Morgunblaðið - 09.10.2018, Qupperneq 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018
FRÉTTASKÝRING
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þjálfarakapallinn í Pepsi-deild karla í
fótbolta gekk endanlega upp á laugar-
daginn þegar gengið var frá ráðn-
ingum í þrjár síðustu stöðurnar sem
voru á lausu.
Óli Stefán Flóventsson hjá Grinda-
vík og Srdjan Tufegdzic hjá KA
skiptu einfaldlega um stöðu og aðstoð-
arþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson tók
við af Loga Ólafssyni sem aðalþjálfari
Víkings í Reykjavík.
Þar með liggur fyrir að tíu af þeim
tólf þjálfurum sem luku tímabilinu
með liðunum tólf sem leika í Pepsi-
deild karla 2019 verða áfram við
stjórnvölinn hjá sínum félögum.
Logi og Kristján farnir
Aðeins Logi og Kristján Guð-
mundsson, sem yfirgaf ÍBV og tók við
kvennaliði Stjörnunnar, hverfa á
braut. Hinsvegar munu þrír þjálfarar
þreyta frumraun sína í efstu deild á
keppnistímabilinu 2019 en það eru Jó-
hannes Karl Guðjónsson og Brynjar
Björn Gunnarsson, sem koma upp í
deildina með ÍA og HK, og Pedro
Hipólito sem er tekinn við liði Eyja-
manna af Kristjáni. Arnar Gunn-
laugsson hefur áður þjálfað lið ÍA í
deildinni en þá við hlið Bjarka bróður
síns.
Eftirtaldir tólf þjálfarar stýra lið-
unum á komandi keppnistímabili:
Ólafur Jóhannesson þjálfar áfram
Íslandsmeistara Vals og verður sitt
fimmta ár með Hlíðarendaliðið en
hann var með samning út tímabilið
2019.
Ágúst Gylfason, sem tók við
Breiðabliki fyrir ári og náði í silfur-
verðlaun í bæði deild og bikar, er með
samning til loka tímabilsins 2020.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari
bikarmeistara Stjörnunnar, er með
samning til loka næsta tímabils. Það
verður hans sjötta tímabil með Garða-
bæjarliðið.
Rúnar Kristinsson verður áfram
þjálfari KR-inga. Hann tók við liðinu
fyrir ári og samdi til loka tímabilsins
2020.
Ólafur H. Kristjánsson verður sitt
annað ár með FH-inga en hann er
með samning til loka tímabilsins 2020.
Pedro Hipólito, fertugur Portúgali,
er nýr þjálfari ÍBV og tekur við af
Kristjáni Guðmundssyni. Hann hefur
þjálfað Fram í 1. deild í hálft annað ár.
Hipólito var ráðinn til tveggja ára.
Óli Stefán Flóventsson tekur við
liði KA af Srdjan Tufegdzic og var
ráðinn til þriggja ára, eða til loka
tímabilsins 2021.
Helgi Sigurðsson verður sitt þriðja
ár með lið Fylkis. Hann var með
samning út 2019 en samdi á dögunum
að nýju til loka tímabils 2020.
Arnar Gunnlaugsson er nýr aðal-
þjálfari Víkings, í stað Loga, og samdi
til loka tímabilsins 2020.
Srdjan Tufegdzic tekur við liði
Grindavíkur af Óla Stefáni og var ráð-
inn til þriggja ára, eða til loka tíma-
bilsins 2021.
Jóhannes Karl Guðjónsson verður
áfram þjálfari ÍA sem vann 1. deildina
en hann var ráðinn til þriggja ára síð-
asta haust.
Brynjar Björn Gunnarsson verður
áfram þjálfari HK sem hafnaði í öðru
sæti 1. deildar en hann var ráðinn til
tveggja ára síðasta haust.
Tíu liðanna
áfram með
sama þjálfara
Morgunblaðið/Eggert
Valur Ólafur Jóhannesson fagnar öðrum Íslandsmeistaratitilinum í röð ásamt
aðstoðarþjálfaranum Sigurbirni Hreiðarssyni.
Þrír munu stýra liðum í fyrsta skipti í
efstu deild á næsta keppnistímabili
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
KR Rúnar Kristinsson.
Morgunblaðið/Valli
Stjarnan Rúnar Páll Sigmundsson.
Ljósmynd/Víkurfréttir
FH Ólafur H. Kristjánsson.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Víkingur Arnar Gunnlaugsson.
Ljósmynd/Skagafréttir
ÍA Jóhannes Karl Guðjónsson.
Morgunblaðið/Valli
Breiðablik Ágúst Þór Gylfason.
Morgunblaðið/Eggert
ÍBV Pedro Hipólito.
Morgunblaðið/Eggert
KA Óli Stefán Flóventsson.
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Grindavík Srdjan Tufegdzic.
Morgunblaðið/Hari
HK Brynjar Björn Gunnarsson.
Morgunblaðið/Hari
Fylkir Helgi Sigurðsson.
Breski langhlauparinn Mo Farah vann sitt fyrsta maraþon-
hlaup á sunnudag þegar hann bar sigur úr býtum í Chicago-
maraþoninu. Hann gerði sér einnig lítið fyrir og setti nýtt
Evrópumet í greininni.
Tími Farah í hlaupinu í gær var 2:05,11 klukkustundir en
fyrra Evrópumetið var 2:05,48 klukkustundir sem Sondre
Moen setti í desember síðastliðnum. Í kvennaflokki kom
Brigid Kosgei frá Kenía fyrst í mark á tímanum 2:18,35
klukkustundum.
