Morgunblaðið - 14.09.2018, Side 3

Morgunblaðið - 14.09.2018, Side 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2018 áðum nýliðunum? KA/ÞÓR Ívar Benediktsson iben@mbl.is Nýliðar KA/Þórs unnu næstefstu deild, Grill 66 deildina, á sannfærandi hátt á síðasta keppnistímabili undir stjórn Jónatans Magnússonar. Hann er enn við stjórnvölin. Liðið vann 15 af 16 leikjum sínum og gerði eitt jafntefli. Auk þess komst KA/Þór í undanúrslit bikarkeppninnar þar sem það veitti Haukum hörkukeppni. Haukar höfn- uðu síðan í 4. sæti í efstu deild. Af þessu leiðir að fróðlegt verður að sjá KA/Þór spreyta sig í efstu deild á nýjan leik eftir tveggja ára fjarveru. Flestir leikmenn liðsins eru fæddir á árunum í kringum aldamótin. Reynsl- an af keppni meðal bestu liðanna er því ekki mjög mikil en einhver þó. Nokkrir reyndir leikmenn mynda kjölfestu liðs- ins. Þar fer e.t.v. fremst meðal jafn- ingja Martha Hermannsdóttir, marka- hæsti leikmaður KA/Þórs á síðustu leiktíð og oft áður. Hornamaðurinn Katrín Vilhjálmsdóttir hefur einnig marga fjöruna sopið og sömu sögu má segja um hina þrautreyndu Ásdísi Sig- urðardóttur. Ásdís er hokin af reynslu eftir að hafa leikið árum saman í efstu deild, m.a. með FH og Stjörnunni auk þess að eiga landsleiki og hafa um hríð leikið í Þýskalandi á sínum yngri árum. KA/Þór fékk góðan liðsstyrk í sumar í markverðinum Olgica Andrijasevic frá Króatíu og skyttunni Sólveigu Láru Kristjánsdóttur. Sólveig Lára var markahæsti leikmaður ÍR í Grill 66 deildinni á síðustu leiktíð. Hún hefur reynslu af keppni í efstu deild eftir að hafa leikið þar með ÍR leiktíðina 2015/ 2016. Sólveig Lára var þá einn marka- hæsti leikmaður deildarinnar með 135 mörk í 26 leikjum. Reiknað er með að KA/Þór, eins og hinir nýliðar deildarinnar, HK, muni eiga við ramman reip að draga á leik- tíðinni sem framundan er. Liðið er hinsvegar reynslunni ríkara eftir gott keppnistímabil í fyrra og er skipað leikmönnum sem hafa lagt á sig vinnu til þess að ná inn í keppni við þær bestu. Stuðningur við liðið var góður á síðasta vetri og vonandi verður svo áfram þar sem mikil uppsveifla virðist vera í handknattleik á Akureyri um þessar mundir. Kannski þarf liðið að treysta á góðan varnarleik og hraðaupphlaup til þess að ná árangri. Víst er einnig að mark- varslan mun skipta miklu máli. Það eru hinsvegar engin ný sannindi og á e.t.v. við flest liðin átta sem eru í Olís-deild kvenna. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sjö Martha Hermannsdóttir býr yfir mikilli reynslu sem mun nýtast Akureyrarliðinu. Nokkrar reyndar í ungu norðanliði  Nýliðar KA/Þórs fá góðan stuðning HK Ívar Benediktsson iben@mbl.is HK hafnaði í öðru sæti í næstefstu deild í vor en tryggði sér sæti í Olís- deildinni eftir hörkuleiki við Gróttu sem hafði hafnað í næstneðsta sæti efstu deildar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í kringum kvennahandboltann hjá HK síðustu árin. Vel hefur verið haldið utan um liðið og Vilhelm Gauta Bergsveinssyni þjálfara tekist að byggja upp skemmtilegt lið. Hvort hið unga HK-lið standist raun- ina í efstu deild er óvíst um að segja. Fyrirfram er reiknað með að HK og KA/Þór keppist um að forðast átt- unda og neðsta sæti sem er ávísun á beint fall úr deildinni. Kjarninn í liðinu eru leikmenn sem eru uppaldir innan félagsins. Tveir leikmenn liðsins voru kallaðir inn í landsliðshópinn sem valinn var í vik- unni. Sigríður Hauksdóttir, dóttur- dóttir Sigríðar Sigurðardóttur lands- liðsfyrirliða á sjöunda áratugnum og íþróttamanns ársins 1964, og varnar- maðurinn Berglind Þorsteinsdóttir. Berglind ásamt Elvu Arinbjarnar verður í öxulhlutverki í varnarleik HK. Melkorka Mist Gunnarsdóttir verður væntanlega aðalmarkvörður. Hún þekkir vel handboltann í efstu deild, eftir að hafa kynnst honum hjá Fylki fyrir fáeinum árum. Sigríður Guðrún Pétursdóttir mun standa vaktina með Melkorku. Sigríður kom til HK frá KA/Þór. Auk Sigríðar Guðrúnar kom örv- henta skyttan Díana Kristín Sig- marsdóttir til Kópavogsliðsins í sum- ar eftir að hafa lokið leiktíðinni í fyrra með Förde á vesturströnd Noregs en hún hafði byrjað tímabilið í Vestmannaeyjum en ekki náð sér á strik. Díana Kristín getur verið hval- reki fyrir HK-liðið. Díana skoraði 202 mörk fyrir Fjölni í efstu deild leiktíðina 2015/2016 og varð aftur markahæsti leikmaður liðsins árið eftir. Svo virðist vera sem HK hafi krækt í góðan liðsstyrk í Dajana Jov- anovska frá Makedóníu, 25 ára gam- alli hægri handar skyttu. Hún virðist vel sjóuð og hefur m.a. leikið all- marga landsleiki auk þess að hafa leikið með Metalurg í