Barnablaðið

Main publication:

Barnablaðið - 23.09.2018, Page 5

Barnablaðið - 23.09.2018, Page 5
dansinn er hægt að nýta svo vel ímyndunaraflið og hægt að finna upp á svo mörgu nýju. RafMax finnst allt skemmtilegt við dansinn. Í dansinum upplifir hann gleði, vellíðan, frelsi og hamingju sem yfirgnæfir allt annað í kring. Allar áhyggjur gleymast á meðan verið er að dansa. Fyrsta sýningin um afmælið gekk vel, er þetta framhald? Þetta er sjálfstætt framhald af fyrri sýningunni. Þar voru Óður og Flexa að halda afmæli og þetta verk hefst í raun beint eftir afmælið þegar allt er á rúi og stúi heima hjá þeim. Óður og Flexa þurfa því að taka til. Þarf maður að hafa séð fyrri sýninguna? Nei, alls ekki. Eru Freta og Rekaviður þarna ennþá? Nei, þau eru ekki með en það gæti verið að það heyrist eitthvað í þeim Nú var ekkert talað í afmælis­ sýningunni. Er einhver breyting á því? Óður og Flexa tala ekki, þau nota dansinn og hreyfingar til að tjá sig sem getur verið mjög fyndið og skemmtilegt. Hver semur verkið og hverjir leika? Verkið er eftir Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttur. Leikstjóri er Pétur Ármannsson. Sigríður Sunna Reynisdóttir hannar búninga og sviðsmynd og Kjartan Darri er ljósahönnuður sýningarinnar. Óður er dansaður af Hannesi Þóri Egilssyni og Flexa af Þyri Huld Árnadóttur. RafMax er dansaður af Ernesto Camilo Aldazabal Valdes. Hvenær eru sýningar og hvar? Óður og Flexa: Rafmagnað ævintýri er sýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins. Áætlaðar sýningar eru næstu sunnudaga. Hvað gerir Íslenski dansflokkurinn? Íslenski dansflokkurinn er hópur af flottum og hæfileikaríkum dönsurum sem sýnir margar ólíkar danssýningar bæði hér á Íslandi og í útlöndum. Fyrir hvern er sýningin? Sýning fyrir alla fjölskylduna – fyrir krakka frá tæplega 2 ára upp í 200 ára. Þetta er sýning fyrir alla sem elska stuð og gleði og hafa gaman af dansi og glensi. Er þetta ekki erfitt líkamlega að sýna verkið? Allir vinirnir eru sammála því m þetta reynir á en þau eru öll mjög sterk og búin að æfa sig svo lengi. Það er líka bara svo gaman hjá þeim. Síðasta sýning var tilnefnd til Grímuverðlaunanna, er það ekki heiður? Já há – það var mikill heiður. Megum við eiga von á fleiri ævintýrum? Það er aldrei að vita hvað Óði og Flexu dettur í hug að gera næst – ímyndunaraflið er ótakmarkað. „Í dansinum er hægt að g era allt það sem maður vill, það eru engin boð og bönn.” XXX x x x x xxxx Flexa og Óður í miklu stuði.

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.