Mosfellingur - 22.02.2008, Síða 19
Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - 19
Nefndir sveitarfélagsins
gegna mikilvægu, lýðræðis-
legu hlutverki í stjórnsýslu
bæjarins. Ein þessara nefnda
er fræðslunefnd. Bæjarstjórn
kýs fimm fulltrúa í fræðslu-
nefnd og fimm til vara.
Ennfremur kýs bæjarstjórn
sérstaklega formann og vara-
formann nefndarinnar.
Öruggt má telja að stjórnmála-
flokkarnir allir skipi sitt trúnaðarfólk
í nefnd sem þessa, þ.e. fólk sem þeir
treysta til að vinna bæjarfélaginu vel í
þeim málaflokkum sem undir nefnd-
ina falla og til að halda fram þeim
pólitísku áherslum sem stjórnmála-
flokkarnir hafa í fræðslumálum. Fólk
sem hefur áhuga á fræðslumálum og
skilning á mikilvægi málaflokksins
fyrir vöxt og viðgang bæjarfélagsins.
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar er
ein mikilvægasta nefndin sem starf-
ar á vegum sveitarfélagsins. Sumir
segja sú mikilvægasta, ýmist vegna
þeirra málaflokka sem undir hana
heyra eða vegna þeirra háu fjárhæða
sem varið er í þessa málaflokka.
Fræðslunefnd starfar fyrst og
fremst skv. lögum um grunnskóla
og leikskóla en einnig skv. samþykkt
bæjarstjórnar um nefndina. Þar kem-
ur fram að hlutverk hennar er m.a.
að gera tillögur til bæjarstjórnar um
stefnu í fræðslumálum og hafa eft-
irlit með að stefna bæjaryfirvalda
á hverjum tíma sé haldin, - að hafa
eftirlit með stofnunum sem vinna
að fræðslumálum og leggja mat á þá
þjónustu sem veitt er á vegum sveitar-
félagsins í fræðslumálum, jafnframt
því að vera bæjarstjórn til ráðuneytis
í fræðslumálum. Undir svið fræðslu-
nefndar fellur starfsemi grunnskóla,
leikskóla, framhaldsskóla, listaskóla
og daggæslu í heimahúsum.
Samkvæmt fjárhagsáætlun bæj-
arins fyrir árið 2008 verður varið ríf-
lega 1,8 milljörðum króna til þeirra
málaflokka sem heyra undir fræðslu-
nefnd. Það gefur auga leið að stöðug-
leiki og samfella er mikilvæg í starfi
nefndar sem þessarar, nefndar sem
sýslar um jafn mikilvæg málefni og
aðbúnað og menntun barnanna okk-
ar. Að ógleymdum þeim háu fjárhæð-
um sem varið er til þeirra málaflokka
sem undir nefndina falla.
Eins og gefur að skilja og eðlilegt
er þá koma formenn og varaformenn
nefnda sveitarfélagsins úr þeim
stjórnmálaflokkum sem skipa meiri-
hluta í bæjarstjórn, þ.e. Sjálfstæðis-
flokki og Vinstri grænum. Þannig var
það líka í fræðslunefndinni þar til í
janúar 2008.
Frá og með bæjarstjórnarfundi
30. janúar síðastliðinn settist þriðji
aðalfulltrúi VG í nefndina, þriðji full-
trúinn á einu og hálfu ári! Á þessum
sama bæjarstjórnarfundi afsöluðu
VG sér varaformannsembættinu til
Sjálfstæðisflokksins þannig að sjálf-
stæðismenn skipa bæði
formannssætið og varafor-
mannssætið. Nú skal það
tekið fram að báðir fyrrum
fulltrúar VG voru afbragðs-
nefndarmenn og stóðu sig
vel í hvívetna.
En hvar er stöðugleikinn?
Nýr varaformaður nefndar-
innar, annar sjálfstæðismannanna í
nefndinni, hefur starfað í nefndinni
allan starfstíma hennar og engin
ástæða til að efast um að hann standi
sig vel í nýju hlutverki enda öflugur
fulltrúi. En þegar maður hugsar til
þess að ein helsta röksemdin fyrir
tilveru sveitarstjórnarstigsins séu
aukin þátttaka íbúa í ákvarðanatöku,
aðallega í gegnum þátttöku í stjórn-
málastarfi, þá undrast maður að VG
skuli tilnefna sem sinn aðalfulltrúa í
fræðslunefnd Karl Tómasson sem nú
þegar situr sem bæjarfulltrúi, forseti
bæjarstjórnar, varaformaður bæjar-
ráðs og formaður atvinnu- og ferða-
málanefndar.
