Morgunblaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018 Á AKUREYRI Einar Sigtryggsson sport@mbl.is KA og Grótta spiluðu hörkuleik í Olís- deildinni í handbolta karla í gær. KA var á heimavelli og þar hefur allt geng- ið að óskum á tímabilinu. Lengi vel leit út fyrir að KA myndi vinna sinn þriðja heimaleik í vetur en Gróttumenn snéru taflinu sér í vil í seinni hálfleiknum og unnu þeir leikinn 22:21. Grótta leiddi leikinn í byrjun en smám saman óx heimamönnum ásmeg- in og var vörn þeirra mjög öflug frá miðjum fyrri hálfleiknum. Jovan Kuko- bat var á tánum í markinu og varði hann átta skot í fyrri hálfleik. KA var miklu sprækara liðið fram að hálfleik og leiddi 14:10 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Seinni hálfleikurinn byrjaði á svip- uðum nótum og sá seinni endaði og var ekkert sem benti til þess að Grótta væri að fara að koma sér inn í leikinn. KA- menn sýndu hins vegar mikla gestrisni og hentu boltanum margoft í hendur Gróttumanna og smám saman snérist leikurinn. KA tapaði þrettán boltum í seinni hálfleiknum og mörg hraðaupp- hlaup dóu í fæðingu með fáránlegri ákvarðanatöku. Rauði dregillinn var út- breiddur og KA-menn sögðu bara vesgú. Gróttumenn tóku góðu boði og snéru leiknum sér í vil. Þeir náðu mest þiggja marka forskoti 21:18 þegar tíu mínútur lifðu. Heimamenn reyndu að koma til baka og þeir voru mjög nálægt því að hirða stig. Markvörður Gróttu- manna, Hreiðar Levý Guðmundsson, varði þrívegis í næstsíðustu sókn KA og í kjölfarið brenndu Gróttumenn af besta færi leiksins í lokasókn sinni. Áki Egilsnes átti svo lokaskotið úr auka- kasti og boltinn small í innanverðri stönginni á marki Seltirninga. Fyrsti sigur Gróttu á tímabilinu er staðreynd og hann var í boði haus- lausra KA-manna. Vissulega má ekki taka það af Seltirningum að hafa ekki lagt árar í bát í erfiðri stöðu og mikið munaði um innkomu Bjarts Guð- mundssonar í seinni hálfleik. Markverðir liðanna voru mikilvæg- ustu menn vallarins. Jovan hélt KA inni í leiknum á lokakaflanum og svo var Hreiðar Levý gulls ígildi í blálokin. Dagur Gautason kom vel út hjá KA og Bjartur Guðmundsson hjá Gróttu. Aðr- ir voru rétt undir pari eða hreint út sagt lélegir. Fyrsti sigur Seltirninga Ljósmynd/Þórir Tryggvason Vörn Hannes Grimm (57) og Ágúst Emil Grétarsson (24) loka öllum leiðum að marki Gróttu í gær.  KA-menn gerðu í buxurnar á heimavelli José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, gæti verið í vandræðum en enska knattspyrnusambandið ætlar að taka fyrir at- vik sem átti sér stað eftir 3:2-sigur liðsins gegn Newcastle um helgina. Mourinho var þá í mynd og virtist sem hann væri að segja eitt- hvað á portúgölsku. Ætlar knattspyrnu- sambandið að skoða það nánar, en ef orð hans verða talin á einhvern hátt niðrandi gæti hann átt yfir höfði sér leikbann. Dæmi um slíkt er þegar Wayne Rooney, fyrrverandi leikmaður United, fékk bann árið 2011 fyrir að blóta í myndavél í beinni útsendingu. Gríðarlega mikið hefur verið rætt og ritað um Mourinho undanfarið og hann þótt valtur í sessi í starfi sínu en United hefur gengið illa upp á síðkastið. yrkill@mbl.is Ummæli til rannsóknar Jose Mourinho Stephany Mayor, leikmaður Þórs/KA, lagði upp tvö mörk fyrir landslið Mexíkó þegar það sigraði Trínidad og Tóbagó, 4:1, í undan- keppni HM kvenna í