Farah er einn farsælasti frjálsíþróttamaður síðari tíma og
var sexfaldur heimsmeistari og tvöfaldur ólympíumeistari í 5
þúsund og 10 þúsund metra hlaupum.
Hann hætti hins vegar keppni í styttri vegalengdum í fyrra til þess að ein-
beita sér að maraþoni. Hans síðustu keppnishlaup á braut voru á HM á heima-
velli í London í fyrra. Nú virðist Farah vera líklegur til að ná einnig góðum ár-
angri á malbikinu. sport@mbl.is
Glæsilegur tími hjá Farah
Mo
Farah
Gylfi Þór Sigurðsson er í liði umferðarinnar hjá flestum
fjölmiðlum eftir virkilega góða frammistöðu í sigri Everton
gegn Leicester á laugardaginn þar sem Gylfi skoraði glæsi-
legt sigurmark.
BBC birti úrvalslið sitt á sunnudag og því er Gylfi Þór og
hann er einnig í liði umferðarinnar hjá Sky sem birti lið sitt
í gær. Þá er hann í liði umferðarinnar hjá miðlum eins og
ESPN, Daily Mail, goal.com og FourFourTwo. Fyrir
helgina var Gylfi tilnefndur ásamt fimm öðrum sem leik-
maður septembermánaðar.
Gylfi er nú kominn til Frakklands ásamt leikmönnum ís-
lenska landsliðsins en þeir mæta heimsmeisturum Frakka í
vináttuleik í Guingamp á fimmtudaginn.
Næsti leikur Gylfa og félaga í Everton er heimaleikur á Crystal Palace um
aðra helgi og síðan mætir liðið Manchester United á Old Trafford í næsta
deildaleik þar á eftir. sport@mbl.is
Gylfi víða í liði umferðarinnar
Gylfi Þór
Sigurðsson
EM U19 kvenna
Undanriðill í Armeníu:
Ísland – Belgía ......................................... 5:1
Hlín Eiríksdóttir 19., 55., Sjálfsmark 47.,
Alexandra Jóhannsdóttir 70., Sveindís
Jane Jónsdóttir 90. – Kaily Dhondt 90.
Wales – Armenía ...................................... 6:0
Lokastaðan:
Ísland 3 3 0 0 11:2 9
Belgía 3 2 0 1 9:6 6
Wales 3 1 0 2 8:5 3
Armenía 3 0 0 3 0:15 0
Ísland og Belgía fara í milliriðil síðar í
vetur þar sem leikið er um sæti í loka-
keppninni í Skotlandi.
Grikkland
Xanthi – Larissa ...................................... 1:0
Ögmundur Kristinsson lék allan leikinn í
marki Larissa.
KNATTSPYRNA
Olís-deild kvenna
KA – Grótta........................................... 21:22
Staðan:
Valur 4 3 1 0 111:83 7
FH 4 3 1 0 114:110 7
Haukar 4 2 1 1 114:114 5
Selfoss 3 2 1 0 95:83 5
Afturelding 4 2 1 1 106:103 5
KA 4 2 0 2 101:95 4
Fram 4 1 1 2 106:109 3
ÍBV 3 1 1 1 92:93 3
Grótta 4 1 1 2 94:100 3
Akureyri 4 1 0 3 108:117 2
ÍR 4 1 0 3 104:113 2
Stjarnan 4 0 0 4 102:127 0
Svíþjóð
AIK – Sävehof.......................................18:19
Ágúst Elí Björgvinsson varði 12/1 skot í
marki Sävehof.
Efstu lið: Skövde 10, Kristianstad 10,
Malmö 10, Alingsås 8, Sävehof 8.
Danmörk
Silkeborg-Voel – Esbjerg................... 26:28
Rut Jónsdóttir var ekki í leikmannahópi
Esbjerg.
Efstu lið: Nyk 14, Odense 14, Esbjerg 12,
Aarhus United 11, Herning-Ikast 9.
HANDBOLTI
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
TM-höllin: Stjarnan – HK ................... 19.30
1. deild kvenna, Grill 66 deildin:
Kaplakriki: FH U – HK............................ 20
Í KVÖLD!
Skotíþróttafélag Kópavogs átti tvo
keppendur á heimsmeistaramóti ISSF
í Changwon í Suður-Kóreu. Bára Ein-
arsdóttir skaut með afburðum vel og
náði að komast upp úr sínum riðli og
tók þátt í úrslitum. Bára keppti í sinni
aðalgrein, 50 m riffli, liggjandi. Þar
hafnaði hún í 36. sæti af 86 kepp-
endum. Jón Þór Sigurðsson keppti
bæði í 50 m riffli, liggjandi, og einnig
300 m riffli, liggjandi. Í fyrri greininni
hafnaði hann í 20. sæti í sínum riðli,
en komst ekki áfram í úrslit. Jón Þór
varð í 80. sæti í 50 m riffli, liggjandi.
„Það er virkilega frábært að sjá þessa
tvo íþróttamenn komast á stærsta
mótið í sinni íþróttagrein þar sem
besta skotfólk í heimi er saman-
komið,“ segir í fréttatilkynningu frá fé-
laginu.
Ágúst Elí Björgvinsson var öflugur
í marki Sävehof þegar liðið heimsótti
AIK í sænsku úrvalsdeildinni í hand-
knattleik í gær. Ágúst Elí varði 12 skot í
markinu, þar af eitt vítakast, og var
með um 41% markvörslu í eins marks
sigri 19:18.
Eitt
ogannað