Morgunblaðið - 27.09.2018, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 27.09.2018, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2018 5 Framkvæmdastjóri Markmið Icelandic lamb er að auka virði sauðfjárafurða. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á framkvæmd stefnu og kemur fram fyrir hönd Icelandic lamb ehf. Hann skipuleggur starfsemi fyrirtækisins og tryggir að það starfi í samræmi við tilgang þess. capacent.com/s/10050 : Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi. Leiðtogahæfileikar og reynsla af stjórnun. Reynsla af markaðsmálum og almannatengslum. Reynsla af rekstri og fjámálalæsi. Áhugi á matarferðamennsku og landbúnaði. Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Hæfni í mannlegum samskiptum mjög mikilvæg. • • • • • • • • • • • • • til og með 5. október Starfssvið framkvæmdastjóra: Stefnumótun í samvinnu við stjórn og innleiðing stefnu. Stjórnun starfsmanna, ábyrgð á daglegum rekstri og fjármálum. Markaðssetning á sauðfjárafurðum á erlendum mörkuðum. Samskipti við hagaðila. Þátttaka í mótun framtíðarstefnu til ársins 2027 í samvinnu við Landsamtök sauðfjárbænda. Undirbúningur stjórnarfunda, skýrslugerð til stjórnar og eigenda. Icelandic lamb ehf. óskar eftir að ráða til starfa fjölhæfan og metnaðarfullan framkvæmdastjóra með brennandi áhuga á íslenskum sauðfjárafurðum. Leitað er að aðila með framúrskarandi samskiptahæfni og löngun til að upplýsa og auka áhuga erlendra ferðamanna og söluaðila á erlendum mörkuðum á afurðunum. Um fjölbreytt starf er að ræða þar sem viðkomandi efst færi á að taka þátt í að þróa tækifæri og framtíð fyrir íslenskan landbúnað. Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn Icelandic lamb ehf. REYKJANES UNESCO GLOBAL GEOPARK VERKEFNASTJÓRI Reykjanes UNESCO Global Geopark leitar að kraftmiklum einstaklingi í krefjandi starf verkefnastjóra sem vinnur að fjölbreyttum verkefnum Jarðvangsins. Starfið er fjölbreytt og spennandi í umhverfi þar sem sjálfstæði og frumkvæði í starfi er nauðsynlegt. Reykjanes UNESCO Global Geopark er sjálfseignarstofnun fjögurra sveitarfélaga og fimm hagsmunaaðila sem eru aðilar að stofnuninni. Sveitarfélögin fjögur eru Grindavíkurbær, Reykjanesbær, sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis og Sveitarfélagið Vogar. Ásamt sveitarfélögunum eru Heklan - atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, Ferðamálasamtök Reykjaness, Bláa Lónið, Þekkingarsetur Suðurnesja og HS Orka aðilar að Reykjanes Geopark. Um fullt starf er að ræða og fara launakjör eftir samningum BHM og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknir m.a, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist á netfangið sss@sss.is eigi síðar en 1. október 2018. Nánari upplýsingar veitir Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum berglind@sss.is. Einnig er hægt að kynna sér starfsemi Jarðvangsins á vef hans reykjanesgeopark.is eða senda fyrirspurnir á eggert@heklan.is. HELSTU VERKEFNI: • Ábyrgð á gerð rekstrar- og stjórnunaráætlunar fyrir Jarðvanginn • Umsjón með uppbyggingu ferðamannastaða á vegum Jarðvangsins • Gerð umsókna í sjóði t.d. Uppbyggingarsjóð ferðamannastaða • Gerð fræðsluefnis • Innlend og erlend samskipti er teng jast Jarðvanginum • Markaðs- og kynningarmál jarðvangsins HÆFNISKRÖFUR: • Háskólapróf sem nýtist í starfi, en háskólapróf í jarðfræði eða landafræði er kostur. • Lipurð í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og sveig janleiki í starfi • Gott vald á íslensku og ensku • Færni og geta til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi • Reynsla af kennslu og/eða gerð fræsluefnis er kostur • Reynsla af rekstri er kostur Félagsráðgjafi Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir stöðu félagsráðgjafa lausa til umsóknar. Um er að ræða 100% starf. Staðan er laus frá og með 1. nóvember 2018 eða eftir samkomulagi. Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga (FSS) annast félags- og skólaþjónustu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, Snæfellsbæjar, Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Eyja- og Miklaholtshrepps. Í sveitarfélögunum búa tæplega 3.900 íbúar. Hjá FSS starfa auk forstöðumanns, skólasálfræðing- ur, tveir félagsráðgjafar, tveir þroskaþjálfarar, náms- og starfsráðgjafi, talmeinafræðingur auk starfsfólks dagþjónustu- og hæfingarstöðva og stoðþjónustu sveitarfélaganna. Umsækjandi skal hafa starfsréttindi félags- ráðgjafa. Verkefni félagsráðgjafa taka til almennrar félags- og skólaþjónustu, barnaverndar og stoðþjónustu sveitarfélaga. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands. Skrifleg umsókn tilgreini menntun, starfsferil, 1-2 umsagnaraðila ásamt prófskírteinum, starfsleyfi og sakavottorði berist Sveini Þór Elinbergssyni, forstöðumanni sem jafnframt veitir frekari upplýs- ingar um starfið í síma 430-7800, 861-7802 og tölvupósti sveinn@fssf.is Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ. Umsóknarfrestur er til 12. október. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.