knattspyrnu í Cary í Norður-Karólínuríki Bandaríkjanna. Stephany lagði upp þriðja og fjórða mark mexíkóska liðsins um miðjan síðari hálfleik eftir að staðan hafði verið 1:1 í hálfleik. Hún lék allan leikinn og Bianca Sierra, leikmaður Þórs/KA, spilaði fyrstu 56 mínúturnar en þá kom Arianna Romero, leikmaður Vals, í hennar stað. Ariana Calderón frá Þór/KA sat á bekknum hjá Mexíkó allan tímann. Tvö lið komast áfram í umspil um HM-sæti og eru Bandaríkin þegar búin að tryggja sér fyrsta sætið. Mexíkó og Panama mæt- ast í hreinum úrslitaleik um annað sætið annað kvöld. vs@mbl.is Mayor atkvæðamikil Stephany Mayor Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins Kiel í handknattleik, hefur nokkuð óvænt misst sterkan leikmann úr sínu liði. Um er að ræða þýska landsliðsmanninn Christian Dissinger, en hann var samningsbundinn Kiel til ársins 2020. Í tilkynningu á heimasíðu Kiel er hins vegar greint frá því að í sameiningu hafi verið ákveðið að rifta samningnum við stórskyttuna. „Hvorugur málsaðili var ánægður með nú- verandi stöðu. Christian þurfti að spila meira en við gátum ekki lofað honum því hjá okkur. Sameiginleg ákvörðun um að rifta samn- ingnum er því besta ákvörðun fyrir báða aðila,“ segir Viktor Szi- lagyi, íþróttastjóri Kiel. Dissinger er 26 ára gamall og varð Evr- ópumeistari með Þýskalandi undir stjórn Dags Sigurðssonar árið 2016 en hefur glímt við meiðsli af og til. yrkill@mbl.is Samningi rift í Kiel Alfreð Gíslason Franska knattspyrnutímaritið France Football birti í gær hverjir kæmu til greina í hinu árlega kjöri þess á besta knattspyrnumanni heims, sem fær Gullboltann að launum. Í ár er líka kos- ið um bestu knattspyrnukonu heims í fyrsta skipti í þessu kjöri, ásamt því að bætt hefur verið við kjöri á besta leik- manninum undir 21 árs aldri. Listarnir voru birtir í gær en síðan mun al- þjóðleg dómnefnd skipuð 176 sérfræð- ingum víðsvegar að úr heiminum greiða atkvæði um þá sem tilnefndir voru. Sigurvegararnir í kjörinu verða síðan opinberaðir 3. desember. Þessir 30 eru tilnefndir í kjöri á besta knattspyrnumanni heims: Sergio Agüero (Argentínu), Alisson Becker (Brasilíu), Gareth Bale (Wa- les), Karim Benzema (Frakklandi), Edinson Cavani (Úrúgvæ), Thibaut Courtois (Belgíu), Cristiano Ronaldo (Portúgal), Kevin De Bruyne (Belgíu), Roberto Firmino (Brasilíu), Diego Godín (Úrúgvæ), Antoine Griezmann (Frakklandi), Eden Hazard (Belgíu), Isco (Spáni), Harry Kane (Englandi), N’Golo Kanté (Frakklandi), Hugo Lloris (Frakklandi), Mario Mandzukic (Króatíu), Sadio Mané (Senegal), Mar- celo (Brasilíu), Kylian Mbappé (Frakk- landi), Lionel Messi (Barcelona), Luka Modric (Real Madrid), Neymar (PSG), Jan Oblak (Athlético Madrid), Paul Pogba (Frakklandi), Ivan Rakitic (Króatíu), Sergio Ramos (Spáni), Mohamed Salah (Egyptalandi), Luis Suárez (Úrúgvæ) og Raphael Varane (Frakklandi). Þessar 15 eru tilnefndar í kjöri á bestu knattspyrnukonu heims: Lucy Bronze (Englandi), Pernilla Harder (Danmörku), Ada Hegerberg (Noregi), Amandine Henry (Frakk- landi), Lindsay Horan (Bandaríkj- unum), Fran Kirby (Englandi), Sam- antha Kerr (Ástralíu), Saki Kumagai (Japan), Amel Majri (Frakklandi), Dzsenifer Marozsán (Þýskalandi), Marta (Brasilíu), Lieke Martens (Hol- landi), Megan Rapinoe (Bandaríkj- unum), Wendie Renard (Frakklandi) og Cristine Sinclair (Kanada). Þessir 10 eru tilnefndir í kjöri á besta leikmanni karla undir 21 árs: Houssem Aouar (Frakklandi), Trent Alexander-Arnold (Englandi), Patrick Cutrone (Ítalíu), Ritsu Doan (Japan), Gianluigi Donnarumma (Ítalíu), Amadou Haidara (Malí), Justin Klui- vert (Hollandi), Kylian Mbappé (Frakklandi), Christian Pulisic (Banda- ríkjunum) og Rodrygo (Brasilíu). Tilnefningar vegna Gullboltans 2018 AFP Sigursæll Raphael Varane varð bæði Evrópu- og heimsmeistari í sumar.  