Morgunblaðið - 14.09.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.09.2018, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018 ÍÞRÓTTIR Handboltinn Keppni í Olísdeild kvenna hefst á morgun. Erfitt að meta stöðu Stjörnunnar eftir vonbrigðin í fyrra. Selfoss getur strítt sterkari liðunum. Nýliðar KA/Þórs og HK gætu átt erfiðan vetur fram undan. 2-3 Íþróttir mbl.is Haukar höfðu betur gegn Íslands- og bik- armeisturum Fram, 22:19, þegar liðin áttust við í hinum árlega leik í Meistarakeppni HSÍ en leikurinn fór fram á heimavelli Fram í Safa- mýri í gærkvöld. Haukarnir voru skrefinu á undan nær allan leikinn. Í hálfleik voru Haukar tveimur mörk- um yfir, 12:10, og eftir 15 mínútna leik voru þeir komnir fjórum mörkum yfir, 18:14. Fram- arar neituðu að gefast upp og tókst að jafna metin í 19:19 þegar um sex mínútur voru til leiksloka en Haukarnir skoruðu þrjú síðustu mörkin og tryggðu sér sigurinn. Stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir var allt í öllu í liði Fram en hún skoraði 11 mörk. Hjá Haukum var Karen Helga Díönudóttir atkvæðamest með 7 mörk, Maria Pereira skor- aði 6 og Ragnheiður Sveinsdóttir 4. Saga Sif Gísladóttir átti fínan leik á milli stanganna hjá Haukum en hún varði vel á annan tug skota. Keppni í Olís-deild kvenna hefst á laug- ardaginn en þá mætast KA/Þór og Valur og ÍBV og Stjarnan. gummih@mbl.is Bikar á loft í Safamýri Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigur Ragnheiður Sveinsdóttir, fyrirliði Hauka, rífur bikarinn á loft í gær við mikinn fögnuð samherjanna. HM í sumar varð viss endurnýjun á liðinu. Logi Gunnarsson var hættur og Jakob Örn Sigurðarson einnig þótt hann hafi hjálpað liðinu þegar eftir því var óskað fyrr í keppninni. Fleiri voru viðloðandi liðið lengi eins og Axel Kárason og Brynjar Þór Björnsson. Hlutverk Hlyns er minna eins og áður segir og Jón Arnór gat ekki spilað síðustu tvo leikina. Af eldri mönnum er Hörður Axel Vil- hjálmsson í liðinu enda er hann ekki nema þrítugur. Ábyrgðarhlutverkin hafa færst yf- ir á herðar Martins Hermannssonar, Hauks Helga, Tryggva og Krist- ófers. Nú verður einnig hægt að nýta krafta Elvars Más Friðrikssonar sem ekki var með í undankeppni HM nema að litlu leyti vegna náms í Bandaríkjunum. Elvar var sprækur á EM í Finnlandi í fyrra og er að hefja sinn atvinnumannaferil í Frakklandi. Þá er erfitt á þessum tímapunkti að átta sig á því hversu stórt hlutverk Pryor fær. Hópurinn: Hlynur Bæringsson (Stjörnunni), Hörður Axel Vilhjálms- son (Keflavík), Martin Hermannsson (ALBA Berlín), Ægir Þór Stein- arsson (Stjörnunni), Kristófer Acox (Denain), Elvar Már Friðriksson (Denain), Tryggvi Snær Hlinason (Obradorio), Ólafur Ólafsson (Grindavík), Kári Jónsson (Barce- lona), Kristinn Pálsson (Njarðvík), Hjálmar Stefánsson (Haukum), Coll- in Pryor (Stjörnunni). Morgunblaðið/Árni Sæberg 62 Martin Hermannsson er þriðji leikjahæstur í landsliðshópnum sem fer til Portúgals með 62 leiki. Yngri í ábyrgðarhlutverkum  Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson ekki með gegn Portúgal  Collin og Kristinn í liðinu sem byrjar í forkeppni EM á sunnudaginn Alfreð Gíslason mátti sætta sig við tap í þýsku 1. deildinni í handknatt- leik í gær en þrjú lið voru þá í eldlín- unni. Bjarki Már Elísson skoraði 2 mörk fyrir Füchse Berlin þegar liðið bar sigurorð af Hannover-Burgdorf á heimavelli í spennandi leik, 29:28. Berlínarliðið er þar með komið með 4 stig eftir fjóra leiki. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel töpuðu fyrir Magdeburg á úti- velli, 35:30. Þetta var annað tap Kiel í röð og er liðið með 4 stig eftir fjóra leiki eins og Füchse. Magdeburg er hins vegar búið að vinna alla fimm leiki sína og byrjar tímabilið frábær- lega. Þá töpuðu strákarnir hans Að- alsteins Eyjólfssonar í Erlangen fyr- ir Minden á útivelli, 29:22. Erlangen er með 2 stig. gummih@mbl.is Füchse Berlín og Kiel jöfn að stigum Morgunblaðið/Árni Sæberg 2 mörk Bjarki Már Elísson er í vinstra horninu hjá Berlínarliðinu. Íslenska landsliðið hefur keppt í síðustu tveimur lokakeppnum EM karla, eða Eurobasket eins og mót- ið er kallað af Körfuknattleiks- sambandi Evrópu. Í Berlín 2015 og í Helsinki 2017. Þegar Ísland vann sig inn í lokakeppnirnar tók liðið þátt í undankeppni. Á árunum áður hafði liðið unnið sig upp um styrk- leikaflokk, sem skipti miklu máli varðandi styrk andstæðinganna sem liðið dróst á móti. Í þetta skiptið þarf Ísland að fara í gegnum forkeppni og er í riðli með Portúgal og Belgíu. Liðið féll niður um styrkleikaflokk þegar það lenti í neðsta sæti í sínum riðli í undankeppni HM. Riðillinn var reyndar býsna jafn og Ísland vann tvo leiki af sex en tapaði tvívegis fyrir Búlgaríu sem var styrk- leikaflokki neðar. Fyrir vikið er Ís- land nú í forkeppni EM og þarf að komast upp úr henni til að geta tekið þátt í undankeppni EM 2021 sem hefst eftir um það bil ár. Af hverju er Ísland í forkeppni? LEIKURINN Í PORTÚGAL Á SUNNUDAGINNKÖRFUBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Haukur Helgi Pálsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í körfuknattleik þegar það mætir Portúgal í forkeppni EM 2021 á sunnudag. Haukur er meiddur í nára en frá því var greint á blaðamanna- fundi þegar tólf manna leik- mannahópurinn var kynntur. Jón Arnór Stefánsson er ekki heldur leik- fær vegna meiðsla en hann gefur kost á sér í næstu leiki í nóvember eftir því sem næst verður komist. Collin Pryor, leikmaður Stjörn- unnar, er í hópnum en hann fékk ís- lenskan ríkisborgararétt fyrr á árinu og lék sinn fyrsta landsleik í Noregi á dögunum. Þá fær Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson einnig tækifæri en hann var í stóru hlutverki í U20 árs landsliðinu sem komst í 8-liða úrslit á EM í fyrra. Félagi hans úr því liði, Tryggvi Snær Hlinason, fær æ stærra hlut- verk í landsliðinu og mun væntanlega mikið mæða á honum ef mið er tekið af frammistöðu hans í síðustu lands- leikjum. Fyrirliðinn Hlynur Bær- ingsson er þó enn til staðar þótt hann geti nú fengið meiri hvíld en áður og munar um minna. Í síðustu leikjunum í undankeppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.