heimalandi sínu um nokkurra ára skeið, m.a. í Evrópukeppni félagsliða. Fjórði nýi leikmaður HK er Hel- ena Ósk Kristjánsdóttir sem kom frá Fjölni. Morgunblaðið/Hari Átta Þórunn Friðriksdóttir skorar fyrir HK í úr- slitaeinvíginu gegn Gróttu síðasta vor. Mikil uppbygging hjá ungu liði HK  Tvær HK-stúlkur komnar í landsliðið  Srdjan Tufegdzic, eða Tufa eins og hann er kallaður, mun láta af störfum sem þjálfari karlaliðs KA í knattspyrnu eftir tímabilið en þetta kemur fram á vef félagsins. Þar segir meðal annars: „Að undanförnu hafa stjórn knd. KA og Tufa, þjálfari Pepsídeildar liðs KA, átt í viðræðum um endurnýjun á sam- starfssamningi þessara aðila, en nú- verandi samningur rennur út í lok þessa tímabils. Aðilar hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu, að það þjóni hagsmunum beggja aðila að staldra við og endurnýja ekki samn- inginn.“ Tufa tók við stjórn karlaliðs KA í ágúst 2015 en kom fyrst til KA sem leikmaður árið 2006  Í gær bárust einnig af því fréttir að hinum megin í bænum muni Lár- us Orri Sigurðs- son hætta sem þjálfari 1. deild- arliðs Þórs að leik- tíðinni lokinni. Lárus tók við þjálf- un liðsins fyrir tímabilið í fyrra og hafnaði liðið í 6. sæti í Inkasso- deildinni og þegar tveimur umferðum er ólokið í deildinni í ár eru Þórsarar í fjórða sæti en eiga ekki lengur mögu- leika á að komast upp. Lárus þjálfaði Akureyrarliðið einnig á árunum 2006- 10.  Bandaríkjamaðurinn Tadd Fujikawa, yngsti kylfingur sem leikið hefur á US Open, greindi frá því á Instagram-síðu sinni í vikunni að hann væri samkyn- hneigður. Fujikawa er þar með fyrsti karlkyns atvinnukylfingurinn sem lýsir því yfir opinberlega að hann sé sam- kynhneigður, að sögn tímaritsins Golf Digest. Þessi 27 ára kylfingur, sem fæddur er á Havaí, segist í tilefni af al- þjóðlegum forvarnadegi gegn sjálfs- vígum hafa viljað segja sína sögu í von um að hjálpa öðrum. Fujikawa var að- eins 15 ára áhugakylfingur þegar hann vann sér sæti á US Open árið 2006 og er hann enn yngstur allra sem spilað hafa á risamótinu. Hann er einnig meðal þeirra yngstu sem komast í gegnum niðurskurð á PGA-móti, á Sony Open heima á Havaí árið 2007.  Landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Rúnar Kárason voru atkvæðamiklir með liðum sínum í Ís- lendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Aalborg hafði betur gegn Ribe-Esbjerg á útivelli, 30:24. Ómar Ingi skoraði 7 mörk úr 8 skotum fyrir Álaborgarliðið. Rúnar var markahæstur í liði Ribe-Esbjerg með 9 mörk úr 13 skotum .Aalborg hefur unnið alla þrjá leiki sína en Ribe-Esberg er með 2 stig eftir fjóra leiki. Eitt ogannað um neðstu sætunum. Stjörnunni er spáð fimmta sæti, Selfossi sjötta sæti, KA/Þór sjöunda sæti og HK er spáð áttunda og neðsta sætinu. Morgunblaðið fer yfir liðin átta í Olísdeild kvenna og skoðar stöðu þeirra og möguleika. Í dag er fjallað um liðin sem spáð hefur verið fjór- lur beint niður í 1. deild, heitir áfram Grill 66- ins í körfuknatt- 1 í Belgíu í gær- innur var mætt- g. Belgía sigraði Íslands í keppn- rjú sem komust ar sem unnu Ís- kelltu Frökkum 80:78 en Ísland ði ekki til. Töpin koma á óvart. gíu Franski landsliðsmarkvörðurinn Hugo Lloris verður áfram fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Tottenham þegar hann snýr til baka úr meiðslum. Lloris hlaut í fyrradag dóm fyrir ölvunarakstur í London aðfara- nótt föstudagsins 24. ágúst, þremur dögum fyrir leik Tottenham og Manchester United. Hann viður- kenndi brot sitt og verður án ökuréttinda næstu 20 mánuði. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, staðfesti í gær að Lloris yrði áfram fyr- irliði. Hann er þó úr leik í bili vegna meiðsla og verð- ur ekki með liðinu gegn Liverpool í úrvalsdeildinni þegar liðin mætast á Wembley í hádeginu á morgun. Heldur fyrirliðastöðunni Hugo Lloris Allt bendir til þess að Andri Rafn Yeoman, leikja- hæsti leikmaðurinn í sögu Breiðabliks í efstu deild karla í knattspyrnu, missi af úrslitaleiknum gegn Stjörnunni í Mjólkurbikar karla á Laugardalsvell- inum annað kvöld. Andri glímir við meiðsli og missti af leik Breiðabliks gegn Grindavík í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar, en þar var hann búinn að spila 91 leik í röð án þess að missa úr leik, eða í rúm fjögur ár. Þá staðfesti Ágúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks á fréttamannafundi í gær að tveir aðrir leikmenn liðsins, Oliver Sigurjónsson og Alexander Helgi Sig- urðarson, væru tæpir vegna meiðsla. vs@mbl.is Sá leikjahæsti ekki með? Andri Rafn Yeoman

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.