Morgunblaðið - 29.10.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.10.2018, Qupperneq 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2018 HM Í DOHO Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Hin 16 ára gamla Sonja Margrét Ólafsdóttir skrifaði sig í sögubæk- urnar á HM í Doha í Katar um helgina þegar hún gerði æfingu á jafnvægisslá sem ekki hefur verið gerð áður í keppni í fimleikum á stór- móti. Sonja viðurkennir að það hafi verið krefjandi að deila gólfinu með fremstu fimleikakonum heims þegar Morgunblaðið heyrði í henni hljóðið í gær. „Ég get alveg viðurkennt það að það var ógnvekjandi í fyrstu að mæta til leiks og sjá öll stærstu nöfn fim- leikaheimsins á gólfinu standa við hliðina á manni. Það kom upp smá vanmat hjá mér til að byrja með, á eigin getu meðal annars, en þá reyndi maður að fara yfir það í huganum, hversu mikla vinnu maður er búinn að leggja á sig til þess að komast á sjálft heimsmeistaramótið, og það hjálpaði mikið til. Ég hef farið á nokkur stór- mót áður en aldrei jafn stórt mót og heimsmeistaramótið. Þetta var frá- bær upplifun að fá að keppa á móti öllum þessum stóru nöfnum og að fá að deila stóra sviðinu með þeim.“ Æfingin sem Sonja framkvæmdi á jafnvægisslánni heitir nú The Olafs- dottir, í höfuðið á Sonju en mikil vinna hefur farið í að fullkomna æf- inguna og afstökkið. Margra mánaða undirbúningur „Þetta var afstökk af slánni þar sem ég geri heljarstökk á öðrum fæti, af slánni, og sný mér í eina og hálfa skrúfu. Ég æfði þetta stökk fimm til tíu sinnum dag í sjö til átta mánuði. Þetta heppnaðist í raun frábærlega og stökk- ið á mótinu sjálfu var ein besta fram- kvæmd sem ég hef gert. Það er þvílíkur heiður fyrir mig sem íþróttamann að fá nafn mitt ritað í sömu sögubækur og margar af bestu fimleikakonum sög- unnar hafa nú þegar skrifað sig í.“ Ísland keppti síðast á HM í fim- leikum árið 2006 og Sonja vonast til þess að fá tækifæri til þess að fara aftur á HM á næsta ári og gera ennþá betur. „Það eru tólf ár síðan Ísland sendi síðast lið á HM í fimleikum og það er mikill heiður fyrir mig að hafa fengið að taka þátt í þessu á nýjan leik og von- andi förum við aftur á næsta ári því við viljum sýna ungum fimleikastelpum á Íslandi að það er allt hægt. Á heildina litið gekk liðinu nokkuð vel en persónu- lega hefði ég viljað gera betur. Ég veit það sjálf að ég get gert miklu betur en ég gerði á mótinu sjálfu. Ég gerði nokkur mistök á flestum áhöldum og eins og staðan er núna langar mig bara að komast aftur í salinn og bæta upp fyrir þau sem allra fyrst.“ Sonja segir að fremstu fimleika- þjóðir heims séu ennþá nokkrum skref- um á undan Íslandi en hún telur samt sem áður að fimleikarnir heima séu á réttri leið. Ísland á réttri leið „Við erum ekki komin á þann stað sem bestu fimleikaþjóðir heims eru á en við erum á réttri leið. Þær þjóðir, sem eru í fremstu röð í heiminum í dag, æfa eingöngu fimleika á daginn og þeirra líf snýst einfaldlega um íþróttina. Þær æfa nokkrum sinnum á dag á meðan við, sem æfum á Íslandi, erum flest í námi með íþróttinni og að sinna öðru með. Ef við gætum æft af jafn miklum krafti og þær bestu þá væri bilið mun minna að mínu mati.“ Simeone Biles, fjórfaldur ólympíu- meistari frá Ríó 2016, var á meðal þátt- takenda í Katar en hún er af mörgum talin besta fimleikakona sögunnar og segir Sonja að það hafi verið skrítin til- finning að deila gólfinu með henni. „Það var hálfsúrrealískt og óraun- verulegt að sjá Simone Biles á gólfinu. Ég fékk smá stjörnur í augun og ég get í hreinskilni sagt að hún sló mig aðeins út af laginu. Það var erfitt að sjá allar þessar frábæru fimleikakonur gera ein- hver svakaleg stökk og horfa svo á sjálf- an sig ætla að fara að bera sig saman við þær. Að sama skapi þá var þetta líka mikil hvatning fyrir mann sjálfan og að æfa vel og reyna að komast á þann stað sem þær eru komnar á,“ sagði Sonja í samtali við mbl.is. Nítjánda sætið niðurstaðan Agnes Suto hafnaði efst íslensku keppendanna í fjölþraut, eða í 52. sæti með samtals 46.765 stig. Keppt var í stökki, tvíslá, jafnvægisslá og gólfæfing- um. Telma Aðalsteinsdóttir hafnaði í 61. sæti með 45.332 stig og Sonja í 78. sæti með 42.864 stig. Simone