Morgunblaðið - 15.09.2018, Page 7

Morgunblaðið - 15.09.2018, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018 7 Bátar/Skip Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Ölduslóð 16, Hafnarfjörður, fnr. 208-0848 , þingl. eig. Róbert Eiríksson, Rakel Róbertsdóttir og Gísli Rúnar Sævarsson, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 20. september nk. kl. 10:00. Kópavogsbakki 6, Kópavogur, fnr. 230-1546 , þingl. eig. Flosi Eiríksson, gerðarbeiðendur Arion banki hf., Birta lífeyrissjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., fimmtudaginn 20. september nk. kl. 11:00. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 14. september 2018 Nauðungarsala Útboð Verkefninu er nánar lýst í útboðsgögnum „ONVK-2018-09 Endurgerð á vef Orku náttúrunnar“ Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu á vefsíðu OR https://www.or.is/utbod Tilboð verða opnuð hjá Orku náttúrunnar ohf. Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, þriðjudaginn 02.10.2018 kl. 14:00. ONVK-2018-09 15.09.2018 Orka náttúrunnar ohf. óskar eftir tilboðum í: Endurgerð á vef Orku náttúrunnar ORKA NÁTTÚRUNNAR Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is Allar fyrirspurnir vegna útboðs skal senda á utbod@or.is j l i , j í · í i · . .i ll i i l n.is HS VEITUR óska eftir tilboðum í verkið: Húsbygging aðveitustöð JON-A Útboð nr. HSV-VF0302033 Verkið fellst í byggingu nýrrar aðveitustöðvar HS Veitna í Hafnarfirði. Aðveitustöðin mun vera staðsett í Hamranesi við Krísuvíkurveg. Það sem í verkinu felst: • Jarðvinna. • Jarðskautskerfi með borholu. • Steypu- og stálvirki. • Frágangur innandyra. • Frágangur utandyra. • Lagnir og loftræsikerfi. • Raflagnir og smáspennukerfi. • Frágangur lóðar. Verkinu skal vera lokið að fullu þann 15. júní 2019. Hægt verður að nálgast útboðsgögn á vef HS Veitna, www.hsveitur.is, frá og með mánudeginum 17. september 2018. Tilboð verða opnuð á skrifstofu HS Veitna, Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbæ, þriðjudaginn 23. október 2018, kl. 14:00. Útboð Raðauglýsingar 569 1100 STJÓRN VINA VATNAJÖKULS AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI Vinir Vatnajökuls eru hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs. Samtökin styrkja rannsóknir, kynninga- og fræðslustarf sem stuðlar að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs. Umsóknarfrestur stendur FRÁ 1. ÁGÚST TIL 30. SEPTEMBER 2018. Sjá nánari upplýsingar á vefsíðu samtakanna www.vinirvatnajökuls.is Tilboð/útboð i1. Vélstjóri 1. vélstjóri óskast á frystitogarann Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 frá Grindavík. Vélastærð 1850 kw. Nánari upplýsingar gefur útgerðarstjóri Eiríkur Dagbjartsson í síma 892-2502. Styrkir Við finnum rétta einstaklinginn í starfið www.capacent.is Ráðgjafar okkar búa yfir víðtækri þekkingu á atvinnulífinu og veita trausta og persónulega ráðgjöf. Lýst er þungum áhyggjum af stöðu sauðfjárbúskapar sem leitt hefur til búsetu- röskunar í ályktun sem sam- þykkt var á aðalfundi Sam- taka sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn var í síðustu viku. Þar segir að þróunar- og rannsókn- arstarfsemi þurfi til að styrkja búsetu innan við- komandi svæða. Um sjávar- útveginn segir að honum þurfi að tryggja stöðugleika og skýra framtíðarsýn. Mik- ilvægt