Morgunblaðið - 29.10.2018, Side 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang
augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
Grill 66 deild kvenna
Valur U – Grótta .................................. 30:25
Staðan:
ÍR 6 6 0 0 186:128 12
Fram U 7 5 0 2 189:147 10
FH 6 4 1 1 161:124 9
Fylkir 6 4 1 1 153:119 9
Valur U 7 4 0 3 165:160 8
Afturelding 5 3 0 2 124:98 6
HK U 6 2 0 4 130:163 4
Grótta 6 2 0 4 122:149 4
Víkingur 7 2 0 5 134:183 4
Fjölnir 6 1 0 5 134:150 2
Stjarnan U 6 0 0 6 98:175 0
Undankeppni EM karla
1. riðill:
Ísrael – Pólland .................................... 25:24
Kósóvó – Þýskaland............................. 14:30
Þýskaland 4 stig, Pólland 2, Ísrael 2, Kó-
sóvó 0.
2. riðill:
Belgía – Króatía ................................... 25:30
Sviss – Serbía ....................................... 29:24
Króatía 4 stig, Sviss 2, Belgía 1, Serbía 1.
3. riðill:
Tyrkland – Ísland................................. 22:33
Grikkland – Makedónía ....................... 28:26
Staðan:
Ísland 2 2 0 0 68:43 4
Makedónía 2 1 0 1 57:55 2
Grikkland 2 1 0 1 49:61 0
Tyrkland 2 0 0 2 49:64 0
Þriðja og fjórða umferð eru leiknar 10. til
14. apríl og tvær síðustu umferðirnar fara
fram dagana 12. til 16. júní.
Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast á
EM 2020 og einnig fjögur lið með bestan
árangur í þriðja sæti.
4. riðill:
Lettland – Holland .............................. 29:25
Erlingur Richardsson þjálfar lið Hol-
lands.
Eistland – Slóvenía .............................. 20:31
Slóvenía 4 stig, Holland 2, Lettland 2,
Eistland.
5. riðill:
Finnland – Hvíta-Rússland................. 20:27
Bosnía – Tékkland ............................... 20:25
Tékland 4 stig, Hvíta-Rússland 2, Bosnía
2, Finnland 0.
6. riðill:
Rúmenía – Frakkland.......................... 21:31
Litháen – Portúgal............................... 23:24
Frakkland 4 stig, Portúgal 4, Litháen 0,
Portúgal. 0.
7. riðill:
Slóvakía – Rússland............................. 21:22
Ítalía – Ungverjaland .......................... 22:30
Ungverjaland 4 stig, Rússland 4, Sló-
vakía 0, Ítalía 0.
8. riðill:
Færeyjar – Danmörk .......................... 17:35
Úkraína – Svartfjallaland.................... 29:24
Danmörk 4 stig, Úkraína 2, Svartfjalla-
land 1, Færeyjar 1.
EHF-Evrópubikar karla
Austurríki – Svíþjóð ........................... 31:34
Patrekur Jóhannesson þjálfar lið Aust-
urríkis.
Kristján Andrésson þjálfar lið Svíþjóð-
ar.
Spánn – Noregur.................................. 30:27
Spánn 4 stig, Svíþjóð 2, Noregur 2, Aust-
urríki 0
Vináttulandsleikur karla
Svíþjóð B – Japan................................ 32:24
Dagur Sigurðsson þjálfar lið Japans.
Þýskaland
Bensheim-Auerbach – Dortmund..... 27:28
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 1
mark fyrir Dortmund.
Danmörk
Aarhus United – Odense .................... 25:26
Birna Berg Haraldsdóttir hjá Aarhus er
frá keppni vegna meiðsla.
Noregur
Byåsen – Storhamar ........................... 19:24
Helena Rut Örvarsdóttir skoraði ekki
mark fyrir Byåsen.
