Morgunblaðið - 09.10.2018, Qupperneq 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018
Ljósmyndakeppni
Bílablaðs Morgunblaðsins
Kosning og nánari upplýsingar á
Facebook.com/bilafrettir
Leiðbeiningar fyrir ljósmyndara:
• Ljósmyndir skal senda í tölvupósti á bill@mbl.is
• Frestur til að skila inn myndum í keppni október er til kl. 23:59 laugardaginn 6. okt.
• Myndina skal senda sem viðhengi, á jpg-sniði og skal myndin vera í hámarksupplausn
• Fullt nafn rétthafa myndarinnar og símanúmer skal fylgja með auk lýsingar á myndefninu
• Keppnin fer fram í fjórum lotum og verður sú síðasta haldin í nóvember.
• Fyrir þrjár bestu myndir hvers mánaðar eru veittar gjafakörfur með
Meguiar bón- og bílaþvottavörum frá Málningarvörum
• Hver þátttakandi getur aðeins sent inn eina mynd í hverjum mánuði
• Sérstök dómnefnd velur síðan bestu ljósmyndina í desember
Fyrsti vinningur er ferð
fyrir tvo á bílasýning-
una í Genf í mars
í boði Toyota á Íslandi.
www.mbl.is/bill
3. UMFERÐ
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Eftir nærri hálfs mánaðar hlé vegna
landsleikja og æfinga landsliðsins
tóku leikmenn Olísdeildar kvenna í
handknattleik upp þráðinn á nýjan
leik á fimmtudagskvöldið þegar
þriðja umferð hófst með viðureign
KA/Þórs og ÍBV í KA-heimilinu.
Þrír síðustu leikir umferðarinnar
voru háðir um nýliðna helgi og ekki
síðar en í kvöld verður flautað til
leiks í fjórðu umferð þegar Stjarnan
og HK leiða saman hesta sína í TM-
höllinni í Garðabæ.
Stjarnan og HK eru á athyglis-
verðum stað í deildinni. Eftir miklar
breytingar á leikmannahópnum hef-
ur ekki tekist að stilla saman streng-
ina í upphafsleikjunum með þeim af-
leiðingum á Garðabæjarliðið rekur
lestina af átta liðum deildarinnar
með eitt stig. Um er að ræða harla
nýja stöðu fyrir Stjörnuna sem ára-
tugum saman hefur verið í fremstu
röð handknattleiksliða hér á landi í
kvennaflokki. Á laugardaginn fékk
Stjarnan slæma útreið þegar Ís-
landsmeistarar Fram komu í heim-
sókn í TM-höllina í Garðabæ. Fram-
liðið skoraði 47 mörk, þar af 27 í síð-
ari hálfleik þegar Stjörnuliðið virtist
hafa lagt niður vopnin. Rúm þrjú ár
eru síðan lið fékk á sig fleiri en 40
mörk í kappleik í efstu deild kvenna
eða síðan Afturelding tapaði fyrir
ÍBV í Eyjum með 20 marka mun,
41:21.
Ljóst er að varnarleikur Stjörn-
unnar var og er e.t.v. í molum og
sennilega sóknarleikurinn einnig
sem er skýringin á að að Fram-liðið
skoraði talsverðan fjölda af mörkum
eftir hraðaupphlaup. Vissulega var
skarð fyrir skildi hjá Stjörnunni að
markvörðurinn Guðrún Ósk Marías-
dóttir var ekki með í leiknum á
laugardaginn gegn sínum gömlu fé-
lögum.
Eins og staðan er í Garðabæ um
þessar mundir virðist sem Sebastian
Alexandersson, þjálfari liðsins, sé
nánast að byggja lið upp frá grunni.
