Morgunblaðið - 03.10.2018, Blaðsíða 2
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íslandsmót kvenna í körfuknattleik
hefst í kvöld þegar fjórir leikir fara
fram í Dominos-deildinni. Árleg spá
forráðamanna liðanna var kynnt í
gær eins og sjá má hér á opnunni.
KKÍ er ekki lengur með hömlur á
fjölda leikmanna sem eru með vega-
bréf frá þjóðum sem taka þátt í EES-
samstarfinu eftir að ESA, Eftirlits-
stofnun EFTA, ályktaði að slíkt
brjóti í bága við lög um evrópska
efnahagssvæðið. Áhrifanna gætir
strax því nokkuð er um leikmenn frá
Evrópu á leikmannalistum liðanna.
„Þar sem mikið er um nýja erlenda
leikmenn í deildinni þá verður maður
að viðurkenna að erfitt er að spá í
spilin en ég er spennt að sjá hvernig
þetta mun koma út. Íslensku leik-
mennirnir þurfa væntanlega að
leggja enn meira á sig til að fá að
spila. Liðin úti á landi eiga nú auð-
veldara með að manna sín lið. Í fyrra
var orðið ansi fámennt hjá bæði Snæ-
felli og Skallagrími að ég held. Þess-
ar breytingar hjálpa slíkum liðum.
Þessi tvö lið eru með uppalda leik-
menn sem eru með þeim bestu á
landinu og væri sorglegt ef þau gætu
ekki teflt fram liði. Þetta hjálpar
þeim að manna lið,“ segir Hildur Sig-
urðardóttir, aðstoðarlandsliðsþjálfari
og margfaldur Íslandsmeistari.
„Keflavík er áfram með sterkan
hóp og fær vonandi inn leikmenn sem
glímdu við meiðsli síðasta vetur. Þær
munu bara styrkjast þegar líður á
veturinn og gaman að sjá að Bryndís
Guðmundsdóttir sé byrjuð aftur.
Snæfell er með sterka íslenska leik-
menn en spurning hvernig erlendu
leikmennirnir koma inn í liðið. Þótt
þær séu fáar þá er liðið með öfluga
leikmenn. Töluverðar breytingar
virðast vera bæði hjá Breiðabliki og
Stjörnunni. Stjarnan er með sterkan
hóp en á eftir að slípa sig saman eftir
að hafa fengið leikmenn eins og Jó-
hönnu Björk Sveinsdóttur og Auði
Írisi Ólafsdóttur. Einnig er spurning
hvort Ragna Margrét Brynjarsdóttir
geti verið með. Ég set spurning-
armerki við Val varðandi fráköstin.
Mér finnst eins og hópurinn hjá þeim
hafi verið að þynnast frekar en hitt,“
segir Hildur Sigurðardóttir.
Hafnfirðingar án Helenu
Haukar urðu Íslandsmeistarar síð-
asta vor eftir langa og stranga úr-
slitarimmu gegn Val þar sem odda-
leik þurfti til að skera úr um úrslit.
Væntanlega þarf að skipuleggja leik
liðsins upp á nýtt í ljósi þess að Hel-
ena Sverrisdóttir fór aftur í atvinnu-
mennsku í sumar. Meisturunum var í
gær spáð 6. sæti í árlegri spá for-
ráðamanna liðanna Dominos-
deildinni.
„Jú, sjálfsagt er eitthvað að marka
þessa spá. Við höfum misst fullt af
leikmönnum og fengið annars konar
leikmenn inn í staðinn. Ég er bara
ánægð með þessa spá og við viljum
sýna fólki að við séum betra lið en
spáin segir. Ég held að það geti bara
hentað okkur vel að vera í þessari
stöðu rétt fyrir mót,“ segir Þóra
Kristín Jónsdóttir, leikstjórnandi
Hauka, og neitar því ekki að liðið
þurfi tíma til að takast á við brott-
hvarf Helenu til Ungverjalands.
„Hún var náttúrlega svo stór part-
ur af liðinu og spilið snérist mikið í
kringum hana. Við erum að aðlagast
nýjum leikmönnum en þetta kemur
allt. Við höfum auk þess fengið nýjan
þjálfara og því eru ýmsar breytingar
í gangi sem eiga eftir að smella sam-
an.“
Vert er að geta þess að Haukar
hafa endurheimt mikla kempu, Lele
Hardy, frá Finnlandi sem gerði það
sérlega gott hérlendis með Njarðvík
og Haukum 2011-2015. Hún varð
einu sinni stigahæst í deildinni og í
fjögur skipti tók hún flest fráköst.