HANDBOLTI
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Íslenska landsliðið í handknattleik
karla vann öruggan 11 marka sigur
á Tyrkjum, 33:22, í annarri umferð
3. riðils undankeppni EM í hand-
knattleik karla í Ankara í gær. Sig-
urinn var aldrei í hættu þótt aðeins
hefði munað þremur mörkum á lið-
unum að loknum fyrri hálfleik, 16:13,
eftir að Tyrkir skoruðu þrjú síðustu
mörk hálfleiksins.
Eftir tvo sigurleiki í upphafs-
leikjum undankeppninnar situr ís-
lenska landsliðið eitt á toppi riðilsins
með fjögur stig og víst er að líkurnar
á að liðið tryggi sér þátttökurétt í
lokakeppni EM 2020 eru afar góðar
þótt enn séu fjórar viðureignir eftir.
Beygur var í Guðmundi Þórði
Guðmundssyni landsliðsþjálfara fyr-
ir leikinn. Fljótlega eftir að flautað
var til leiks í THF Spor Complex-
íþróttahöllinni í Ankara í gær var
ljóst að sá ótti var ástæðulítill. Ís-
lenska liðið mætti afar ákveðið og
vel búið inn í leikinn. Varnarleikur-
inn var góður og sóknarleikurinn
skipulagður. Eftir aðeins 12 mínútur
var forskot íslenska liðsins orðið
fimm mörk, 9:4, eftir að Arnór Þór
Gunnarsson skoraði gott mark eftir
hraðaupphlaup.
Tyrkir reyndu hvað þeir gátu en
fundu fá svör við varnarleik íslenska
liðsins. Þeim tókst þó að minnka
muninn í tvö mörk um skeið, 10:8.
Nær komust þeir ekki það sem eftir
lifði leiksins.
Varnarleikur íslenska landsliðsins
batnaði enn í upphafi síðari hálfleiks
og einnig vaknaði Björgvin Páll
Gústavsson til lífsins í markinu eftir
að hafa verið daufur í fyrri hálfleik.
Tyrkir skoruðu aðeins þrjú mörk á
fyrsta stundarfjórðungi síðari hálf-
leiks og íslenska liðið náði tíu marka
forskoti. Úrslitin voru þar með ráð-
in.
Frábær varnarleikur skilaði ís-
lenska liðinu 13 mörkum eftir hraða-
upphlaup að þessu sinni og munar
um minna. Uppstilltur sóknarleikur
gekk einnig afar vel sem er breyting
til batnaðar en ekki er nema tæpt ár
liðið síðan því var haldið fram að
sóknarleikurinn væri Akkielsarhæll
landsliðsins.
Vörn Tyrkja var leikin sundur og
saman hvað eftir annað og var gam-
an að sjá hve Aron Pálmarsson féll
betur inn í leik liðsins með yngri
leikmönnum að þessu sinni en gegn
Grikkjum á miðvikudagskvöldið.
Engum vafa er undirorpið að
heildarbragurinn á íslenska landslið-
inu hefur tekið stakkaskiptum til
hins betra á síðustu mánuðum.
Hvort geta Tyrkja og Grikkja var
ofmetin fyrir leikina tvo sem um
garð eru gengnir var ofmetin eða
ekki þá er ljóst að á stundum hefur
íslenska landsliðið átt í mestu vand-
ræðum með að vinna lakari landslið
á sannfærandi hátt. Það hefur nú
tekist í tvígang og er vonandi góðs
viti.
Morgunblaðið/Eggert
Efstir Aron Pálmarsson, Rúnar Kárason, Ýmir Örn Gíslason og Elvar Örn Jónsson voru ánægðir eftir sigurinn á Grikkjum í síðustu viku. Þeir gátu einnig
glaðst í gær eftir stórsigur á Tyrkjum í Ankara og að vera áfram í efsta sæti í sínum riðli í undankeppni EM 2020. Næstu leikir fara fram í apríl.
Enginn beygur í Ankara
THF Spor Complex, Ankara, und-
ankeppni EM karla, sunnudag 28.
október 2018.
