Morgunblaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 6
6 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018 Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson varð um helgina Íslands- meistari í opnum flokki í kumite eftir sigur á Ólafi Engilbert Árnasyni í úrslitabardaga. Íslandsmótið fór fram í Fylkis- selinu í Norðlingaholti og var Ágúst að vinna sinn fyrsta Ís- landsmeistaratitil í fullorðinsflokki. Í kvennaflokki varð hin 17 ára gamla Azia Sól Adams- dóttir Íslandsmeistari í fyrsta skipti í fullorðinsflokki eftir öruggan sigur á Ólöfu Soffíu Eðvarðsdóttur í úrslitum. Azia verður 18 ára á árinu og mátti því í fyrsta skipti keppa í opn- um flokki. Efnilegasta karatekona landsins, Iveta Ivanova, vann sannfærandi sigur á Freyju Stígsdóttur í úrslitum í -61 kg flokki. Iveta mátti hins vegar ekki keppa í opnum flokki þar sem hún er á 17. aldursári, en 18 ára aldurstakmark er í flokkinn. Aðeins tveir keppendur voru í flokknum og barðist Iveta því aðeins einu sinni á mótinu. Telma Rut Frímannsdóttir var best í +61 kg flokki en hún hafnaði í þriðja sæti í opna flokknum eftir tap fyrir Aziu í undanúrslitum. Ólafur Engilbert Árnason vann í +67 kg. flokki hjá körlunum eftir sigur á Ágústi Heiðari í úrslitum. Máni Karl Guðmundsson vann svo -67 kg flokk karla. Fylkir vann sannfærandi sigur í liðakeppninni, eins og svo oft áður, og kom Þórshamar þar á eftir. Afturelding hafnaði í þriðja sæti liðakeppninnar. johanningi@mbl.is Meistarar í fyrsta sinn Morgunblaðið/Eggert Vörn Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson og Ólafur Engilbert Árnason takast á í úrslitaeinvíginu. leikirnir tveir hefðu verið afar kær- komnir til þess að kanna styrkleika íslenska liðsins gegn einu af allra öfl- ugustu liðum heims í þessum aldurs- flokki. „Síðasta vika nýttist okkur afar vel við æfingar og leikina tvo en einnig var hún kærkomin fyrir mig og Sig- urstein Arndal sem er með mér í þjálfarateyminu til þess að kynnast strákunum og setja þá inn í þær áherslur sem við erum með,“ sagði Einar Andri. „Okkur tókst að sjá vel hver styrk- ur okkar er, ekki síst í samanburði við eitt sterkasta lið Evrópu í þessum aldursflokki. Við lögðum höfuðáherslu á varn- arleikinn á þeim æfingum sem við vorum með liðið. Markmiðið var að koma leikmönnum inn í þann varn- arleik sem A-landsliðið leikur og ná þannig að samræma varnarleikinn á milli yngra og eldra landsliðsins. Sú vinna gekk vel þrátt fyrir stuttan tíma saman. Varnarleikurinn gekk ótrúlega vel í þessum tveimur leikj- um,“ sagði Einar Andri og bætti við. „Vegna þeirrar áherslu sem við lögðum á varnarleikinn sat sókn- arleikurinn á hakanum að þessu sinni. Okkur tókst lítið að vinna við hann.“ Einar Andri og Sigursteinn völdu 20 leikmenn til æfinganna og leikj- anna. Einar Andri segir mikinn efni- við vera fyrir hendi í þessum aldurs- flokki. Þess vegna hafi það verið talsverð kúnst að velja hópinn. „Utan þess 20 mann hóps eru þónokkrir leikmenn sem kom til greina sem við munum fylgjast með áfram. Þeir koma alveg til álita næst þegar við köllum saman æfingahóp,“ sagði Ein- ar Andri en meðal þeirra sem ekki voru í liðinu að þessu sinni er Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Kiel í Þýskalandi. Gísli Þorgeir hefur und- anfarna daga verið í A-landsliðinu og tók m.a. þátt í viðureigninni við Tyrki í undankeppni EM í gær. „Næstu skref hjá okkur á komandi mánuðum eru að