Morgunblaðið - 29.10.2018, Qupperneq 1
MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018
ÍÞRÓTTIR
Handknattleikur Einar Andri Einarsson, þjálfari U21 árs landsliðs karla í handknattleik, segir leikina
við Frakka um helgina hafa verið kærkominn undirbúning fyrir HM. Mikill efniviður sé hér á landi. 6
Íþróttir
mbl.is
Albert Guð-
mundsson og liðs-
félagar hans í AZ
Alkmaar þurftu
að sætta sig við
3:2-tap fyrir Hee-
renveen á heima-
velli sínum í efstu
deild Hollands í
fótbolta í gær.
Albert skoraði
annað mark AZ á
79. mínútu er hann jafnaði í 2:2, en
það dugði skammt því Heerenveen
skoraði sigurmark sex mínútum fyr-
ir leikslok. Albert lék allan leikinn.
Sóknarmaðurinn er búinn að
skora tvö mörk fyrir AZ síðan hann
kom til félagsins frá PSV í sumar.
Liðið er í níunda sæti deildarinnar
með tólf stig eftir tíu leiki.
Mark Alberts
nægði ekki
Albert
GuðmundssonEigandi enska knattspyrnufélagsins Leicester
City, Vichai Srivaddhanaprabha, er látinn en
þetta staðfesti enska félagið í tilkynningu sem það
sendi frá sér í gærkvöldi. Þyrla í eigu Vichai Sri-
vaddhanaprabha hrapaði fyrir utan heimavöll fé-
lagsins, King Power-völlinn, á laugardaginn eftir
1:1-jafntefli liðsins gegn West Ham í ensku úr-
valsdeildinni.
Fimm manns voru í þyrlunni en í yfirlýsingu frá
Leicester City kemur fram að allir farþegar þyrl-
unnar hafi látist. Ekki hefur ennþá verið gefið upp
hverjir aðrir farþegar þyrlunnar voru, en sam-
kvæmt enskum fjölmiðlum var dóttir Srivaddha-
naprabha um borð í þyrlunni, ásamt tveimur flug-
mönnum og ónefndum fimmta aðila.
„Aðeins nokkrum sekúndum eftir flugtak bilaði
eitthvað aftan í þyrlunni, hún varð stjórnlaus og
lenti á bílastæðinu, rétt hjá vellinum,“ sagði vitni í
samtali við Sky-fréttastofuna um málið.
Vichai Srivaddhanaprabha var sextugur Taí-
lendingur, sagður fimmti ríkasti maður Taílands,
en hann keypti Leicester City árið 2010. Félagið
sló í gegn árið 2016 þegar það varð öllum að óvör-
um enskur meistari og lék í Meistaradeild Evrópu
tímabilið 2016-17.
Eigandinn var gríðarlega vinsæll í Leicester,
bæði hjá stuðningsmönnum Leicester og borg-
arbúum almennt, og í máli manna á laugardaginn
og í gær er víða komið inn á að hann hafi verið
mikil fyrirmynd annarra eigenda knattspyrnu-
félaga. Hann hafi styrkt margs konar góðgerð-
armál í Leicester, fyrir utan fótboltann, og verið í
góðum tengslum við almenna félagsmenn og aðra.
Eigandinn lést í þyrluslysi
Fimm manns um borð í þyrlunni Mikil sorg í Leicester vegna andlátsins
BELGÍA
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Knattspyrnuþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson líkir
ástandinu hjá belgíska félaginu Lokeren, und-
anfarnar vikur, við Hollywood bíómynd en fyrr-
verandi þjálfari liðsins, Peter Maes, var handtek-
inn á dögunum í tengslum við fjársvikamál sem
skekkt hefur belgíska knattspyrnuheiminn. Arnar
Þór var aðstoðarþjálfari Maes hjá félaginu en
Arnar mun nú stýra Lokeren í næstu leikjum liðs-
ins sem aðalþjálfari. Arnar viðurkenndi í samtali
við Morgunblaðið í gær að síðustu vikur hefðu
tekið mikið á alla hjá belgíska félaginu.
„Þetta hafa verið mjög skrítnar og erfiðar síð-
ustu vikur hjá Lokeren, bæði innan sem utan vall-
ar. Úrslitin hafa ekki verið að detta með okkur og
svo hefur þetta mál, með umboðsmenn og dómara
í Belgíu, haft mikil áhrif á félagið. Fyrrverandi
þjálfari liðsins, Peter Maes, hefur spunnist inn í
þetta fjársvikamál og það hefur verið ákveðinn
Hollywood-bíómyndafílingur í gangi hjá félaginu
að undanförnu. Það er mjög sérstakt að fá þær
fréttir allt í einu að yfirmanninum þínum hafi ver-
ið stungið í steininn. Þetta hefur fyrst og fremst
verið bæði erfitt og skrítið fyrir leikmenn liðsins
en félagið tók þá ákvörðun um helgina að reka
Maes. Þegar hlutirnir æxlast þannig er það oftast
þannig að aðstoðarþjálfarinn tekur við. Þetta er
hins vegar tímabundin ráðning því ég veit það að
félagið er í viðræðum við nýjan þjálfara um að
taka við liðinu. Það kemur svo bara í ljós, hvernig
þær viðræður þróast, en það getur vel verið að
það verði kominn nýr þjálfari hérna eftir tvo daga
eða tvær vikur. Á meðan ég stýri hins vegar liðinu
þá mun ég geri mitt allra besta.“
Arnar segist ekki hafa áhuga á því að stýra
Lokeren til frambúðar og eru nokkrar góðar og
gildar ástæður fyrir því.
