Morgunblaðið - 03.10.2018, Blaðsíða 4
MEISTARADEILDIN
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Hinn 19 ára gamli Arnór Sigurðs-
son lék síðasta stundarfjórðunginn
með rússneska liðinu CSKA
Moskva í gær þegar liðið vann sæt-
an sigur, 1:0 sigur gegn Evr-
ópumeisturum Real Madrid í 2. um-
ferð G-riðils Meistaradeildar
Evrópu í knattspyrnu.
Nikola Vlasic skoraði sig-
urmarkið strax á 2. mínútu leiksins
og þriðja leikinn í röð tókst Real
Madrid ekki að skora. Hörður
Björgvin Magnússon var ónotaður
varamaður hjá CSKA en hann er
nýkominn inn í leikmannahópinn
eftir að hafa jafnað sig af meiðslum.
Arnór kom einnig inn á sem vara-
maður í leiknum gegn Viktoria
Plzen í 1. umferðinni.
CSKA lék einum leikmanni færri
síðustu mínútur leiksins eftir að
Igor Akinfeev, markvörður liðsins,
fékk sitt annað gula spjald í leikn-
um. CSKA Moskva er í efsta sæti
með 4 stig, Roma hefur 3 eftir 5:0
sigur gegn Viktoria Plzen þar sem
Edin Dzeko skoraði þrennu, Justin
Kluivert og Cengiz Under
sitt markið hvor. Real Madrid
hefur 3 stig og Viktoria Plzen 1.
Ekki náði Manchester United að
rétta úr kútnum í gærkvöldi þegar
liðið mætti Valencia á heimavelli.
Leikurinn var markalaus. Um var
að ræða fjórða leik liðsins í röð án
sigurs. „Þetta voru ekki vond úrslit
en heldur ekki góð,“ sagði José Mo-
urinho, knattspyrnustjóri United,
eftir leikinn en pressan eykst stöð-
ugt á Portúgalanum eftir því sem
leikjum án sigurs fjölgar hjá liðinu.
Í hinni viðureign H-riðils vann
Juventus öruggan sigur á Young
Boys frá Sviss, 3:0. Paulo Dybala
skoraði öll mörkin í fjarveru Cris-
tiano Ronaldo sem tók út leikbann.
Ishak Belfodil kom þýska liðinu
Hoffenheim óvænt yfir strax á
fyrstu mínútu á heimavelli þegar
Manchester City kom í heimsókn í
F-riðli. Adam var þó ekki lengi í
Paradís. Sergio Agüero jafnaði met-
in sjö mínútum síðar. Íslandsvin-
urinn Damir Skomina dæmdi leik-
inn og sást illilega yfir í síðari
hálfleik þegar Manchester City átti
að fá vítaspyrnu. Það kom þó ekki
að sök því David Silva skoraði ann-
að mark City þremur mínútum fyrir
leikslok eftir að varnarmaður Hof-
fenheim hafði sofnað á verðinum.
Þetta var fyrsti sigur City í deild-
inni ár. Lyon er efst í riðlinum með
4 stig eftir jafntefli við Shakhtar
Donetsk, 2:2, á heimavelli.
Arnór kom við sögu í sæt-
um sigri á Real Madrid
Sigurmarkið skorað strax á annarri mínútu Enn dauft yfir United-mönnum
AFP
Sigurstund Arnór Sigurðsson t.v. klappar ásamt samherjum í CSKA eftir frækinn sigur á Evrópumeisturunum.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Atli Viðar Björnsson kvaddi í gær
stóra sviðið í íslenska fótboltanum
þegar hann tilkynnti að löngum og
farsælum ferli væri lokið.
Hann hættir, 38 ára gamall, sem
þriðji markahæsti leikmaður efstu
deildar karla frá upphafi og sem sá
sjöundi leikjahæsti.
Atli Viðar skoraði 113 mörk í 264
leikjum á átján ára ferli í deildinni
og hann lék þar aldrei með öðru liði
en FH, frá því hann gekk til liðs við
Hafnarfjarðarfélagið frá uppeldis-
stöðvunum á Dalvík í byrjun tíma-
bilsins 2001. Eitt ár var hann í láni
hjá Fjölni í 1. deildinni. Atli lék 56
leiki með Fjölni og Dalvík í 1. deild
og því samanlagt 320 deildaleiki á
ferlinum. Þar fyrir utan eru m.a. 40
bikarleikir og um 30 Evrópuleikir,
þannig að heildarmótsleikir Atla á
ferlinum eru vel á fimmta hundr-
aðið.
Atli Viðar er bæði leikja- og
markahæstur í sögu FH í efstu
deild. Markamet Atla hjá félaginu
verður seint slegið en nafni hans
Atli Guðnason gæti náð leikjamet-
inu ef hann leikur áfram með FH á
næsta tímabili.
Dvöl Atla hjá FH hefur farið
saman við mesta blómaskeiðið í
sögu knattspyrnunnar í félaginu.
Hann hefur unnið alla átta Íslands-
meistaratitla þess, á árunum 2004 til
2016, og einn bikarmeistaratitil, árið
2010, en hinn vannst einmitt árið
2007 þegar Atli var í láni hjá Fjölni,
og fékk ekki að spila bikarúrslita-
leikinn gegn sínu eigin félagi.