Að fá á sig 47 mörk í einum leik er
svo sannarlega eitthvað sem má
vinna út frá. Hvað sem hver segir er
ljóst að það ríkir kreppa í meistara-
flokksliði Stjörnunnar um þessar
mundir. Kreppa sem má ekki standa
lengi yfir ef ekki á illa að fara því nú
standa fyrir dyrum tveir leikir hjá
liðinu sem verða að vinnast ætli liðið
að spyrna sér frá botninum, HK í
kvöld og gegn KA/Þór nyrðra eftir
viku.
Nýliðarnir gefa ekkert eftir
Nýliðar HK unnu annan leik sinn í
röð þegar þeir lögðu Selfoss, 27:25, í
Digranesi á laugardaginn í leik sem
Selfoss-liðið mátti helst ekki tapa
ætli liðið sér að forðast að vera í
kjallarabaráttu. Erfið byrjun HK í
deildinni, með tapi fyrir Haukum, sló
svo sannarlega ekki kjarkinn úr leik-
mönnum. Síður en svo. Sætur sigur á
ÍBV í annarri umferð hefur styrkt
liðið sem var betra liðið gegn Selfossi
og vann sanngjarnan sigur. HK-liðið
er svo sannarlega ekki mætt í deild-
ina til þess eins að vera með. Hið
sama má segja um hina nýliðana í
KA/Þór. Þrátt fyrir aðeins einn sigur
í þremur leikjum þá má segja sömu
sögu um liðið og HK. Heildarbragur
beggja liða er þannig að þau ætla sér
að leggja allt í sölurnar til þess að
halda sæti sínu í deildinni.
Rútuferð í ófærð
KA/Þór tapaði með átta marka
mun fyrir ÍBV á fimmtudagskvöldið
í upphafsleik umferðarinnar. Eyja-
liðið sýndi mikla seiglu jafnt utan
vallar sem innan. Liðið kom til
Reykjavíkur snemma á fimmtudag-
inn enda stóð til að fara með flugvél
norður. Vegna veðurs var ekki flug-
fært fyrri hluta dagsins. Þar með var
ákveðið að fara norður með fólks-
flutningabíl. Ekki var tvínónað held-
ur lagt af stað í ferð sem gekk hægt
vegna leiðindaveðurs og komu Eyja-
konur ekki á leiðarenda fyrr en um
klukkustund fyrir leik. Þær létu það
ekki slá sig út af laginu þegar á leik-
völlinn var komið heldur léku fínan
leik fyrir framan á þriðja hundrað
stuðningsmenn Þórs/KA í fínni
stemningu í KA-heimilinu. Lands-
liðskonan Arna Sif Pálsdóttir, sem
verið hefur í atvinnumennsku í Dan-
mörku, Frakklandi og í Ungverja-
landi síðustu 10 ár, kynntist nýjum
heimi í kringum íslenskan handbolta
með ferðalaginu. Hún fór mikinn í
leiknum og skoraði 12 mörk og fór
fyrir Eyjaliðinu á vellinum. Átta
marka sigur, 34:26, og ÍBV komið á
sigurbraut á nýjan leik.
Meistaraefnin í Val, undir stjórn
hins þrautreynda þjálfara Ágústs
Þórs Jóhannssonar, komst inn á
sigurbraut á nýjan leik með afar
heilsteyptri frammstöðu gegn Hauk-
um á heimavelli síðdegis á sunnu-
daginn, lokatölur 27:20. Fram-
úrskarandi varnarleikur Vals með
Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur og
Gerði Arinbjarnar í aðalhlutverki
lagði grunninn að sigrinum. Leik-
menn Hauka virðast hinsvegar vera
miður sín. Þeir hafa tapað tveimur
leikjum í röð eftir lofandi upphafs-
leiki, fyrst í meistarakeppninni og
svo í fyrstu umferð deildarinnar.