sé að allri opinberri gjaldtöku sé stillt í hóf svo hún hamli ekki uppbyggingu. Heilbrigt og hvetjandi umhverfi Í ályktun SSA segir að skapa verði heilbrigt og hvetjandi umhverfi fyrir fjöl- breytta atvinnuuppbyggingu í fjórðungnum. Fiskeldi geti orðið ein af burðarstoðum atvinnulífs á Austfjörðum. Þar líkt og í öðrum atvinnu- greinum þurfi skýrt starfs- umhverfi, stöðugt til langs tíma. Mikilvægt er að op- inbert eftirlit, leyfisveitingar og umsóknarferli sé skilvirkt og gagnsætt, byggt á bestu fáanlegu upplýsingum. Um ferðamálin sem eru mikilvægur atvinnuvegur eystra eins og annars staðar á landinu segir SSA að ein- falda þurfi stjórnsýsluna. Ríkið þurfi að tryggja sveit- arfélögum fjármagn til að sinna þeim verkefnum sem þeim eru falin, til að mynda markaðssetningu landshlut- ans, upplýsingaveitu fyrir ferðamenn og uppbyggingu innviða. „Sú ákvörðun yfirvalda, sem fram kemur í stjórn- arsáttmála ríkisstjórn- arinnar, að láta gistinátta- gjaldið renna alfarið til sveitarfélaga, er mikilvægt fyrsta skref í þá átt. Fund- urinn ítrekar mikilvægi þess að framfylgt verði stefnu stjórnvalda um dreifingu ferðamanna og opnun ann- arra fluggátta inn í landið.“ Skógrækt samkvæmt skuldbindingum Skógræktarmál voru sömuleiðis í deiglunni á aðal- fundi SSA. Þar eru stjórn- völd hvött til þess að auka framlög til skógræktar svo mögulegt verði að standa við skuldbindingar varðandi plöntun og umhirðu nytja- skóga. Einnig til að gera nauðsynlega skógarplöntu- framleiðslu mögulega. „Stuðningur við skógrækt er byggðaaðgerð en einnig sér- lega áhrifarík leið til að tryggja að Ísland geti mætt skuldbindingum sínum í loftslagsmálum,“ segir í ályktun. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Djúpivogur Gjaldtöku af sjávarútvegi stillt í hóf, segir SSA. Stöðugleiki og framtíðarsýn  Áhyggjur af sauðfjárbúskap eystra  Fiskeldi og ferðamál Fjölmargir viðburðir verða í bæjum landsins á næstunni í tilefni af evrópsku sam- gönguvikunni sem haldin er 16.-22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli sam- göngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á um- hverfi og andrúmsloft. Þema átaksins í ár er Veljum fjöl- breyttan ferðamáta og því eru allir hvattir til þess að reyna að spara akstur og ganga eða hjóla þessa daga. Í Garðabæ verður margt gert af þessu tilefni og er fólk meðal annars hvatt til að nota sunnudaginn til þess að skoða útivistarsvæði bæj- arins, að því er greinir frá á heimasíðu sveitarfélagsins. Miðvikudaginn 19. septem- ber verður farið í lýðheilsu- göngu kl. 18:00. Þá er mæt- ing í Heiðmörk, á nýja bílastæðinu við Búrfellsgjá og Selgjá. Þar verður nýtt fræðsluskilti um Selgjá af- hjúpað og svo mun Ragn- heiður Traustadóttir forn- leifafræðingur fara fyrir göngu um svæðið. Föstudaginn 21. sept- ember verður áttunda ráð- stefna Hjólafærni og Lands- samtaka hjólreiðamanna haldin undir heitinu Hjólum til framtíðar. Ráðstefnan verður haldin í félagsheim- ilinu á Seltjarnarnesi kl. 10 en hjólað verður frá Bak- arameistaranum í Suðurveri í Reykjavík kl. 9 á ráðstefn- una. Að endingu verður svo frítt kaffi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Garðabær Leiðin er greið hvert sem halda skal í bænum. Gengið og hjólað  Evrópska samgönguvikan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.