Gangur leiksins: 0:1, 3:4, 4:7, 7:10,
8:13, 10:16, 13:16, 14:19, 15:23, 16:25,
18:28, 19:29, 22:33.
Mörk Tyrklands: Onur Ersin 5, Doruk
Pehlivan 3, Özgür Sarak 3, Mehmet
Demirezen 3, Caglayan Öztürk 2, Gör-
kem Bicer 2, Taner Günay 1, Can Ce-
lebi 1, Yasar Erdem Ates 1, Hali Ibra-
him Öztürk 1.
Varin skot: Taner Günay 5, Coskun
Göktepe 4/1.
Utan vallar: 12 mínútur.
Mörk Íslands: Elvar Örn Jónsson 9,
Aron Pálmarsson 6, Bjarki Már El-
ísson 5, Arnór Þór Gunnarsson 4,
Rúnar Kárason 3, Björgvin Páll Gúst-
avsson 1, Stefán Rafn Sigurmannsson
1/1, Gísli Þorgeir Kristjánsson 1, Arnar
Freyr Arnarsson 1, Sigvaldi Björn Guð-
jónsson 1, Haukur Þrastarson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson
13.
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Ivan Cacador og Eurico
Nicolau frá Portúgal.
Áhorfendur: 1.570 og fremur daufir í
dálkinn.
Tyrkland – Ísland 22:33
Tyrkir voru snúnir niður strax í upphafi og þeir náðu sér aldrei á strik Fram-
úrskarandi varnarleikur og léttleikandi sóknarleikur aðal íslenska liðsins
Grikkir gerðu sér lítið fyrir og
lögðu Makedóníumenn með tveggja
marka mun, 28:26, í borginni Koz-
ani í norðurhluta Grikklands í gær
en liðin eru með Íslendingum og
Tyrkjum í riðli undankeppni EM
2020.
Makedóníumenn, sem fyrirfram
þóttu sigurstranglegri, voru einu
marki yfir í hálfleik, 13:12. Þeir
réðu ekki við Grikki í síðari hálfleik
og heimamenn fögnuðu sínum
fyrsta sigri í undankeppninni og
það frekar óvæntum. iben@mbl.is
Grikkir skelltu
Makedónum
„Það gekk allt upp hjá mér og ekki
spillti fyrir að mennirnir við hliðina á
mér, Aron Pálmarsson og Rúnar
Kárason, opnuðu mjög mikið fyrir
mig,“ sagði Elvar Örn Jónsson,
landsliðsmaður í handknattleik, eftir
sigurinn á Tyrkjum í gær, 33:22, í
undankeppni EM. Elvar Örn átti
stórleik, skoraði níu mörk og lét
mjög til sín taka í vörninni. „Fyrst
og fremst var þetta góð liðsheild,“
sagði Elvar Örn hæverskur þegar
Morgunblaðið náði tali af honum í
leikslok í Ankara.
„Við fengum færi nánast í hverri
einustu sókn. Varnarleikurinn var
flottur og Björgvin Páll Gústavsson
góður í markinu. Það kom stuttur
kafli í fyrri hálfleik þar sem við átt-
um í smá basli en þegar kom fram í
síðari hálfleik tókst okkur sífellt að
loka betur og betur á sóknarmenn
Tyrkja,“ sagði Elvar.
„Mér leið bara mjög vel og það er
gaman að leika með þessum
strákum. Í þessum hóp vil ég vera.
Reynslan kemur jafnt og þétt,“
sagði Elvar Örn sem stefnir ótrauð-
ur á að vinna sér inn sæti í landslið-
inu sem tekur þátt í HM í janúar en
hann hefur átt sæti liðinu í síðustu
landsleikjum. iben@mbl.is
Það gekk allt upp
hjá mér í leiknum
Elvar Örn átti stórleik í Ankara
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Framfarir Elvar Örn Jónsson hefur sótt í sig veðrið með hverjum lands-
leiknum sem hann leikur siðan hann lék sinn fyrsta leik í apríl í Bergen.