Ferill Karls í fræðslunefnd er nátt-
úrulega óskrifað blað og er honum
óskað velfarnaðar í störfum sínum
í nefndinni en það eru margir sem
spyrja sig hvar allir hinir félagarnir í
VG í Mosfellsbæ eru. Er VG í Mosfells-
bæ ekki fjöldahreyfing?
Anna Sigríður Guðnadóttir
Formaður Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ
Mannabreytingar
í fræðslunefnd
Skráning stendur yfir
á næstu námskeið
Upplýsingar og
innritun á heimasíðu
skólans, www.tom-
stundaskolinn.is
og í síma 695-6694.
Spænska
Örnámskeið í fjórar
vikur fyrir sumarfríið á
suðrænum slóðum.
Þriðjud. og fimmtud.
kl. 19:15-20:45
Skapandi skrif
Tækifæri til að
virkja skáldagáfuna.
Miðvikud. 27. feb.,
5. og 12. mars
Páskaegg og trufflur
með Hafliða.
Þriðjud. 26. feb.
kl.19-21:30
Matreiðsla fyrir karla
Hnitmiðað námskeið í
almennri matargerð.
Þriðjud. 26. feb., 4. og
11. mars kl.19-22
Photoshop
-Myndvinnsla
Þriðjud. kl.18-20:30.
Fjórar vikur, byrjar
4. mars.
Tó
m
st
un
da
sk
ól
in
n
í M
os
fe
lls
bæ
Mennt er máttur
�����������������������������������������������������������
����������
� � ���� ���� � �� ��� ��� � �� � ��� ���������
���� �����
� �� � � � � ��� � �� � � ���� � �
�������
HREYFING
FYRIR ALLA
GANGA
STYRKTARÆFINGAR
TEYGJUR
HVAR ?
GENGIÐ VERÐUR FRÁ
ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐINNI VARMÁ
HVENÆR ?
ÞRIÐJUDAGA KL: 18:00
OG FIMMTUDAGA KL: 20:00
HVERNIG ?
GÓÐ HEILSUGANGA Í 40 MÍN.
EFTIR ÞAÐ VERÐUR FARIÐ INN
OG GERÐAR STYRKTAR- OG
TEYGJUÆFINGAR.
MÆLUM MEÐ AÐ NÝTA POTTANA
EFTIR GÓÐA HREYFINGU
ELDING LÍKAMSRÆKT
ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐINNI VARMÁ
OPNUNARTILBOÐ FYRIR ALMENNING - GILDIR TIL 15. MARS 2008.
ALMENNINGUR
NEMENDUR Í 8.-10. BEKK
VARMÁR- OG
LÁGAFELLSSKÓLA
Prufu tími / stakur tími 800 KR
1 mánuður 6.300 KR 2.500 KR
3 mánuðir 13.920 KR 7.500 KR
6 mánuðir 22.500 KR 15.000 KR
12 mánuðir 36.600 KR* / 32.940 KR** 30.000 KR
*Verð miðast við ársáskrift **Verð miðast við staðgreiðslu.
Starfsmenn Mosfellsbæjar fá 16.000 kr. styrk frá STAMOS
EINKAÞJÁLFUN – VILTU KOMA ÞÉR Í BETRA FORM ?
- MARGRA ÁRA REYNSLA ÚR ÍÞRÓTTUM
- FJÖLBREYTTAR OG EINSTAKLINGSMIÐAÐAR ÆFINGAR
- RÁÐLEGGINGAR UM MATARÆÐI
- MÆLINGAR; VIGTUN, FITU- OG UMMÁLSMÆLINGAR
Yrja hefur störf hjá ELDINGU 2. mars. Allar nánari upplýsingar í síma 847-8616.
KETILBJÖLLUNÁMSKEIÐ
Langar þig til að læra að nota ketilbjöllur til að auka fjölbreytni og koma þér i form ?
Vala Mörk verður með 4 daga grunnnámskeið dagana 5., 8., 10. og 12. mars nk.
Frekari upplýsingar í ELDINGU – LÍKAMSRÆKT
Fit-Pilates námskeið
Fljótlega byrjar Selma Úlfarsdóttir Fit-Pilates kennari með námskeið. Kennt verður á
morgnanna. Allar nánari upplýsingar verða í ELDINGU – LÍKAMSRÆKT
Mosfellsbær, Lýðheilsustöð og Elding-
líkamsrækt bjóða öllum bæjarbúum í heilsu-
göngu, styrktaræfingar og góðar teygjur
Leiðbeinandi: Halla Heimisdóttir o.fl
(upplýsingar í síma 897-0108)
HEFST ÞRIÐJUDAGINN
26. FEBRÚAR KL:18:00