Hefur ekki áhuga á starfinu
„Ég á ekki von á því að stýra liðinu eitthvað út
tímabilið og ég hef ekki áhuga á því. Það fyrsta
sem ég sagði við forráðamenn félagsins, þegar að
ég var beðinn um að taka við liðinu, var að ég hefði
ekki áhuga á starfinu til frambúðar. Það væri ekki
rétt skref fyrir mig, á mínum þjálfaraferli, á þess-
um tímapunkti og það eru nokkrar ástæður fyrir
því. Ég bý í Lokeren og ég á tvo stráka í yngri
flokkum félagsins. Ég tel það ekki hagstætt fyrir
mig, að vera aðalþjálfari hjá atvinnumannafélagi, í
bæ þar sem ég er búsettur og það er ein af ástæð-
um þess að ég hef ekki áhuga á starfinu.“
Gengi Lokeren á þessari leiktíð hefur verið af-
leitt en liðið er í næstneðsta sæti belgísku A-
deildarinnar með 6 stig eftir fyrstu tólf umferð-
irnar. Liðið hefur unnið einn leik á tímabilinu og
tapað átta.
„Það er í raun sama hvað liðs maður horfir til,
þá er aldrei nein ein skýring á því, af hverju hlut-
irnir hafa ekki gengið eins og þeir eiga að ganga.
Eftir á að hyggja voru kaup félagsins í sumar
kannski ekki þau bestu fyrir þær stöður þar sem
okkur vantaði menn í. Það er oft á tíðum þannig
að fólk heldur að það sé verið að kaupa nýjan Lio-
nel Messi en það er alls ekki þannig. Þeir leik-
menn sem við fengum hafa kannski ekki smollið
nægilega vel inn í þær stöður, sem þeir voru hugs-
aðir fyrir. Eins hefur félagið verið í vörslu Roger
Lambrecht, forseta félagsins, í 24 ár og hann hef-
ur gert frábæra hluti fyrir félagið. Hann var for-
seti hérna þegar að ég spilaði með liðinu og hann
hefur verið lengi að. Fótboltinn hefur breyst mik-
ið á þessum tíma og í dag er peningahlutinn orð-
inn mun stærri þáttur í knattspyrnuheiminum.
Það eru margir klúbbar í Belgíu í dag sem eru í
eigu erlendra auðkýfinga og gömlu rótgrónu
klúbbarnir í landinu geta í raun ekki keppt við
þetta erlenda fjármagn.“
Arnar ætlar sér að einbeita sér fyrst og fremst
að því að ná leikmönnum liðsins niður á jörðina
eftir hamagang síðustu vikna en mikið hefur verið
rætt og ritað um félagið í belgískum fjölmiðlum að
undanförnu.
Þurfa allir að leggjast á eitt
„Mitt helsta verkefni verður að í raun bara að
koma leikmönnum liðsins á ákveðinn núllpunkt
aftur. Þetta fjársvikamál hefur haft mjög slæm
áhrif á félagið, þótt leikmenn Lokeren hafi ekki
haft neitt með það að gera. Það eru margir góðir
leikmenn hérna og við erum með nægilega gott lið
til þess að vera mun ofar í deildinni en við erum.
Núna þurfum við fyrst og fremst að byrja aftur á
núllpunkti, ekki bara þjálfarar og leikmenn, held-
ur allir í kringum félagið, starfsmenn og stuðn-
ingsmenn. Við þurfum að setja þetta mál al-
gjörlega til hliðar, ná aftur upp góðum anda innan
félagsins og horfa bjartsýn fram á veginn,“ sagði
Arnar Þór Viðarsson í samtali við Morgunblaðið.
Hollywood-fílingur í Belgíu
Arnar Þór Viðarsson tekur við Lokeren á erfiðum tímapunkti í sögu félagsins
Vill ekki starfið til frambúðar Erfitt að keppa við fjármagn erlendra auðkýfinga
Ljósmynd/Kristján Bernburg
Krísa Arnar Þór Viðarsson hefur var ráðinn tímabundinn þjálfari Lokeren í Belgíu í gær.
Atvinnukylfing-
urinn Ólafía Þór-
unn Kristins-
dóttir lék á 75
höggum eða á
þremur höggum
yfir pari á fjórða
hring sínum á
lokaúrtökumóti
fyrir LPGA-
mótaröðina í golfi
á NO.6-vellinum í
Norður-Karólínu-ríki í gær.
Ólafía fékk fjóra skolla og einn
fugl á holunum 18 og er hún samtals
á 12 höggum yfir pari eftir fjóra
hringi af átta. Hún er sem stendur í
83. sæti, 23 höggum frá efstu konum.
45 efstu kylfingarnir tryggja sér
sæti á LPGA-mótaröðinni og þarf
Ólafía að leika mun betur til að eiga
einhvern möguleika á því.
sport@mbl.is
Enn hallaði
undan fæti
Ólafía Þórunn
Kristinsdóttir
Lærisveinar
Heimis Guðjóns-
sonar í færeyska
fótboltaliðinu HB
unnu 2:1-
heimasigur á
Víkingi frá Götu
í lokaumferð
efstu deild-
arinnar. Vík-
ingar komust yf-
ir í upphafi leiks
en HB svaraði með tveimur mörk-
um. Grétar Snær Gunnarsson lék
allan leikinn fyrir HB en Brynjar
Hlöðversson var ekki með vegna
meiðsla. Nokkuð er síðan HB
tryggði sér meistaratitilinn og vann
liðið 24 leiki, gerði eitt jafntefli og
tapaði aðeins tveimur leikjum og
fékk 73 stig, og setti stigamet.
Setti stiga-
met í Fær-
eyjum
Heimir
Guðjónsson