Mosfellingur - 17.12.2015, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 17.12.2015, Blaðsíða 16
 - Fréttir úr bæjarlífinu16 Mikið er um tónleikahald á vegum Tónlistardeildar Listaskóla Mosfellsbæjar í desember ár hvert. Meðal þessara tónleika voru samspilstónleikar í Hlégarði fimmtu- daginn 10. desember. Þar léku nemendur sem eru að læra rytmíska tónlist (popp, rokk, jazz og blús) og tókst virkilega vel til. Nemendurnir voru ánægðir með hversu flott hljóðkerfi og hversu flottur aðbúnaður er orðinn í Hlégarði. Hér eru myndir af þessum efnilegu nemendum. Héldu tónleika í Hlégarði Þann 29. nóvember hélt Óperukór Mosfellsbæjar aðventutónleika í Aðventkirkjunni í Reykjavík við húsfylli af tónleikagestum. Þetta voru fyrstu formlegu tónleikar kórsins en stjórnandi er Julian Hewlett og píanóleikur var í höndum Antoniu Hevesi. Óperukórinn er samsettur úr tveimur kórum stjórnandans, sönghópnum Boudoir og karlakórsins Mosfellsbræðrum. Kórinn hyggst bæta við sig söngfólki á nýju ári og ætlar sér stóra hluti í óperunni. Fyrstu formlegu tónleikar Óperukórs Mosfellsbæjar M yn di r/ Ra gg iÓ la SvipMyndir Frá jÓlaSýningu FiMleikadeildarinnar Mosfellsbær óskar bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.