Bikarmeistararnir þyk
Talsverðar breytingar hafa orðið á liðunum í Dominos-deild kvenna í körfuknatt-
leik sem fer af stað í kvöld Aukið frelsi kemur sér vel fyrir landsbyggðarlið
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018
EM U19 kvenna 2019
Undanriðill í Armeníu:
Wales – Ísland .......................................... 1:2
Tamsyn Sibanda 59. – Hlín Eiríksdóttir 54.,
Alexandra Jóhannsdóttir 58.
Armenía – Belgía...................................... 0:5
Ísland mætir Armeníu á föstudag og
Belgíu á mánudag. Tvö efstu lið riðilsins
fara í milliriðla keppninnar.
Meistaradeild Evrópu
E-RIÐILL:
AEK Aþena – Benfica.............................. 2:3
Bayern München – Ajax .......................... 1:1
Staðan:
Ajax 2 1 1 0 4:1 4
Bayern München 2 1 1 0 3:1 4
Benfica 2 1 0 1 3:4 3
AEK Aþena 2 0 0 2 2:6 0
F-RIÐILL:
Hoffenheim – Manch. City ...................... 1:2
Lyon – Shakhtar Donetsk ....................... 2:2
Staðan:
Lyon 2 1 1 0 4:3 4
Manch. City 2 1 0 1 3:3 3
Shakhtar Donetsk 2 0 2 0 4:4 2
Hoffenheim 2 0 1 1 3:4 1
G-RIÐILL:
CSKA Moskva – Real Madrid................. 1:0
Arnór Sigurðsson kom inn á sem vara-
maður hjá CSKA á 78. mín. Hörður B.
Magnússon var á meðal varamanna liðsins
allan leikinn.
Roma – Viktoria Plzen ............................. 5:0
Staðan:
CSKA Moskva 2 1 1 0 3:2 4
Roma 2 1 0 1 5:3 3
Real Madrid 2 1 0 1 3:1 3
Viktoria Plzen 2 0 1 1 2:7 1
H-RIÐILL:
Juventus – Young Boys ........................... 3:0
Manchester United – Valencia................ 0:0
Staðan:
Juventus 2 2 0 0 5:0 6
Manch. Utd 2 1 1 0 3:0 4
Valencia 2 0 1 1 0:2 1
Young Boys 2 0 0 2 0:6 0
England
Deildabikarinn, 32ja liða úrslit:
Everton – Southampton.......................... 3:4
Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í leik-
mannahópi Everton að þessu sinni.
Southampton mætir Leicester á útivelli í
sextán liða úrslitunum.
B-deild:
Aston Villa – Preston .............................. 3:3
Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir
Aston Villa.
Reading – QPR......................................... 0:1
Jón Daði Böðvarsson meiddist í upphit-
un og lék þar af leiðandi ekki með Reading.
Brentford – Birmingham......................... 1:1
Hull – Leeds.............................................. 0:1
Ipswich – Middlesbrough ........................ 0:2
Wigan – Swansea ......................................0:0
Stoke – Bolton .......................................... 2:0
KNATTSPYRNA
Danmörk
Aalborg – Mors-Thy............................ 31:22
Ómar Ingi Magnússon skoraði 7 mörk
fyrir Aalborg og Janus Daði Smárason 3.
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.
Noregur
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Rælingen – Byåsen.............................. 23:30
Helena Rut Örvarsdóttir skoraði 1 mark
fyrir Byåsen.
Spánn
Barcelona – Cangas ............................ 40:26
Aron Pálmarsson var ekki í leikmanna-
hópi Barcelona að þessu sinni.
HANDBOLTI
Evrópubikarinn
B-riðill:
Alba Berlín – Tofas ........................... 107:91
Martin Hermannsson lék í rúmar 24
mínútur með Alba og skoraði 15 stig, átti
þrjár stoðsendingar, vann boltann þrisvar
og tók eitt frákast.
Svíþjóð
Borås – Jämtland................................. 90:93
Jakob Örn Sigurðarson skoraði fmm stig
fyrri Borås, tók þrjú fráköst og átti eina
stoðsendingu.
KÖRFUBOLTI
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Schenker-höllin: Haukar – KR ........... 19.15
Origo-höllin: Valur – Skallagrímur..... 19.15
Smárinn: Breiðablik – Snæfell ............ 19.15
Blue-höllin: Keflavík – Stjarnan ......... 19.15
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla, Grill 66 deildin:
Vestmannaeyjar: ÍBV U – Fjölnir...... 18.30
Í KVÖLD!
HAUKAR
Þjálfari: Ólöf Helga Pálsdóttir.
Árangur 2017-18: 1. sæti, 21 sigur og 7 töp.
Íslandsmeistari eftir 3:2 sigur á Val í úrslit-
um.
