðveri: Tryggvi hubner, jón ólafs, Kalli TOmm Og Ásmundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.