Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 13SJÓNARHÓLL Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar BÓKIN Þessi misserin er enginn skortur á bókum sem velta upp þeirri spurn- ingu hvort kapítalisminn sé farinn úr böndunum og/eða lýðræðið í bráðri hættu. Er svo sem ekki skrítið að höf- undum sé þetta efni hugleikið því hér og þar má greina merki of- stækis og sundr- ungar: í Evrópu hafa flokkar á jaðri stjórnmálanna komist til valda og í Bandaríkjunum er forseti við völd sem er þekktur fyrir allt annað en eðlilega hugsun. Bandaríski blaðamaðurinn og fræðimaðurinn Ro- bert Kuttner gerir efninu skil í nýrri bók: Can Democracy Survive Global Capitalism? Hann bendir á að sjúkdóms- einkennin séu skýr: kjör vinnandi fólks virðast standa í stað á meðan hagnaðartölur fyrirtækja hafa aldrei verið hærri. Öryggisnet samfélags- ins er tekið að gliðna og kjósendur bregðast við erfiðri stöðu með því að leita langt út fyrir miðju stjórnmál- anna. Rót vandans, að mati Kuttner, er alþjóðlegur kapít- alismi. Hið al- þjóðlega kapítal- íska kerfi veikir stöðu vinnandi fólks, að mati höf- undar, en gefur fjármálastofnunum aukið frelsi og býr til glufur í skatta- kerfinu sem fyr- irtæki nýta sér. Óbeislaður kapítal- ismi af þessu tagi telur Kuttner að grafi undan stoðum heilbrigðis lýðræð- issamfélags. Ef hagkerfið sinnir ekki þörfum al- mennings þá er einhvers konar upp- gjör óhjákvæmilegt, að mati Kuttn- ers, og leggur hann m.a. til þá lausn að setja skorður á innflutning á vörum frá löndum sem fylgja ekki reglum alþjóðahagkerfisins og fara illa með vinnuafl. ai@mbl.is Togstreitan milli kapí- talisma og lýðræðis Í viðskiptum er alvanalegt að samningar séu gerðir og að-ilar undirgangist skuldbindingar fyrir hönd óstofnaðraeða óskráðra félaga. Er þá venjulega hafður sá hátturinn á að tiltekinn aðili skrifar undir þann samning sem um ræðir en með þeim fyrirvara að samningurinn sé gerður fyrir hönd óstofnaðs eða óskráðs félags. Þessu fyrirkomulagi fylgir ákveðið hagræði. Þannig kann það að vera að tilgangur samningsaðila sé að stofnað verði sérstakt félag um þau við- skipti sem um ræðir en aðilarnir hafa ýmist ekki haft tíma til þess að ganga frá stofnun slíks félags áður en til samnings- gerðar kemur eða þeir hafa einfaldlega ekki áhuga á því að láta af slíkri stofnun verða nema það liggi fyrir að af viðskipt- unum verði. Sá böggull fylgir skammrifi að óstofnuð félög geta eðli máls sam- kvæmt ekki borið skyldur, átt rétt- indi eða gert löggerninga í eigin nafni. Það eru því þeir sem rita und- ir samninga fyrir hönd óstofnaðra félaga sem bera ábyrgð á efni þeirra og efndum þar til gengið hefur verið frá stofnun félagsins og þeim form- skilyrðum sem fylgja yfirtöku þeirra réttinda og skyldna sem um ræðir. Þannig segir í 2. mgr. 10. gr. laga um einkahlutafélög: „Nú er löggerningur gerður fyrir hönd fé- lags áður en það er skráð og bera þeir sem tekið hafa þátt í gerningnum eða ákvörðunum um hann óskipta persónulega ábyrgð á efndum. Við skráninguna tekur félag við þeim skyldum sem leiðir af stofnsamningi eða félag hefur tekið á sig eftir stofnfund.