Litli Bergþór - 01.08.2015, Page 16

Litli Bergþór - 01.08.2015, Page 16
16 Litli-Bergþór Sunnudaginn 19. apríl hélt Björgunarsveit Biskups- tungna uppá 30 ára afmæli sitt og í tilefni af því buðum við gestum til kaffi- og vöffluveitinga í húsi okkar að Bjarkarbraut í Reykholti. Margir heiðruðu okkur með heimsókn og fylgdu þar margar vel þegnar gjafir, sem nýtast okkur í starfi sveitarinnar. Tókst dagurinn mjög vel í alla staði. En allt byrjaði þetta árið 1985. Það ár, þann 16. mars, var haldinn í Aratungu stofnfundur Slysavarnadeildar og Slysavarnasveitar Biskupstungna. Með stofnun félaganna var verið að leggja grunn að nauðsynlegu starfi við slysavarnir og leit/björgun fólks. Allt frá fyrstu árum félaganna hefur verið safnað fé til kaupa á nauðsynlegum búnaði, til kaupa á bifreið og síðar til byggingar húsnæðis. Árið 1996 var einmitt stór áfangi í starfi félaganna en það árið var Björgunarmiðstöðin að Bjarkarbraut vígð við hátíðlega athöfn. Þetta þrekvirki að koma húsi yfir félögin. Dýrt verkefni sem tók langan tíma. Margir lögðu hönd á plóg og unnu ófáa tíma við Björgunarsveit Biskupstungna 30 ára í allskonar verkefni sem sinna þarf vegna reksturs, vinnu og útköllum hjá þessum félagsskap og ALLT er þetta unnið í sjálfboðastarfi. Sem dæmi um þann tíma sem félagsstarfið tekur þá voru á síðasta ári (2014) skráðir yfir 1400 tímar hjá 22 virkum félögum. Enn og aftur viljum við þakka stuðning ykkar sveitunga við félagið, án ykkar væri ekki mikið um starfsemi í okkar félagi. Fyrir hönd Björgunarsveitar Biskupstungna. Kristinn Bjarnason, formaður. smíðar á húsinu og sveitarfélagið ásamt einstaklingum og félögum lögðu sitt að mörkum til að þetta gæti allt gengið upp. Síðan árið 1999, á aðalfundum Slysavarnadeildar og Slysavarnasveitar Biskupstungna, voru félögin sameinuð í eitt félag sem fékk nafnið Björgunarsveit Biskupstungna. Margir hafa starfað með og við hlið okkar í Björgunarsveitinni. Fjöldi vinnustunda hefur farið Afmælisgestir nutu veitinganna í húsnæði björgunar- sveitarinnar. Kristinn Bjarnason, formaður, og Magnús Skúlason bjóða gesti velkomna. Vöfflubakstur unglingadeildarinnar.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.