Mosfellingur - 22.02.2008, Blaðsíða 14
NAMO ehf.
Þverholti 2
Kjarna
Afturelding leikur í íþróttafatnaði frá Jako
símar: 566-7310 og 896-0131 namo@namo.is
- Íþróttir14
Yrja Dögg hefur
störf í Eldingu
Yrja Dögg Kristjánsdóttir hefur
störf hjá ELDINGU - LÍKAM-
SRÆKT þann 2. mars nk. Það
er mikill fengur fyrir okkur að fá
Yrju til starfa, segir Hjalti Úrsus.
„Hún er mikill reynslubolti og
leggur áherslu á að hafa allar
æfi ngar sem fjölbreyttastar.
Það vita allir sem hafa séð hana
æfa. Yrja hefur góðan grunn
bæði úr fi mleikum og frjálsum
íþróttum og er að klára IAK
einkaþjálfaranámið frá Íþrótta-
akademíunni.” Þeir sem hafa
áhuga á að komast í fjölbreyttar,
nýjar og skemmtilegar æfi ngar
hjá Yrju geta haft samband við
hana í síma: 847-8616 eða á
krravitz@hotmail.com
Afturelding - ÍBV
kl.15 á sunnudag
Nú er að duga eða drepast fyrir
strákana okkar í handboltanum.
Sem stendur eru þeir í fallsæti
N-1 deildarinnar þegar nokkrir
leikir eru eftir. Leikurinn á sun-
nudaginn er því afar mikil-
vægur í baráttunni um sæti í
efstu deild. Mætum og styðjum
strákana okkar, þeir eiga eftir að
sýna hvað í þeim býr.
Krakkarnir í karatedeild Aftureld-
ingar stóðu sig frábærlega vel á
Íslandsmeistaramótinu í kata sem
fram fór í Smáranum á dögunum.
Afturelding sigraði heildarkeppni
félaga með 26 stig en í öðru sæti var
Fjölnir með 10 stig. Afturelding vann
sex Íslandsmeistaratitla og sjö brons-
verðlaun. Viðurkenningar dómara
fyrir frammistöðu hlutu Eldey Á. A.
Sævarsdóttir og Einar Karl Jónsson
bæði í Aftureldingu.
Keppendur voru um 170 talsins
en keppt var í fi mm fl okkum í kata
og þremur fl okkum í hópkata en
þá keppa þrír saman. Eldey Á. A.
Sævarsdóttir, Unnar Karl Jóns-
son og Einar Karl Jónsson urðu
Íslandsmeistarar í sínum fl okkum í
einstaklingskata. Hugi Álfgeirsson
fékk einnig bronsverðlaun í ein stak-
lingskata.
Eldey, Ingimundur og Hrafn-
kell annars vegar og Unnar, Jón
og Bernhard hins vegar urðu
Íslandsmeistarar í sínum fl okkum í
hópkata. Bronsverðlaun í hópkata
hlutu Hlynur, Kári og Hugi annars
vegar og Einar, Sigríður og Rúnar
hins vegar.
Verðlaunasæti í Osló
Á dögunum fór hópur karate fólks
frá Íslandi á Opna Skandinavíu
mótið sem fram fór í Noregi. Það
er skemmst frá því að segja að
okkar fólk, Telma Frímannsdóttir
og Kristján Helgi Carrazco hrepptu
bæði verðlaunasæti. Kristján Helgi
varð í 3ja sæti og Telma í 2. sæti.
Afturelding sigraði í heildarkeppni félaga á Íslandsmeistaramót í kata
Frábær árangur karatedeildar
Sindri æfi r með landsliðinu í badminton
Sindri Jarlsson úr badminton Aftureldingar hefur æft að undanförnu með
unglingalandsliðinu. Í sumar tók Sindri þátt í æfi ngaferð fjögurra sérvalinna
unglingalandsliðsmanna til Tékklands og nýverið tók hann þátt með land-
sliðinu í móti í Noregi.
Landsliðshópurinn. Sindri er
þriðji frá hægri á myndinni.
MOSFELLINGUR
HVAÐ ER
AÐ FRÉTTA?
SENDU OKKUR LÍNU...
mosfellingur@mosfellingur.is