“ Með vísan til þessa lagaákvæðis hefur því mótast sú framkvæmd að samningar eru stundum gerðir fyrir hönd óstofnaðra eða óskráðra félaga sem svo taka við umræddum réttindum og skyldum við skráningu þeirra. Þessi yfirtaka á réttindum og skyldum gerist hins vegar ekki sjálfkrafa heldur þarf að gera ráð fyrir því í stofnsamningi að félagið takist þessar skuldbindingar á herðar eða með sér- stökum gerningi eftir að stofnfundur hefur verið haldinn. Víkur þá sögunni að nýlegum dómi Hæstaréttar frá 21. júní sl. í máli nr. 618/2017. Var þar einmitt um að ræða að tveir aðilar gerðu tilboð um kaup hlutafjár fyrir hönd óskráðs einkahlutafélags. Í stuttu máli þá var tilboðið sam- þykkt en ágreiningur kom upp á milli þeirra sem stóðu að til- boðinu fyrir hönd hins óskráða félags um efndir þess. Úr varð að kaupin voru gerð en aðeins með atbeina annars þess aðila sem hafði staðið að tilboðinu. Í málinu var öðru fremur deilt um það hvort forkaupsréttur hefði virkjast þar sem til nýs samnings hafði stofnast við sölu þess hlutafjár sem um var ræða eða hvort tilboðið sem gert hafði verið í nafni hins óskráða félags væri enn gilt. Um þetta segir í dómi Hæstaréttar: „Þegar samningurinn komst á var einkahlutafélag, sem var ætlað að verða kaup- andi hlutanna, ekki aðeins óskráð, heldur hafði það ekki ver- ið stofnað. Ákvæði 2. mgr. 10. gr. laga nr. 138/1994 um einka- hlutafélög taka ekki eftir orðanna hljóðan til aðstæðna sem þessara, enda ná þau til skuldbindinga, sem myndaðar eru í nafni slíks félags sem hefur þegar verið stofnað […] en ekki hefur enn verið skráð.“ Þarna greinir rétt- urinn á milli óstofnaðra félaga ann- ars vegar og félaga sem þegar hafa verið stofnuð en ekki verið skráð hins vegar. Í málinu lagði rétturinn til grundvallar að þeir aðilar sem stóðu að tilboðsgerðinni fyrir hönd hins óskráða félag hefðu einir og í sameiningu notið réttinda og borið skyldur kaupanda samkvæmt samn- ingnum. Aftur á móti kom einnig fram í dómi Hæstaréttar að þar sem forsenda tilboðsgjafa um að eignarhald þeirra á hlutafénu skyldi vera í gegnum hið óstofnaða félag þá yrði að líta svo á að í samþykki tilboðsins hefði einnig falist sam- þykki viðsemjenda þeirra að tilboðsgjafar gætu á síðari stig- um ákveðið upp á sitt eindæmi að færa réttindi sín og skyld- ur til félags sem þeir myndu stofna til eignarhalds á og yrði í þeirra eigu í þeim hlutföllum sem komu fram í tilboðinu. Þegar viðskipti sem gerð eru í nafni óstofnaðs félags ganga eftir þá er framkvæmdin yfirleitt sú að stofnað er fé- lag og þeir samningar sem um ræðir eru gerðir fyrir þess hönd og í þess nafni. Það er frekar í þeim tilvikum þegar við- skipti ganga ekki eftir sem álitaefni vakna um hver beri raunverulega ábyrgð á þeim skuldbindingum sem um ræðir. Að teknu tilliti til áðurnefndrar niðurstöðu Hæstaréttar er full ástæða til þess að fara að öllu með gát þegar kemur að samningsgerð fyrir hönd óstofnaðra félaga sem mætti orða með þeim hætti að aðgát skuli höfð í fjarveru félags. Samningsgerð fyrir hönd óstofnaðra félaga SPROTAR Garðar Víðir Gunnarsson Lögmaður á LEX lögmannsstofu. ” Sá böggull fylgir skammrifi að óstofnuð félög geta eðli máls samkvæmt ekki borið skyldur, átt réttindi eða gert löggerninga í eigin nafni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.