halda áfram að hóa saman hópnum þegar tækifæri gefst í kringum landsliðsvikurnar,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari U21 ár landsliðsins í handknattleik karla. HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Landslið Íslands í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, tapaði síðari vináttulandsleik sínum við franska jafnaldra sína í Schenker-höllinni á Ásvöllum á laug- ardaginn, 26:21. Íslenska liðið vann fyrri viðureignina á sama stað á föstudag, 28:24. Leikirnir voru fyrsti liður í undirbúningi íslenska lands- liðsins fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í þessum aldursflokki á Spáni á næsta sumar. Einar Andri Einarsson, þjálfari U21 árs landsliðs- ins, sagði við Morgunblaðið í gær að Morgunblaðið/Eggert Sókn Bjarni Ófeigur Valdimarsson lék báða leikina við Frakka um helgina. Hér sækir hann að frönskum varnarmanni í síðari leiknum á laugardag. Mikill efniviður fyrir hendi  Tap og sigur í leikjum U21 árs landsliðsins við Frakka  Megináherslan lögð á að samræma varnarleikinn milli eldri og yngri liðanna  HM á Spáni er framundan HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66 deildin: Varmá: Afturelding – Fjölnir................... 18 Í KVÖLD! 1. deild karla Vestri – Sindri .................................. 97:70 Vestri – Sindri .................................. 96:74 Staðan: Vestri 5 4 1 454:376 8 Hamar 4 4 0 378:325 8 Þór Ak. 4 3 1 367:309 6 Höttur 4 3 1 364:318 6 Fjölnir 4 3 1 372:325 6 Selfoss 4 0 4 299:358 0 Snæfell 4 0 4 255:360 0 Sindri 5 0 5 388:506 0 1. deild kvenna Tindastóll – ÍR.................................. 61:52 Þór Ak. – Njarðvík ........................... 85:57 Staðan: Fjölnir 3 3 0 272:204 6 Þór Ak. 3 2 1 183:165 4 Grindavík 3 2 1 247:235 4 Njarðvík 4 2 2 276:293 4 Hamar 2 1 1 137:129 2 Tindastóll 3 1 2 214:243 2 ÍR 4 0 4 202:262 0 Spánn Breogan – Obradoiro ..................... 69:56  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 1 stig fyrri Obradorio og tók 3 fráköst. B-deild karla: Barcelona B – Granada................... 78:60  Kári Jónsson lék ekki með Barcelona B að þessu sinni. B-deild kvenna: Celta Zorka – Patatas Hijolusa...... 92:79  Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 23 stig og tók 4 fráköst fyrri Celta Zorka. Frakkland Nanterre – Le Mans ........................ 98:77  Haukur Helgi Pálsson skoraði 6 stig og tók 1 frákast fyrir Nanterre. Ungverjaland Ceglédi – Györ ................................. 65:63  Helena Sverrisdóttir lék ekki með Ceglédi að þessu sinni. NBA-deildin Charlotte – Chicago...................... 135:106 New York – Golden State ............ 100:128 Toronto – Dallas ........................... 116:107 Houston – LA Clippers ................ 113:133 Minnesota – Milwaukee ................. 95:125 New Orleans – Brooklyn.............. 117:115 Sacramento – Washington ........... 116:112 Detroit – Boston ............................. 89:109 New Orleans – Utah..................... 111:132 Atlanta – Chicago ............................. 85:97 Cleveland – Indiana...................... 107:119 Philadelphia – Charlotte .............. 105:103 Miami – Portland.......................... 120:111 Memphis – Phoenix ........................ 117:96 Milwaukee – Orlando ..................... 113:91 San Antonio – LA Lakers............ 110:106 KÖRFUBOLTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.