Morgunblaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2018
kopavogur.is
Leikskólinn Marbakki er fimm deilda leikskóli með rými fyrir 104 börn. Leikskólinn tók til starfa árið
1986 og er hann staðsettur í Sæbólshverfi í Kópavogi. Leikskólastarfið er í anda hugmyndafræði
Reggio Emilia. Einkunnarorð skólans eru sjálfstæð, glöð og skapandi börn.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Leikskólakennaramenntun
· Reynsla af starfi í leikskóla
· Reynsla af stjórnun æskileg
· Reynsla og þekkingin af starfi hugmyndafræði Reggio Emila æskileg
· Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum
· Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólastarfi
· Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi
· Gott vald á íslenskri tungu
· Góð tölvukunnátta
Ráðningartími og starfshlutfall
Um er að ræða fullt starf frá og með 2. janúar 2019 eða samkvæmt samkomulagi.
Frekari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FSL.
Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags stjórnenda í leikskóla.
Þeir sem ráðnir eru til starfa í leikskólum Kópavogs þurfa að undirrita heimild til að afla upplýsinga af
sakaskrá.
Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember 2018.
Nánari upplýsingar veita Hólmfríður K Sigmarsdóttir, leikskólastjóri s. 840-2682 og Sigurlaug Bjarna-
dóttir (sigurlaugb@kopavogur.is) deildarstjóri leikskóladeildar, s. 441-2855.
Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
Aðstoðarleikskólastjóri
í Marbakka
Upplýsinga- og
markaðsfulltrúi
Grindavíkurbær óskar eftir að ráða upplýsinga- og
markaðsfulltrúa til starfa. Um er að ræða 100% starf.
Upplýsinga- og markaðsfulltrúi ber ábyrgð á innri og ytri upplýsinga- og markaðsmálum Grindavíkurbæjar,
þar með talið ferðamálum. Hann hefur umsjón með vef bæjarins www.grindavik.is, gerð og útgáfu kynningar-
efnis og sér um textagerð því tengdu. Tekur þátt í stefnumótun upplýsinga- og markaðs- og ferðamála og er
tengiliður Grindavíkurbæjar við hagsmunaaðila og stofnanir því tengdu. Upplýsinga- og markaðsfulltrúi starfar
með umhverfis- og ferðamálanefnd.
Helstu verkefni:
• Umsjón með vef Grindavíkurbæjar, innri vef starfsmanna, innra fréttaritinu Þórkötlu og fréttabréfinu Járngerði.
• Umsjón með tjaldsvæði Grindavíkurbæjar
• Umsjón með Kvikunni
• Fjárhagsleg ábyrgð á rekstri upplýsinga- og markaðsmála
• Tekur þátt í uppbyggingu rafrænnar stjórnsýslu, innleiðingu upplýsingakerfa og hugbúnaðar, þróun verklags
og verkferla
Menntun, reynsla og hæfniskröfur:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi.
• Starfsreynsla af upplýsinga-, markaðs- og ferðamálum
• Reynsla og þekking á málefnum sveitarfélaga er kostur
• Reynsla og þekking á rekstri og verkefnastjórnun er kostur
• Góð þekking á notkun samfélagsmiðla er æskileg.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum
• Geta til að sýna frumkvæði og rík skipulagshæfni
• Framúrskarandi tölvukunnátta
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð kunnátta í íslensku í ræðu og riti
• Hæfni til að miðla flóknum upplýsingum á einfaldan hátt í töluðu og rituðu máli
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar um starfið gefur Jón Þórisson í síma 420-1103 eða í tölvupósti jont@grindavik.is.
Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil skal skilað rafrænt á netfangið jont@grindavik.is.
Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember 2018.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Jón Þórisson
sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Frumvarp um Þjóðgarða-
stofnun sem nú liggur fyrir
Alþingi er ekki til þess fallið
að skapa sátt um verndun
náttúru og eignarréttindi að
landi. Í frumvarpsdrögunum
virðist hvergi gert ráð fyrir
aðkomu landeigenda og ein-
ungis er gert ráð fyrir sam-
ráði við sveitarfélög sem hlut
eiga að máli en ekki samþykki
þeirra. Þetta segir í ályktun
sem stjórn Landssamtaka
landeigenda samþykkti nú í
vikunni.
Samtökin telja óþarft og
það auki flækjustig að setja á
fót nýja stofnun til að hafa
með höndum umsýslu allra
þjóðgarða og annarra frið-
lýstra svæða. Nær væri að
sameina þær stofnanir sem
þegar eru fyrir hendi og fela
einni framkvæmdastofnun
verkefni þeirra, ásamt verk-
efnum þjóðgarðanna.
