Mosfellingur - 11.05.2007, Blaðsíða 18

Mosfellingur - 11.05.2007, Blaðsíða 18
Félagskort Aftureldingar Félagskort Aftureldingar Það styttist í útgáfu félags- korta Aftureldingar. Kortin verða afslát- tarkort hjá hinum ýmsu verslunum og þjónustuaðilum. Kort þessi eru mikilvæg fjár- öflunarleið hjá Aftureldingu því að Landsbankinn styrkir félagið um ákveðna upphæð fyrir hvert útgefið kort. Innan tíðar verður hægt að sækja um félagsaðild og kortið á vef Afureldingar, www. afturelding.is. 618 Mosfellingur - Íþróttir Bingó hjá fimleikadeildinni Fimleikadeild Aftureldingar heldur fjárölfunarbingó á upp- stigningardag 17. maí. Bingóið er liður í fjáröflun vegna ferðar til Danmerkur í sumar. Þar koma þær til með að dvelja í æfinga- búðum í eina viku. Bingóið hefst kl.14.00 í Lágafellsskóla og eru allir velkomnir. Íslandsmeistari í spretthlaupi Þórir Gunnarsson varð á dögunum Íslandsmeistari í 60 metra og 200 metra spretthlaupi á móti Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík. Mótið var haldið á hinum nýja innanhúsvelli í Lau- gardal. Þórir keppir fyrir hönd ÍFR en æfir hjá Ármanni/Fjölni. „þar er lang skemmtilegasta fólkið og frábærir þjálfarar”, sagði Þórir. Framundan er stórt mót í júní og er Þórir nú þegar farinn að undirbúa sig. „það er gaman að keppa úti og ég er tilbúinn því ég hleyp alltaf með sólgleraugu”, sagði Þórir og hló kátur. Ertu sáttur við tímabilið? B.Sig.: Já, maður getur ekki verið annað en sáttur, vinna 1 deildina frekar létt. Eina sem ég hefði viljað sjá er að hafa ekki gert þetta eina jafn- tefli og tapað svo einum leik. Annars virkilega gott tímabil. Hver kom þér mest á óvart í vetur? B.Sig.: Fannst allir eiga sína upp og niður daga. Í heild sinni er ég sáttur við alla leikmenn. Hver stóð sig best? B.Sig.: Ekki hægt að taka út einhvern einn sérstakan, liðið var mjög jafnt...sést það líka best á því hversu jöfn markaskorun er yfir tímabillið. varnarlega voru allir að standa sig vel, auðvitað detta menn niður á lélegan leik en í heild sinnivar allur mannskapurinn að standa sig. Hver er stefnan á næsta tímabili? G.P.: Hvað varðar meistaraflokk, þá er það markmiðið að verða fyrir ofan miðju. Og ef við skiptum tíma- bilinu í fyrir og eftir jól þá er mark- miðið að ná því að vera meðal fjögur- ra efstu fyrir jól sem gefur okkur rétt á að taka þátt í deildarbikarmótinu sem fram fer á milli jóla og nýars og markmiðið er að leika um úrslitasæti á því móti. Í lok tímabils 2007-2008 þá er markmiðið að vera meðal 3. efstu liða í úrvalsdeildinni. Verður Bjarki áfram þjálfari? G.P.: Bjarki verður áfram með liðið og hann verður með liðið alla vega fram yfir 100 ára afmæli Afturelding- ar sem verður árið 2009. Þá er mark- miðið að við verðum á toppnum með meistaraflokk og markmiðið er að stefna á Íslandsmeist- aratitil það ár. Menn hafa verið að tala um að Gintaras verði aðstoðarþjálfari. Eitthvað til í því? G.P.: Nei hann er samningsbundinn ÍBV og verður þar áfram. Verða miklar manna- breytingar? B.Sig.: Tel engar líkur á að menn séu að fara enda flest allir með samninga, hinsvegar er ljóst að við verðum að styrkja okkur. G.P.: Við erum að leita að markmanni, vinstrihandamanni og skyttu. Það er ekkert í hendi ennþá en það skýrist fljótlega hvað verður. Verður Haukur Sigurvinsson með Aftureldingu á komandi tímabili? G.P.: Haukur kemur aftur í liðið og verður mikil stoð í varnarleik Aft- ureldingar á komandi tímabili. Hvað þarf að gerast til þess að okkar menn verði sam- keppnishæfir meðal þeirra bestu á næsta tímabili? G.P.: Við eigum alveg frábæran efnivið. Það sem ber að gera er að leggja upp með markvissar og vandaðar æfingar. Þjálfun skiptir öllu máli. Það er líka mikilvægt að byggja liðið upp andlega og að allir sem einn hafi trú á því að ná góðum árangri. Við í stjórninni þurfum að vanda umgjörðina og vanda okkur við það að halda uppi metnaði og að vinna þannig að málum, að alli séu ánægðir og að öllum líði vel með okkur. Andlega hliðin er mjög mikilvæg, og ekki síður mikilvæg eins og líkamlegur styrkur. Þetta gleymist oft. Kemur þú til með að spila næsta vetur? B.Sig.: Nei, tel engar líkur vera svo á að ég geri það. Eitthvað að lokum? B.Sig.: Já ég vil hrósa liðinu fyrir góðan vetur og stjórninni fyrir frábært samstarf. Þá vil ég sjá fólk fjölmenna á völlinn næsta vetur því það er alltaf erfitt að koma upp um deild og ætla að sanna sig. G.P.: Já það er þörf fyrir góðum stuðning og við vonum fólk styðji vel við strákana að Varmá í Framtíðinni. Nú er stórglæsilegri leiktíð Aftureldingar í handbolta lokið. Strákarnir koma til með að spila meðal þeirra bestu á næstu leiktíð og því spennandi tímar framundan. Mosfellingur tók viðtal við Bjarka Sigurðsson þjálfara fyrir mótið og sagði Bjarki þá að frumskilyrði væri að komast upp í DHL-deildina. Það hefur gengið eftir og hinir ungu drengir Aftureldingar hafa staðið sig frábær- lega í vetur. Einhverjar brjeytingar koma til með að verða á leikmannahópnum fyrir næsta tímabil og tók Mosfellingur Bjarka og formann handknattleiksdeildar, Guðmund Pétursson, tali. 19 sigurleikir, eitt jafntefli og aðeins eitt tap á leiktíðinni. Flest rauð spjöld: Lárus G. Jónsson - 4 Flestar brottvísanir: Ásgeir Jónsson - 42 mínuturAfturelding skoraði að meðaltali 32 mörk í leik og fékk á sig 26 ,6 mörk að meðaltali í leik. Uppgjör tímabilsins Bjarki Sig og Guðmundur formaður í léttu spjalli um handboltann Markahæstur: Hilmar Stefánsson - 117 mörkFlest gul spjöld: Magnús Einarsson - 13

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.