Biles varð efst með 60.965 stig. Thelma hafnaði í 76. sæti á tvíslá, Agnes í 82. sæti og Dominiqua Belany í 100. sæti. Agnes gerði best íslensku keppendanna á jafnvægisslá og hafnaði hún í 63. sæti, Margrét Lea Krist- insdóttir hafnaði í 79. sæti, Thelma Að- alsteinsdóttir í 85. sæti og Sonja Mar- grét Ólafsdóttir í 90. sæti. Í gólfæfingum þótti Margrét Lea sýna bestu tilþrifin af íslensku keppend- unum og fékk hún 11.866 stig og hafnaði í 59. sæti, Telma fékk 11.766 stig og varð í 66. sæti, Agnes fékk 11.633 stig og varð í 75. sæti og loks varð Sonja í 103. sæti með 10.666 stig. Í liðakeppni varð Ísland í 19. sæti með samanlagt 137.629 stig. Með stjörnur í augunum í sögubækurnar Ljósmynd/Fimleiksamband Ísland Fimleikar Sonja Margrét Ólafsdóttir einbeitt í gólfæfingum á HM í Katar.  Óraunverulegt að keppa á móti þeim bestu  Ætlar að gera betur á næsta ári Framherjinn Luis Suárez gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir lið sitt Barcelona sem fékk Real Madrid í heimsókn í 10. umferð spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í gær. Philippe Coutinho kom Barcelona yfir á 11. Mínútu og Suárez tvöfaldaði forystu Börsunga með marki úr vítaspyrnu á 30. Mínútu en Suárez fiskaði spyrnuna sjálfur eftir viðskipti sín við Raphaël Varane, varnarmann Real Ma- drid og staðan 2:0 í hálfleik, Barcelona í vil. Marcelo lagaði stöðuna fyrir Real Madrid í upphafi síðari hálfleiks en lengra komust leikmenn Real Madrid ekki. Suárez bætti við öðru marki sínu á 75. mínútu og Úrúgvæinn fullkomnaði þrennuna á 83. mínútu. Arturo Vidal bætti fimmta marki Barcelona við á 87. Mínútu og lokatölur því 5:1 fyrir Barcelona á Nývangi. Barcelona er áfram á toppi deildarinnar með 21 stig og hefur eins stigs forskot á Alavés sem er í öðru sætinu með 20 stig. Real Madrid er í níunda sæti deildarinnar með 14 stig eftir fyrstu tíu leiki sína en þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð í deildinni. bjarnih@mbl.is Suarez með þrennu í El Clásico Luis Suárez Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar hennar hjá R misstu toppsætið úr greipum sér í efstu deild Svíþjóð þegar lokaumferðin var leikin á laugardaginn. Rosengård tapaði fyrir Gautaborg á útivelli, 4:2, o inni bæði Gautaborg og Piteå upp fyrir sig. Að lokum meistari með 6:1-sigri á Växjö. Glódís lék allan leikin ård sem lenti 2:0-undir í leiknum en kom til baka og t Gautaborg skoraði síðustu tvö mörk leiksins á lokam titillinn rann Rosengård úr greipum. Anna Björk Kristjánsdóttir og Rakel Hönnudóttir inn fyrir Limhamn Bunkeflo er liðið lagði Guðbjörgu og Ingibjörgu Sigurðardóttur í Djurgården, 1:0. Guð allan leikinn í marki Djurgården og Ingibjörg í vörninni. Með sigrinum fór LB upp fyrir Hammarby, sem féll að lokum á kostn Kristianstad endaði í fjórða sætinu en Sif Atla dóttir er leikmaður lið Gunnarsdóttir þjálfar liðið. sport@mbl.is Rosengård missti af titlinum Glódís Perla Viggósdóttir Danmörk FC Köbenhavn – AGF ......................... 4:2  Björn Daníel Sverrisson var allan leik- inn á meðal varamanna AGF. Hobro – Vejle ....................................... 1:0  Felix Örn Friðriksson var ekki í leik- mannahópi Vejle. AaB – Vendsyssel..................................0:1  Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 85 mínúturnar fyrir Vendsyssel. Svíþjóð Sirius – Brommapojkarna....................4:2  Kristján Flóki Finnbogason lék allan leikinn fyrir Brommapojkarna. Norrköping – Östersund ......................4:2  Guðmundur Þórarinsson lék allan leik- inn fyrir Norrköping. B-deild: Halmstad – Brage................................ 1:0  Höskuldur Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður á 83. mínútu og Tryggvi Hrafn Haraldsson á 86. mínútu hjá Halmstad. Öster – Helsingborg ............................ 4:4  Andri Rúnar Bjarnason lék fyrri hálf- leikinn fyrir Helsingborg. A-deild kvenna: Gautaborg – Rosengård...................... 4:2  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn fyrr Rosengård. Linköping – Kristianstad .....................0:0  Sif Atladóttir lék allan leikinn fyrir Kristianstad, Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið. Limhamn Bunkeflo – Djurgården...... 