Morgunblaðið - 29.09.2018, Qupperneq 1
Álnabær
Verslunarstarf
Starfskraftur óskast í verslun okkar í Síðumúla 32,
Reykjavík. Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18
alla virka daga.
Áhugasamir sendi umsókn á ellert@alnabaer.is
S TA R F S S T Ö Ð :
R E Y K J AV Í K
U M S Ó K N I R :
W W W. H AG VA N G U R . I S
U M S Ó K N A R F R E S T U R :
1 4 . O K T Ó B E R
Isavia leitar að öflugum stjórnanda sem hefur
örugga framkomu , samskiptahæfni, drifkraft
og vinnur skipulega. Gerð er krafa um reynslu
í stjórnun og háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Nánari upplýsingar gefur Katrín S. Óladóttir,
katrin@hagvangur.is.
Meðal verkefna framkvæmdastjóra eru:
• Að hafa yfirumsjón með rekstri og þróun
innanlandsflugvalla og sjá til þess að rekstur
sé í samræmi við ytri og innri kröfur
• Að annast samskipti við hagsmunaaðila
og þjónustukaupendur
• Áætlanagerð og eftirlit með hagkvæmum
rekstri, framkvæmdum og öryggismálum
• Utanumhald um og stuðningur við dreifðar
starfsstöðvar umdæma og verkefni þeirra
F R A M K V Æ M D A S T J Ó R I F L U G V A L L A S V I Ð S
V I L T Þ Ú V E R Ð A H L U T I
A F G Ó Ð U F E R Ð A L A G I ?
Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar
lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is.
Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra
sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia hefur hlotið gullmerki PwC fyrir
launajafnrétti og hvetjum við bæði konur og karla til að sækja um þau störf sem í boði eru.
Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu
auglýsir laust starf sálfræðings í leik- og grunnskólum
Staða sálfræðings hjá Skólaþjónustu Rangárvalla- og
Vestur-Skaftafellssýslu er laus til umsóknar. Um er að
ræða 80-100% stöðu í afleysingu, til eins árs.
Starfsstöðin er á Hvolsvelli þar sem sálfræðingur
vinnur í þverfaglegu samstarfi með öðrum sérfræð-
ingum, leikskólaráðgjafa, kennsluráðgjafa grunnskóla
og náms- og starfsráðgjafa. Á svæðinu eru fimm leik-
skólar og fimm grunnskólar með u.þ.b. 780 börnum.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf þann
1. desember nk., eða eftir samkomulagi.
Starfssvið sálfræðings
• Ráðgjöf, stuðningur og fræðsla til foreldra barna og
starfsfólks leik- og grunnskóla.
• Þverfaglegt samstarf við aðra sérfræðinga innan og
utan stofnunarinnar og seta í teymum um einstök
börn innan skólanna.
• Sálfræðilegar athuganir og greiningar á börnum,
ráðgjöf í kjölfar greininga og eftirfylgd mála.
• Þátttaka í fræðslufundum og námskeiðahaldi fyrir
starfsfólk leik- og grunnskóla.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem
sálfræðingur.
• Frumkvæði, ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Færni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu
samstarfi.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi
Sálfræðingafélags Íslands og Sambands ísl. Sveitar-
félaga
Umsóknarfrestur er til 15. október nk.
Umsóknir sendist í pósti á Skólaþjónusta Rang.
og V-Skaft., Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli,
eða í tölvupósti á netfangið edda@skolamal.is.
Með umsókn þarf að fylgja ferilsskrá um menntun og
fyrri störf.
Frekari upplýsingar veitir Edda G. Antonsdóttir
forstöðumaður Skólaþjónustu í netfanginu
(edda@skolamal.is) eða í síma 487-8107 / 862-7522.
Verslunarstjóri
KRUMMA ehf. í Grafarvoginum óskar eftir
verslunarstjóra, sem sér um verslunina,
lager, netverslun og að hluta til um símann.
KRUMMA ehf er 32 ára gamalt iðnfyrirtæki/heildsala/
leikfangaverslun. Upplýsingar um starfið: elin@krumma
(ekki í síma)
atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391