Mosfellingur - 06.06.2008, Blaðsíða 20

Mosfellingur - 06.06.2008, Blaðsíða 20
Kjúklingaréttur Í eldhúsinu - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar20 Helga Kristjánsdóttir er ásamt börn- um sínum Nínu og Ísaki matgæð- ingur okkar að þessu sinni. Þessi uppskrift er mjög einföld en góð segir Helga, ég fékk hana hjá Auði Huld frænku okkar og við höfum notað hana mikið. Sætar kartöflur settar í botn á eldföstu móti Spínat síðan sett yfir kartöflurnar Kjúklingabringum síðan dreift yfir mótið Fetaostur síðan settur yfir kjúklinginn og öll olían með. Eldað í ofni á 180° í eina klst. Bragðast vel með grjónum og Nan brauði. Heyrst hefur... ...að Víðir Víðis sé að verða pabbi. ...að séra Jón láti af störfum í haust og flytji með Sigríði Önnu konu sinni til Kanada þar sem hún verður sendiherra. ...að Mosfellingurinn Eggert Sólberg sé orðinn varaformaður SUF, sambands ungra Framsóknarmanna. ...að Sigurbjörn á Kiðafelli, oddviti Kjósarhrepps hafi fagnað fimmtugs afmæli á dögunum ...að Reynir Árna handboltakappi sé búinn að eignast strák. ...að Ingibjörg sé hætt á Pílus og sé farin að klippa utan bæjarmarkanna. ...að strákarnir í meistaraflokki hafi gert veðmál við stuðningsmenn. Ef þeir ná ekki 23 stigum úr fyrri umferð mótsins þurfa þeir að grilla ofan í bæjarbúa fyrir utan krónuna. ...að Svanni Einars sé byrjaður að vinna hjá Einari Páli á Eignamiðlun. ...að stjörnublaðakonan Ruth Örnólfs hafi haldið glæsilega fertugsveislu. ...að bæjarlistamaður Mosfellsbæjar verði valin á bæjarhátíðinni Í túninu heima en ekki á 17. júní eins og áður. Auk þess hafa listamannalaunin verið hækkuð úr þrem í fjögurra mánaða laun. ...að golfarinn Maggi Lár hafi slasað sig í fótbolta á dögunum og spili því ekki meira golf á þessu tímabili. ...að elsti köttur Mosfellsbæjar sé orðinn 20 ára og við góða heilsu. ...að Kaffi Kjós fagni 10 ára afmæli á morgun, laugardag og mun Eyjólfur Kristjánsson mæta með gítarinn. ...að Svanur í Svans-sjoppunni hafi orðið sextugur í vikunni. ...að Efemía Gísladóttir verði ráðin skólastjóri Lágafellsskóla. Hún starfaði áður við Hvolsskóla. ...að Valdimar Leó sé meira í því að slökkva elda en að kveikja þá. Hann starfar nú sem framkvæmdastjóri landssambands slökkvilið- og sjúkraflutningamanna. ...að Mosfellingur sé farinn í sumarfrí og komi næst út fyrir bæjarhátíðina Í túninu heima. mosfellingur@mosfellingur.is Skúli Ármanns er fyrstur Íslendinga til að sigra atvinnubardaga í þungavigt Rotaði andstæðinginn í 2. lotu Boxarinn Skúli Ármannsson keppti sinn fyrsta boxbardaga á dögunum sem atvinnumaður. Skúli hefur æft box í 10 ár en Skúli er 25 ára gamall. Mótherji hans var Caleb Nelson og fór bardaginn fram í Minnesota í Bandaríkjunum þann 7. júní. Skúli fór illa með mótherja sinn gerði sér lítið fyrir og sigraði með rothöggi í 2. lotu. Skúli hefur skrifað undir þriggja ára samning sem boxatvinnumaður og er því ævintýrið rétt að byrja. Skúli æfi r stíft þessa dagana og býr sig undir næsta bardaga sem fer fram í ágúst. Það verður því spennandi að fylgjat með þessum unga Mosfell- ingi stíga sín fyrstu spor í atvin- numennskunni. „Stefnan er tekin á toppinn” segir Skúli kokhraustur eftir fyrsta bardagann sem gefur honum vissulega ástæðu til þess að líta björtum augum á framhaldið. Það er kostnaðarsamt æfa og undir búa sig undir atvinnubardaga og vill Skúli koma á framfæri þök- kum til Gísla í Dalsgarði sem hefur staðið dyggilega við bakið á honum. HJÁ HELGU, NÍNU OG ÍSAKI Skúli og fylgdarliðið að loknum bardag anum. Skúli, Þorri mágur hans og Ármann pabbi. Á bakvið sést svo í Bill sem er einn af þjálfurum Skúla. Skúli gefur Nelson einn á lúðurinn. Skúli er stoltur Mosfellingur og ber póstnúmerið á stuttbuxunum. Gísli rósabóndi í Dalsgarði hefur styrkt Skúla myndarlega til æfi ngaferða.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.