Morgunblaðið - 15.09.2018, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018
SÖLUFULLTRÚI - DAGVINNA
Símasala – fjölbreytt verkefni – þjálfun – sveigjanlegur vinnutími
Sölufulltrúar óskast í söluver okkar.
Umsækjandi þarf að vera amk 20 ára, hér starfar skemmtilegt fólk á aldrinum 20-68 ára
Góð laun og góðir bónusar í skemmtilegu umhverfi.
Slástu í hópinn, reynsla ekki nauðsynleg.
Tekið er á móti umsóknum á netfanginu vinna@simstodin.is.
DEILDARSTJÓRI HEIMAÞJÓNUSTUDEILDAR
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf sem nýtist í starfinu.
• Reynsla af stjórnun og rekstri.
• Reynsla af breytingastjórnun kostur.
• Leiðtogafærni og hæfni til að leiða teymisvinnu.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
• Góð íslenskukunnátta skilyrði.
Félagsmálastjóri er næsti yfirmaður deildarstjóra en um
laun og starfskjör fer samkvæmt gildandi kjarasamningi
launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar veitir Elísa Sóley Magnúsdóttir,
félagsmálastjóri (elisa.soley@hornafjordur.is) í síma
470 8000.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að senda
umsóknir rafrænt á netfangið elisa.soley@hornafjordur.is
og er umsóknarfrestur til og með 1. október 2018.
Hlutverk deildarstjóra heimaþjónustu er að hafa umsjón með framkvæmd sértækrar þjónustu við fatlað fólk s.s. búsetu,
dagþjónustu, hæfingu, ferðaþjónustu auk félagslegrar heimaþjónustu. Deildarstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri
heimaþjónustudeildar, skipuleggur vaktir og afleysingar, tekur á móti umsóknum og útfærir þjónustu til notenda.
Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is
Samtök ferðaþjónustunnar óska eftir að ráða lög-
fræðing í hálft starf. Starfið krefst frumkvæðis og
hæfileika til að laga sig að fjölbreyttum og krefjandi
verkefnum. Við bjóðum upp á lifandi vinnustað ásamt
ríku tækifæri til að móta eigið starfsumhverfi.
Helstu verkefni:
• Gerð umsagna um þingmál, reglugerðir og
þingsályktunartillögur.
• Samskipti við stjórnvöld og hagsmunaaðila.
• Ýmis nefndastörf og þátttaka í starfshópum á
verkefnasviði samtakanna.
• Lögfræðileg ráðgjöf gagnvart framkvæmdastjóra,
skrifstofu og stjórn samtakanna sem og
aðildarfyrirtækjum þeirra.
• Skýrsluskrif og önnur útgáfustarfsemi.
• Aðstoð við greiningarvinnu tengda starfsumhverfi
aðildarfyrirtækja.
• Önnur tilfallandi dagleg skrifstofustörf og lögfræði-
tengd verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
• Reynsla af lögfræðistörfum.
• Grunnþekking á rekstrarumhverfi fyrirtækja
í atvinnurekstri.
• Greiningarhæfileikar og geta til að setja sig
hratt inn í ólík viðfangsefni.
• Reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar
eða sambærilegum störfum er kostur.
• Sérþekking á stjórnsýslurétti er kostur.
• Afburða færni í mannlegum samskiptum.
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
• Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Umsókn ásamt ferilskrá sendist á netfangið saf@saf.is.
Umsóknarfrestur er til og með 27. september nk.
Nánari upplýsingar veitir Jóhannes Þór Skúlason,
framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í síma
690-9414.
Lögfræðingur
Samtök ferðaþjónustunnar voru stofnuð 11. nóvember 1998 og eru hagsmunasamtök allra fyrirtækja sem starfa
í ferðaþjónustu. Meginhlutverk samtakanna er að gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna sinna en frekari
upplýsingar um starfsemi samtakanna má nálgast á www.saf.is.
Reykjavíkurborg tekur þátt í
Plastlausum september í ann-
að sinn og hvetur borgarbúa
til að gera slíkt hið sama. Sér-
staklega óska borgin og
Plastlaus september eftir
samstarfsaðilum til að setja
upp pokastöðvar í verslunum.
Plastlaus september er, segir
í tilkynningu, átak sem ætlað
er að vekja fólk til umhugs-
unar um notkun á óþarfa
plasti og skaðsemi þess ef það
berst út í umhverfið.
