Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 Ýmis störf Starfsmaður hjá Sundlaug Kópavogs - Karl Starfsmaður í Tónlistarhúsi Kópavogs Starfsmaður í Þjónustumiðstöð við almenna þjónustu Grunnskólar Forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Fönix Frístundaleiðbeinendur í Hörðuvallaskóla Frístundaleiðbeinendur í Igló og Kjarnann Frístundaleiðbeinendur í Kársnesskóla Frístundaleiðbeinendur í Kópavogsskóla Frístundaleiðbeinendur í Lindaskóla Frístundaleiðbeinendur í Salaskóla Frístundaleiðbeinendur í Smáraskóla Frístundaleiðbeinendur í Snælandsskóla Frístundaleiðbeinendur í Vatnsendaskóla Skólaliði í Smáraskóla Skrifstofustjóri í Hörðuvallaskóla Starfsfólk í Álfhólsskóla Stundakennari í forfallakennslu í Smáraskóla Umsjónarkennari á miðstig í Salaskóla Leikskólar Deildarstjóri í Austurkór Deildarstjóri í Fífusölum Deildarstjóri í Kópahvol Deildarstjóri í Rjúpnahæð Fagstjóri í íþróttum í Efstahjalla Leikskólakennari á leikskólann Fífusalir Leikskólakennari í Arnarsmára Leikskólakennari í Álfatúni Leikskólakennari í Efstahjalla Leikskólakennari í Kópasteini Leikskólakennari í Marbakka Leikskólakennari í Núp Sérkennslustjóri í Læk Starfsmaður á deild í Læk Starfsmaður á deild í Læk (hlutastarf) Starfsmaður í Núp Starfsmaður í sérkennslu í Læk Þroskaþjálfi/leikskólasérkennari í Álfatúni Velferðarsvið Starfsfólk í félagslega heimaþjónustu Starfsmenn í þjónustuíbúðir fyrir fatlað fólk Stuðningsaðilar á velferðarsviði Kópavogsbæjar Þroskaþjálfi á heimili fyrir fatlað fólk kopavogur.is Laus störf hjá Kópavogsbæ Umsóknir ásamt upplýsingum um störfin eru á vef Kópavogsbæjar, kopavogur.is. Kópavogsbær auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar: Starfssvið  Akstur með ferðamenn  Umhirða á rútum  Akstur skólabíla Hæfniskröfur  Aukin ökuréttindi (D-réttindi)  Hreint sakavottorð  Hæfni í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf Frekari upplýs- ingar um störfin veitir Jóhanna Gunnarsdóttir í síma 515 2709. Vinsamlega sendið ferilskrá með tölvupósti á johanna@teitur.is. Öllum umsóknum verður svarað og fullum trúnaði heitið. Umsóknarfrestur er til og með 14. september nk. Óskar eftir bifreiðastjórum Ræstingar/ kirkjuvarsla Auglýst er eftir starfsmanni til að sinna ræstingum og kirkjuvörslu í hlutastarfi. Vinnutíminn er: þriðjudagar kl. 16 - 22 miðvikudagar kl. 16 - 22 Annar hver sunnudagur kl. 10 - 16. Umsóknarfrestur er til og með 7. september. Fyrirspurnir um starfið og umsóknir sendist á seljakirkja@seljakirkja.is Seljakirkja Verslunarstarf Starfskraftur óskast í verslun okkar í Síðumúla 32, Reykjavík. Ekki yngri en 30 ára. Vinnutími frá 10-18 alla virka daga. Áhugasamir sendi á ellert@alnabaer.is Ritari óskast 1/2 daginn Rótgróin fasteignamiðlun leitar að ritara til starfa hálfan daginn. Starfið felst í afgreiðslu viðskiptavina, símsvörun, skjalavinnslu og almennum ritarastörfum. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður í vinnubrögðum, hafa góða þjónustulund, vera stundvís og geta hafið störf sem fyrst. Söluhæfileikar er kostur. Áhugasamir sendið inn svar á box@mbl.is merkt: ,,Ritari - 26445”. FAST Ráðningar www.fastradningar.is Apótek Starfsmaður óskast til afgreiðslustarfa í Árbæjapótek. Reynsla æskileg. Umsækjendur hafi sam- band í síma 567-4200 (Kristján) eða með tölvupósti í arbapotek@internet.is” Um þessar mundir er unnið að endurgerð gömlu Raf- stöðvarinnar á Bíldudal, en í nýliðnum ágústmánuði voru liðin rétt 100 ár frá því að hún var gang- sett. Þetta er ein af fyrstu vatnsafls- stöðvum í almenn- ingseigu Íslandi, en á fyrri hluta 20. aldarinnar voru litlar rafstöðvar reistar víða í dreif- býlinu á Íslandi og var það fyrsti áfanginn í rafvæðingu landsins. Bíldudalsstöðin, sem er í Hnjúksárdal nokkuð fyrir innan kauptúnið, nýttist í um 50 ár; 30 ár fyrir kaup- túnið á Bíldudal og 20 