Kreppa ríkir í Garðabæ
Stjarnan rekur lestina í Olísdeildinni eftir þrjár umferðir Íslandsmeistar-
arnir skoruðu 47 mörk HK getur unnið þriðja leikinn í röð í kvöld
Morgunblaðið/Valli
Öflug Landsliðskonan Arna Sif Pálsdóttir er komin heim úr atvinnu-
mennsku og skoraði 12 mörk fyrir ÍBV á Akureyri um helgina.
3. umferð í Olís-deild kvenna 2018-2019
Markahæstir Lið umferðarinnar
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi 25
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram 24
Arna Sif Pálsdóttir, ÍBV 23
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjörnunni 23
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi 22
Martha Hermannsdóttir, KA/Þór 20
Berta Rut Harðardóttir, Haukum 19
Greta Kavaliuskaite, ÍBV 15
Lovísa Thompson, Val 15
Sigríður Hauksdóttir, HK 15
Sólveig Lára Kristjánsdóttir, KA/Þór 15
Maria Ines Da Silva Pereira, Haukum 14
Steinunn Björnsdóttir, Fram 14
Kristrún Steinþórsdóttir, Selfosi 13
Þórhildur Gunnarsdóttir, Stjörnunni 13
Díana Kristín Sigmarsdóttir, HK 12
Karen Knútsdóttir, Fram 12
Katrín Vilhjálmsdóttir, KA/Þór 12
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 12
Íris Björk Símonardóttir
Val
Arna Sif Pálsdóttir
ÍBV
Lovísa Thompson
Val
Berglind
Benediktsdóttir
Fram
Greta Kavaliuskaite
ÍBV
Þórey Rósa
Stefánsdóttir
Fram
Perla Ruth
Albertsdóttir
Selfossi
Varamenn:
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK
Dajana Jovanovska, HK
Elva Arinbjarnar, 2 HK
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val
Sólveig Lára Kristjánsdóttir, 2 KA/Þór
2
2 2
2
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
Eitt allra vinsælasta efni í
íþróttaumfjöllun Morgunblaðsins
um langt árabil er án efa M-gjöfin.
Einkunnagjöf blaðsins fyrir
frammistöðu leikmanna í íslenska
fótboltanum.
Íþróttafréttamenn blaðsins
gefa leikmönnum einkunnir fyrir
frammistöðu sína í leikjum á Ís-
landsmótinu. Hingað til í efstu
deild karla, og frá og með nýliðnu
keppnistímabili einnig í efstu deild
kvenna. Eitt, tvö eða þrjú M eftir
atvikum.
Ekki fer á milli mála að vel er
fylgst með M-gjöfinni, af lesendum
blaðsins, leikmönnum og almennu
áhugafólki um íslenskan fótbolta.
Viðbrögðin sem blaðið fær jafnan
við henni segja allt um það. Hvort
sem þau eru jákvæð eða neikvæð.
M-gjöfin er ekkert endilega
hinn eini og sanni mælikvarði á
getu og frammistöðu fótbolta-
fólks. En hún gefur ágæta mynd af
heildarframmistöðu liða og leik-
manna á heilu tímabili. Á hverju
tímabili eru það í kringum 20
manns sem skrifa um leikina fyrir
Morgunblaðið og breiddin í umfjöll-
uninni er því góð.
Vangaveltur um hvers vegna
þessi eða hinn fékk eða fékk ekki
M eru einmitt það sem gefur þessu
gildi. Fólk hefur mismunandi skoð-
anir og M-gjöfin kveikir umræður.
Kveikir líka í sumum.
Við fáum reglulega skemmti-
legar athugasemdir frá lesendum,
eða sjáum og heyrum umræður í
öðrum miðlum.
Í sérstöku uppáhaldi hjá okkur
er athugasemd sem kom í hlað-
varpsþætti, þess efnis að „Dabbi
Odds“ þyrfti að fara að halda
starfsmannafund og fara yfir málin
með íþróttadeildinni. Sá sami
spáði að það „verði ekki M á næsta
ári“. Þetta er skemmtilegt!
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is