Áttfaldur Íslands-
meistari kveður
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hættur Atli Viðar Björnsson.
Atli Viðar Björns-
son hættur eftir
glæsilegan feril
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018
Í kvöld hefst Íslandsmótið í
körfubolta eins og ítarlega er
fjallað um í opnu íþróttablaðsins
í dag og verður áfram gert í
blaðinu á morgun.
Þar er stærsta breytingin á
milli ára sú að nú eru horfnar all-
ar takmarkanir á þeim fjölda
leikmanna sem koma frá ríkjum
Evrópska efnahagssvæðisins,
sem eru 32 talsins.
KKÍ verður að fara að lögum
EES um frjálst flæði vinnuafls.
Síðasta vetur urðu að vera fjórir
íslenskir leikmenn inná hverju
sinni. Núna nægir að þeir séu frá
ríkjum EES, flokkaðir sem
„Bosman-A“.
Eftir sem áður er aðeins
heimilt að vera með einn Banda-
ríkjamann, eða sambærilegan
leikmann, í liðinu.
Þetta nýta félögin sér í mis-
miklum mæli en fljótleg talning
leiðir í ljós að tíu evrópskir
„Bosman-leikmenn“ séu komnir í
kvennadeildina í upphafi tímabils
og fimmtán í karladeildina.
Hvaða áhrif hefur þetta á ís-
lenska körfuboltann? Líkast til
eykur þetta gæði deildanna,
bæði hjá körlum og konum. Von-
andi hefur það þau áhrif að ís-
lenskir leikmenn verði betri við
það að spila í sterkari deild.
En rétt eins og Ívar Ásgríms-
son landsliðsþjálfari kvenna
benti á í viðtali við Morgunblaðið
síðasta vetur þá er viðbúið að oft
skori erlendu leikmennirnir flest
stig og taki flest fráköst og Ís-
lendingarnir verði í auka-
hlutverkum.
„Það endurspeglast mjög
vel í leik landsliðsins. Þetta er
því miður staðan heima,“ sagði
Ívar, sem nú þarf að glíma við
þessa stöðu sem þjálfari karla-
liðs Hauka.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var
besti dómarinn í Pepsi-deild karla í
knattspyrnu á nýliðnu tímabili, sam-
kvæmt einkunnagjöf Morgunblaðs-
ins.
Dómarar í deildinni fengu ein-
kunn fyrir hvern leik frá íþrótta-
fréttamönnum blaðsins, á skalanum
1-10, og Vilhjálmur er með hæstu
meðaleinkunnina, 7,2, úr þeim 17
leikjum sem hann dæmdi í deildinni.
Niðurstaðan í einkunnagjöf dóm-
aranna er þessi, leikjafjöldi í svigum:
Vilhjálmur A. Þórarinss. (17) ....... 7,2
Helgi Mikael Jónasson (16) .......... 6,9
Egill Arnar Sigurþórsson (9) ....... 6,9
Þóroddur Hjaltalín (17) ................ 6,8
Jóhann Ingi Jónsson (5)................ 6,8
Ívar Orri Kristjánsson (19) .......... 6,7
Þorvaldur Árnason (5) .................. 6,6
Sigurður H. Þrastarson (8)........... 6,5
Pétur Guðmundsson (17) .............. 6,2
Einar Ingi Jóhannsson (10).......... 6,2
Guðmundur Ársæll Guðm. (6)...... 6,2
Þá dæmdi gestadómarinn Rob
Jenkins einn leik og fékk 8 í einkunn
fyrir hann.
Einkunnin 9 var þrisvar gefin á
þessu tímabili en það voru Pétur,
Þóroddur og Helgi Mikael sem
fengu hana einu sinni hver.
vs@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Bestur Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er 33 ára gamall og dæmdi sitt tíunda
ár í efstu deild karla en hann er jafnframt einn af FIFA-dómurum Íslands.
Vilhjálmur Alvar besti
dómarinn árið 2018
Stjörnunni var í
gær spáð sigri í
Dominos-deild
karla í körfu-
knattleik á kom-
andi keppn-
istímabili, sem
hefst annað
kvöld, á árlegum
kynningarfundi
hjá Körfuknatt-
leikssambandi Ís-
lands. Þar greiddu þjálfarar, fyr-
irliðar og formenn liðanna atkvæði
eins og hefðin gerir ráð fyrir.
Stjarnan endaði í 7. sæti deild-
arinnar í fyrra en hefur fengið góðan
liðsauka, m.a. landsliðsmanninn Ægi
Þór Steinarsson sem sneri heim úr
atvinnumennsku.
Niðurstaðan í spánni er þessi:
1. Stjarnan................................... 394
2. Tindastóll ................................ 382
3. Njarðvík .................................. 326
4. KR............................................ 323
5. Keflavík ................................... 315
6. Grindavík................................. 263
7. ÍR ..............................................209
8. Haukar..................................... 142
9. Valur ........................................ 138
10. Þór Þ. ....................................... 133
11. Skallagrímur........................... 129
12. Breiðablik.................................. 54
Deildin fer af stað með fjórum
leikjum annað kvöld og tveimur á
föstudagskvöldið.
Stjarnan úr
7. sætinu
á toppinn?
Ægir Þór
Steinarsson