Besta knattspyrnukonan og leikmaður U21 árs kjörin í fyrsta skipti KA-heimilið á Akureyri, úrvalsdeild karla, Olís-deildin, mánudagur 8. október 2018. Gangur leiksins: 1:2, 2:4, 5:4, 7:6, 11:8, 14:10, 16:12, 17:16, 17:19, 18:21, 20:22, 21:22. Mörk KA: Dagur Gautason 5, Sigþór Gunnar Jónsson 4, Áki Egilsnes 4, Allan Norðberg 4, Sigþór Árni Heim- isson 2, Daníel Matthíasson 1, Jón Heiðar Sigurðsson 1. Varin skot: Jovan Kukobat 13/1. Utan vallar: 10 mínútur Mörk Gróttu: Sveinn Jose Rivera 4/1, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 4/2, Bjartur Guðmundsson 4, Alex- ander Jón Másson 3, Magnús Öder Einarsson 3, Árni Benedikt Árnason 2, Ágúst Emil Grétarsson 2. Varin skot: Hreiðar Levý Guð- mundsson 14/1, Sverrir Andrésson 1. Utan vallar: 10 mínútur Dómarar: Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson. Áhorfendur: 649. KA – Grótta 21:22  Íslenska U19 ára lið kvenna í knatt- spyrnu vann í gær sigur gegn Belgum 5:1 í síðasta leik sínum í undankeppni EM en riðillinn sem Íslandi spilaði í var leikinn í Jerevan í Armeníu. Íslensku stelpurnar voru fyrir leikinn búnar að tryggja sér sæti í milliriðli ásamt Belg- um en íslenska liðið vann alla þrjá leiki sína í riðlinum, skoraði 11 mörk og fékk á sig tvö. Hlín Eiríksdóttir úr Val skoraði tvö fyrstu mörk Íslands, þriðja markið var sjálfsmark, fyrirliðinn Alex- andra Jóhannsdóttir úr Breiðabliki skoraði fjórða markið úr vítaspyrnu og Sveindís Jane Jónsdóttir úr Keflavík skoraði fimmta markið. Belgar klóruðu í bakkann í uppbótartíma.  Ólafur Brynj- ólfsson verður að- stoðarþjálfari hjá kvennaliði Stjörn- unnar í knatt- spyrnu og verður þar Kristjáni Guð- mundssyni til að- stoðar en Kristján var á laugardaginn ráðinn þjálfari Garðabæjarliðsins. Samningur Ólafs við Stjörnuna er til tveggja ára. Hann hefur gegnt starfi aðstoðarþjálfara hjá karlaliði Fram undanfarið og þá stýrði hann kvenna- liðum Breiðabliks og Vals og karlaliði Gróttunnar.  Íslandsmeistarinn Axel Bóasson, úr Golfklúbbnum Keili, hefur leik í dag á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópu- mótaröðina en leikið er á Obidos vell- inum í Portúgal. Axel er fimmti íslenski kylfingurinn sem tekur þátt á 1. stigi úrtökumóts- ins á þessu hausti. Haraldur Franklín Magnús úr GR komst í gegnum 1. stig- ið og leikur því á 2. stiginu sem fram fer á fjórum keppnisvöllum samtímis í byrjun nóvember á Spáni. Andri Þór Björnsson (GR), Ólafur Björn Lofts- son (GKG) og Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) komust ekki í gegn- um 1. stigið. Birgir Leifur Hafþórsson hefur síðan leik á 2. stigi úrtöku- mótsins í byrjun nóv- ember – og verður hann þá sjötti ís- lenski kylfing- urinn á þessu hausti sem reyn- ir fyrir sér á úr- tökumóti Evrópu- mótaraðarinnar í karlaflokki. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.