Komnar:
Akvilé Baronénaité frá Litháen
Bríet Lilja Sigurðardóttir frá Skallagrími
Eva Margrét Kristjánsdóttir, úr fríi
Lele Hardy frá Honka, Finnlandi
Farnar:
Dýrfinna Arnardóttir, frí
Fanney Ragnarsdóttir í Fjölni
Helena Sverrisdóttir í Cegledi
Ragnheiður Björk Einarsdóttir í Breiðablik
Whitney Frazier
Þórdís Jóna Kristjánsdóttir í Breiðablik
KEFLAVÍK
Þjálfari: Jón Guðmundsson.
Árangur 2017-18: 2. sæti, 20 sigrar og 8 töp.
Tapaði 1:3 fyrir Val í undanúrslitum.
Komnar:
Bryndís Guðmundsdóttir frá Snæfelli
María Jónsdóttir frá Njarðvík
Telma Lind Ásgeirsdóttir frá Breiðabliki
Farnar:
Thelma Dís Ágústsdóttir til Ball State
VALUR
Þjálfari: Darri Freyr Atlason.
Árangur 2017-18: 3. sæti, 19 sigrar og 9 töp.
Tapaði 2:3 fyrir Haukum í úrslitum.
Komnar:
Brooke Johnson frá UN Las Vegas
Kristín Alda Jörgensdóttir frá Ármanni
Marín Matthildur Jónsdóttir frá KR
Simona Podesvová frá Frakklandi
Farnar:
Bríet Lilja Sigurðardó
Carmen Tyson-Thoma
Jeanne Lois Figueroa
Heiðrún Harpa Ríkha
Jóhanna Björk Sveins
STJARNAN
Þjálfari: Pétur Már Sig
Árangur 2017-18: 4. sæti, 14 sigrar og 14
töp.
Tapaði 0:3 fyrir Haukum í undanúrslitum.
Komnar:
Bryeasha Blair frá Bandaríkjunum
Karen Dögg Vilhjálmsdóttir frá Njarðvík
Kerin Ines frá Slóveníu
Maja Michalska frá Póllandi
Shequila Joseph frá Bretlandi
Farnar:
Aaliyah Whiteside
Bylgja Sif Jónsdóttir í ÍR
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir til Tulsa
Ragnheiður Benónísdóttir í Stjörnuna
Regína Ösp Guðmundsdóttir í ÍR
SKALLAGRÍMUR
Þjálfari: Ari Gunnarsson.
Breytingar á liðunum frá síðasta tím
Morgunblaðið/Golli
Haukar Lele Hardy er komin aftur til Hafn-
arfjarðar eftir þrjú ár í Finnlandi.
Morgunblaðið/Eggert
Keflavík Bryndís Guðmundsdóttir lék ekk-
ert síðasta vetur en er komin frá Snæfelli.
M
Stjarnan Auður Íris Ó
Garðabæ eftir hálft an
Keflavík er spáð sigri í Dominos-
deild kvenna í körfuknattleik í vet-
ur í árlegri spá forráðamanna lið-
anna sem kynnt var í Laug-
ardalnum í gær. Keflavík varð
Íslands- og bikarmeistari árið 2017
og bikarmeistari í fyrra. Liðið vann
Hauka 82:77 í Meistarakeppni KKÍ
á dögunum og byrjar tímabilið því
með sannfærandi hætti.
Íslandsmeisturunum í Haukum
er hins vegar ekki spáð góðu gengi
og hafna í 6. sæti í vetur sam-
kvæmt spánni. Liðið varð fyrir
gríðarlegri blóðtöku þegar Helena
Sverrisdóttir ákvað að halda aftur
utan í atvinnumennsku.
Hér má sjá spána í Dominos-
deild kvenna:
1. Keflavík.................................... 161
2 .Valur........................................ 158
3. Snæfell .................................... 131
4. Stjarnan ................................. 130
5. Skallagrímur ............................ 96
6. Haukar...................................... 93
7. Breiðablik ................................. 56
8. KR ............................................. 39
Mest var hægt að fá 192 stig
og ekki var hægt að fá færri stig
en 24. Eins og sjá má munaði afar
litlu á efstu tveimur liðunum.
Einnig var birt spá fyrir 1. deild
kvenna á fundinum:
1. Fjölnir ...................................... 134
2. Grindavík ..................................117
3. Þór Akureyri ..............................81
4. Njarðvík .....................................74
5. Tindastóll ..................................72
6. ÍR................................................55
7. Hamar ........................................53
Mest var hægt að fá 147 stig
og fékk Fjölnir því afar góða kosn-
ingu. Ekki var hægt að fá færri en
21 stig.
Keflvíkingum spáð sigri
Morgunblaðið/Hari
6. sæti? Meistaralið Hauka hefur tekið breytingum í sumar.