1:0  Anna Björk Kristjánsdóttir og Rakel Hönnudóttir léku allan leikinn fyrir Bun- keflo.  Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir léku allan leik- inn fyrir Djurgården.  Lokastaðan: Piteå 48 stig, Gautaborg 47, Rosengård 45, Kristianstad 39, Lin- köping 33, Eskilstuna 31, Vaxjö 29, Djurgården 27, Vittsjö 26, Limhamn Bunkeflo 26, Hammarby 24, Kalmar 3. Noregur Ranheim – Lilleström...........................3:2  Arnór Smárason var ekki í leikmanna- hópi Lillström. Brann – Rosenborg.............................. 1:2  Matthías Vilhjálmsson var ekki í leik- mannahópi Rosenborg. Kristiansund – Sandefjord.................. 3:2  Emil Pálsson lék allan leikinn fyrir Sandefjord. Sarpsborg – Haugesund...................... 2:1  Orri Sigurður Ómarsson var ekki í leikmannahópi Sarpsborg. Strömsgodset – Vålerenga ................. 2:0  Samúel Kári Friðjónsson var á meðal varamanna Vålerenga allan leikinn. Staða efstu liða: Rosenborg 27 17 6 4 46:22 57 Brann 27 15 7 5 40:27 52 Molde 26 14 5 7 51:32 47 Haugesund 27 14 5 8 40:30 47 Ranheim 27 12 6 9 41:44 42 B-deild: Sogndal – Aalesund ............................. 2:0  Hólmbert Aron Friðjónsson og Aron Elís Þrándarson léku allan leikinn fyrir Aalesund, Daníel Leó Grétarsson kom inn á sem varamaður á 61. mínútu. Adam Örn Arnarson var ekki í leikmannahópn- um. Viking – Ull/Kisa..................................1:0  Axel Óskar Andrésson lék allan leikinn fyrir Viking. A-deild kvenna: Röa – Trondheims-Örn........................ 2:1  Svava Rós Guðmundsdóttir lék fyrstu 76 mínútur leiksins fyrir Röa og skoraði bæði mörk liðsins. Sandviken – Lilleström ....................... 0:0  Sigríður Lára Garðarsdóttir lék allan leikinn fyrir Lilleström. Ástralía Melbourne V. – Adelaide United........ 0:0  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn fyrir Adelaide og Fanndís Frið- riksdóttir fyrstu 79 mínúturnar. Tyrkland B-deild: Elazigspor – Hatayspor ...................... 0:1  Theódór Elmar Bjarnason var ekki í hópnum hjá Elazigspor vegna meiðsla. Boluspor – Genclerbirligi ................... 0:1  Kári Árnason kom inn á sem varamað- ur hjá Genclerbirligi á 89. mínútu. Pólland B-deild: Nieciecza – Stal Mielec ....................... 1:2  Árni Vilhjálmsson kom inn á sem vara- maður hjá Nieciecza á 74. mínútu. Ungverjaland Diösgyöri – Ferencváros..................... 1:4  Kjartan Henry Finnbogason var allan leikinn varamaður hjá Ferencváros. Aserbaídsjan Neftchi Bakú – Qarabag ..................... 3:1  Hannes Þór Halldórsson var vara- markvörður Qarabag. Grikkland Larissa – OFI Krít ............................... 0:0  Ögmundur Kristinsson stóð í marki Larissa allan leikinn. KNATTSPYRNA Íslenska ruðningsliðið Einherjar vann stórsigur, 50:0, á þýska liðinu Köln Falcons í Kórnum á gærkvöldi. 50-0 sigur í ruðningi, amerískum fót- bolta, er á við 5-0 sigur í fótbolta. Bergþór Pálsson, leikstjórnandi (e. quarterback) Einherja, er hæst- ánægður með árangurinn. Sigurinn er fimmti sigur liðsins á alþjóðavett- vangi. „Við erum klárlega á réttri leið. Við erum að reyna að sanna okkur til að komast inn í milliríkja- deildir í Evrópu og það gengur bara vel,“ segir Bergþór. „Leikurinn gekk vonum framar,“ segir hann jafnframt en keppinaut- urinn frá Köln var að fara upp í aðra deild í ruðningi í Þýskalandi. Deildin þar er sú sterkasta í Evrópu. Berg- þór viðurkennir að það kunni að hafa spilað inn í, að í þýska liðið vantaði nokkra lykilmenn. Bergþór Pálsson leikstjórnandi kastaði fyrir þremur snertimörkum (e. touchdown). Viðar Gauti skoraði tvö snertimörk og Luke Wildung eitt. Ingi Þór Kristjánsson skoraði eitt snertimark eftir laglegt hlaup. Í hálfleik léku listir sínar Valkyrjur, klappstýrulið Einherja. „Við leikum næsta leik strax á laugardaginn í Akraneshöllinni. Von- um að það fari vel og ég efast ekki um að það verði spennandi leikur,“ segir Bergþór Pálsson. Þar etja Ein- herjar kappi við sænska liðið Tyreso Royal Crowns. Leikur sá hefst klukkan 16. Stórsigur á fálk- unum frá Köln Sigur Grænklæddir leikmenn Einherja öttu kappi við þýska liðið Köln Falcons í a

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.