Margar færar leiðir
Margar leiðir eru færar
fyrir til að draga úr eða hætta
allri plastnotkun, meðal ann-
ars að afþakka plastpoka og
nota fjölnota poka, sneiða hjá
einnota borðbúnaði og rörum
úr plasti auk þess að kaupa
fremur vörur í litlum eða eng-
um umbúðum ef það er í boði.
Mörg fyrirtæki hafa lagt
átakinu lið með aðgerðum
sem draga úr notkun á plasti
og einnota umbúðum.
Reykjavíkurborg styður
við og hvetur til svokallaðra
pokastöðva í verslunum. Boo-
merang-pokar, eða End-
urkast er yfirskrift átaksins
sem þýðir að fólk fær lánaða
poka og skilar þeim aftur.
Margir hafa lagt verkefninu
lið en árangur verkefnisins
næst með því að sjálf-
boðaliðar hittast og sauma
taupoka úr efni sem annars
hefði ekki verið verið nýtt.
Pokunum er síðan komið fyrir
í verslunum í nágrenni við
þann hóp sem saumaði pok-
ana og þar geta viðskiptavinir
fengið lánaðan taupoka og
skilað aftur í körfuna við
tækifæri.
Hælisleitendur sauma
Nokkrar konur í Reykjavík
sem eru hælisleitendur og
enn utan vinnumarkaðar hafa
á vegum Hjálparstarfs kirkj-
unnar saumað fjölnota poka
til að nota á pokastöðvum.
Hjá þeim getur fólk og fyr-
irtæki keypt poka til að koma
upp pokastöðvum.
Ljósmynd/Aðsend
Plastlaust Taupokar saumaðir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.
Pokastöðvarnar
ráð gegn plasti
Átak í septembermánuði
Íslenskir hakkarar hafa verið
að störfum í höfuðstöðvum
Syndis í Katrínartúni í
Reykavík síðastliðna daga en
þeir ásamt þrjú þúsund öðr-
um forriturum frá 118 lönd-
um hafa tekið þátt í hinni al-
þjóðlegu
IceCTF-hakkarakeppni sem
stóð yfir dagana 6. til 13.
september. Þátttakendur
kepptu hver við annan sam-
hliða því að auka þekkingu
sína og færni við hugbún-
aðarþróun í gegnum Advers-
ary-öryggis- og þjálf-
unarlausn frá Syndis, meðal
annars að brjótast inn í kerfi
sambærileg þeim sem finnast
í fyrirtækjum auk þess að
brjóta veikleika í dulkóðun.
Upplifa afleiðingar
Sigurvegari IceCTF-
keppninnar var liðið Perfect
Blue frá Bandaríkjunum. Af
íslenskum keppendum fékk
liðið Conzensys, sem sam-
anstóð af Valtý Kjartanssyni,
Bjarti Thorlacius og Hjörv-
ari Ingvarssyni, verðlaun í
innflutningsteiti Syndis í
fyrrakvöld en fyrirtækið
flutti nýverið í húsnæði í
Katrínartúni 4. IceCTF-
keppnin var stofnuð af nem-
endum í Háskólanum í
Reykjavík árið 2015 og hafa
Syndis og HR verið bak-
hjarlar keppninnar frá upp-
hafi, segir í fréttatilkynn-
ingu.
„Adversary er verkefna-
og þjálfunarkerfi sem gefur
forriturum og öðrum í þróun
tækifæri á að fræðast, á
verklegan hátt, um hættur og
ógnir við netárasir og upplifa
raunverulegar afleiðingar af
einföldum mistökum við hug-
búnaðarþróun með því að
setja sig í spor hakkarans,“
er haft eftir Valdimar Ósk-
arssyni, framkvæmdastjóra
Syndis, og ennfremur:
Árásir aukast hratt
„Það er ljóst að netárásir
eru að aukast hratt í heim-
inum. Stjórnendur fyr-
irtækja þurfa að huga vel að
upplýsingaöryggismálum
sínum með það að markmiði
að minnka líkur á að fyr-
irtæki þeirra verði fyrir
barðinu á netárásum og öll-
um kostnaði og álitshnekki
sem þeim fylgir.“
Tölvumenn Í 1. sæti í IceCTF keppninni var liðið Conzensys.
Frá vinstri: Hlynur Óskar Guðmundsson frá Syndis, frá liðinu
Conzensys: Valtýr Kjartansson, Bjartur Thorlacius, Hjörvar
Ingvarsson, og Gísli Hjálmtýsson frá Háskólanum í Reykjavík.
Hakkarar að störfum
Brjóta veikleika í dulkóðun