Landeigendur
hafa ekki aðkomu
Í frumvarpinu er, segir í
ályktun, gert ráð fyrir beinni
eignarnámsheimild Þjóð-
garðastofnunar, að fengnu
leyfi ráðherra. Nær heimildin
til þess að taka eignarnámi
lönd, mannvirki og réttindi til
þess að framkvæma friðun.
Þetta segja landeigendur að
þýði að þjóðgarðsstofnun sé
veitt heimild, til dæmis til að
kaupa stjórnarskrárvarin
eignarréttindi meðal annars
innan þjóðlenda, sem að gild-
andi lögum verður ekki hnik-
að, nema með eignarnámi.
„Þessi hugmyndafræði er
andstæð hagsmunum land-
eigenda og þá sérstaklega til-
vísun til þess að um fram-
kvæmd eignarnáms og
ákvörðun bóta fari eftir al-
mennum reglum, enda við því
að búast að verðmat þessara
eignarréttinda yrði á ein-
stökum tímabilum langt undir
raunverulegu verðmæti
þeirra þegar til lengri tíma er
litið,“ segja landeigendur í
ályktun sinni. Þeir telja hug-
myndir um umdæmisráð sett-
ar fram frekar til málamynda
og til þess að reyna að ná
samráðssáttum við hags-
munaaðila frekar en að þessi
ráð eigi að hafa einhver raun-
veruleg völd. Hugmyndin
virðist tiltölulega lítt á veg
komin í þróunarferli og lögð í
dóm ráðherra að fengnum til-
lögum Þjóðgarðastofnunar.
Ekki er að sjá að landeig-
endur hafi neina aðkomu að
þessum ráðum þrátt fyrir að
eiga ríka hagsmuna að gæta.
Eflir ekki trúnað
„Þessi frumvarpsdrög eru
að mati Landssamtaka land-
eigenda ekki til þess fallin að
efla trúnað og traust milli rík-
isins og landeigenda. Það sem
veldur mestum áhyggjum er
að hvarvetna er sneitt
framhjá landeigendum og yf-
irleitt ekki gert ráð fyrir að-
komu þeirra með nokkrum
hætti. Á hinn bóginn eru til-
greindar einhliða heimildir
Þjóðgarðastofnunar til að
taka eignir og réttindi þeirra
eignarnámi. Ekkert er litið til
þeirrar alkunnu og raun-
sönnu reglu að landeigendur
eru bestu vörslumenn lands-
ins og hafa verið frá alda
öðli,“ segir í ályktun. Þar
segjast samtökin fylgjandi
vernd náttúrunnar og sjálf-
bærri nýtingu hennar. Þeim
markmiðum sem að virðist
stefnt með frumvarpi um
þjóðgarðastofnun verði hins
vegar ekki náð fram nema
með þátttöku landeigenda,
samstarfi og samþykki þeirra
en ekki valdboði og flókinni
stjórnsýslu sem landeigendur
eiga enga aðild að.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Herðubreið Þjóðarfjallið setur sterkan svip á hálendið.
Veikir vernd
Landeigendur mófallnir þjóð-
garðsstofnun Flækjustig mun
hækka Vilja hafa samráð
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þingvellir Öxarárfoss frá
óvenjulegu sjónarhorni.
Hrannar Björn Arnarsson hefur verið ráð-
inn framkvæmdastjóri ADHD samtakanna
og hefur þegar hafið störf. Síðastliðin fimm
ár hefur hann verið framkvæmdastjóri
þingflokks jafnaðarmanna í Norður-
landaráði, en áður starfaði hann m.a. sem
aðstoðarmaður ráðherra, borgarfulltrúi,
sölu-, þjónustu- og markaðsstjóri auk þess
að hafa stofnað og stýrt eigin fyrirtækjum
um árabil. Hrannar Björn hefur MBA-
gráðu frá Háskóla Íslands. Til ADHD sam-
takanna var Hrannar Björn valinn úr
stórum hópi umsækjenda og var ráðningarferlið í höndum In-
tellecta.
„ADHD samtökin fagna 30 ára starfsafmæli um þessar
mundir. Samtökin eru til stuðnings börnum og fullorðnum
með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir sem og fjöl-
skyldum þeirra en tæplega 3.000 fjölskyldur eiga aðild að
samtökunum. ADHD samtökin eru aðilar að Öryrkjabanda-
lagi Íslands og einn fjögurra stofnaðila Ráðgjafamiðstöðv-
arinnar Sjónarhóls,“ segir í tilkynningu.
Hrannar Björn ráðinn til ADHD
Hrannar Björn
Arnarson