ár fyrir sveitabæina Hól og Litlu- Eyri. Vélar varðveittust „Þetta er merkilegt mann- virki og í raun einn stór og merkur sýningargripur sem við viljum gera almenningi að- gengilegan. Þetta er menn- ingarlegt framtak okkar,“ segir Helgi Hjálmtýsson í Bolungarvík. Hann er einn liðsmanna áhugamannahóps sem vinnur að því að gera upp hús og vélbúnað sem hefur að stærstum hluta varðveist. Að- rennslisbúnaður er hins vegar ónýtur svo ekki kemur til þess að rafmagn verði framleitt í stöðinni að nýju. Árið 1911 var gangsett vatnsaflsstöð á Patreksfirði með virkjun Litladalsár á Geirseyri – og vakti það áhuga manna víðar á að fara í sambærilegar framkvæmdir. Bygging rafstöðvarinnar á Bíldudal hófst svo vorið 1916 – og í henni fullgerðri var framleiðslugetan 40 kW. Í notkun til 1968 Árið 1928 var Rafstöðin á Bíldudal aflmesta vatnsafls- stöð landsins miðað við íbúa- fjölda dreifikerfisins, gat framleitt 150 vött á mann meðan jafnaðarframleiðsla vatnsaflsstöðva í landinu var 67 vött á mann sbr. að þá ný- reist Elliðaárstöð framleiddi 66 vött á mann. Haustið 1931 var Hnúksvatni breytt í miðl- unarlón fyrir stöðina sem þá framleiddi rafmagn fyrir not- endur í 65 húsum, 25 götuljós og 600 lampastæði. Árið 1968 gerðist það svo að krani til að hleypa út lofti á vatnshjólinu brotnaði og var og rekstri stöðvarinnar þá hætt. Síðla árs 2010 undirrituðu fulltrúar Vesturbyggðar og áhugamannahóps samning um leigu á stöðinni af sveitar- félaginu til 25 ára með það að markmiði að gera hana upp eins og hún var við gangsetn- ingu árið 1918. Í apríl 2011 var síðan stofnað nýtt félag kringum verkefnið og heitir það Rafstöðin, félagasamtök og voru stofnfélagar um þrjá- tíu talsins. Félagið yfirtók verkefnið og skuldbindingar áhugamannahópsins og hefur starfað að endurreisn stöðv- arinnar síðan. Formaður fé- lagsins er áðurnefndur Helgi Hjálmtýsson. Áhugaverður viðkomustaður „Við erum búin að loka hús- inu fyrir verðri og vindum, endurnýja glugga og tréverk og múra og mála vélasal í upp- runalegum litum. Þá hafa gömlu vélarnar verið sand- blásnar og málaðar þótt þær verði ekki gangsettar að sinni, en það væri auðvitað hægt að fara í slíkt verkefni síðar ef bakhjarlar fást í það en það væri þá eingöngu ánægjunnar vegna, þessi vélbúnaður mun ekki aftur framleiða rafmagn til sölu,“ segir Helgi um raf- stöðina á Bíldudal – sem er í mynni Hnúksárdals við veg- inn þegar komið er yfir Hálf- dán frá Táknafirði. Er hún því í alfaraleið enda fóru Bílddæl- ingar forðum daga stundum í skemmtiferðir fram í Rafstöð, eins og slíkt var kallað. Á komandi tíð er svo sennilegt að rafstöðin gæti orðið áhuga- verður viðkomustaður ferða- fólks á þessum slóðum – því rafvæðing Íslands er merkur þáttur í sögu þjóðar. Ljósmynd/Guðmundur Bjarnason Bíldudalur Rafstöðin er reisulegt hús í dal innan kauptúnsins. Endurgera Bíldu- dalsrafstöðina  Gangsett fyrir 100 árum Helgi Hjálmtýsson Á öðrum fjórðungi líðandi árs voru að jafnaði 200.798 manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði, það er fólk á aldrinum 16-74 ára. Af þeim voru konur 93.884 eða 46,7 % og karlar 106.914 eða 53,2%. Starfandi innflytjendur voru að jafnaði 37.388 á þessu tímabili, eða 18,6% af öllu starfandi fólki. Þegar horft er til búsetu kemur í ljós að starfandi með skráð lögheimili á Íslandi voru að jafnaði 194.673 eða 96,9% allra starfandi. Alls höfðu 163.410 lögheimili hér á landi og einhvern íslenskan bakgrunn, eða 83,9%. Af inn- flytjendum voru 32.110 með lögheimili á Íslandi, eða 85,9%. – Einstaklingur sem fæddur er erlendis og á for- eldra og báða afa og báðar ömmur sem einnig eru fædd erlendis telst innflytjandi samkvæmt aðferðum Hag- stofunnar. Aðrir teljast hafa einhvern íslenskan bak- grunn. Innflytjendur voru 18,6% af starfandi fólki á vormánuðum í ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.