Morgunblaðið - 09.11.2018, Side 2

Morgunblaðið - 09.11.2018, Side 2
1 Hornauga eftir Ásdísi Höllu BragadótturBókin er átakanleg saga um leit Ásdís-ar Höllu að föður sínum. Í bókinni lýsirhún því á persónulegan hátt hvað hún gekk í gegnum, sem var langt frá því að vera auðvelt. Í leiðinni segir hún sögu forfeðra sinna sem upplifðu harða lífsbaráttu og tóku kannski ekki alltaf réttar ákvarðanir. 2 Ungfrú Íslandeftir Auðu ÖvuÓlafsdótturBókin gerist í Reykjavík árið 1963 en hún fjallar um unga skáldkonu sem flytur vestan úr Dölum með nokkur handrit í fórum sínum. Sagan gerist á tímum þegar karlmenn fæddust skáld en ungum konum var boðið að taka þátt í fegurðarsamkeppni Fegrunarfélags Íslands. Verðlaunahöfundurinn Auður Ava fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir síðustu skáldsögu sína, Ör. 3 LUNDI Sigurjóns PálssonarHvað er íslenskara enlundi? Þessi trélundi eftir Sigurjón Pálsson er nýlegur og því ekki til á mörgum heimilum. Hann er mikið stofustáss og passar vel inn á heimilið án þess að vera of pláss- frekur og áberandi. Lundinn fæst í Epal. 4 LakridsBy JohanBülowFlestum finnst lakkrís góður en það er þó varla neinn lakkrís sem toppar Salty Cara- mel Choc Coated Liqourice frá Lak- rids By Johan Bülow. Hann fæst í Epal. 7jólagjafir fyrir vandláta Hvað er hægt að gefa fólki sem á allt og vantar ekkert í jólagjöf? Góðar bækur eru til dæmis alltaf góð gjöf. Hver nýtur þess ekki að leggjast upp í rúm á aðfangadagskvöld og lesa fram á nótt og ekki er verra ef innihaldið er þannig að það hreyfi við fólki. Þeir sem eiga allt hafa yfirleitt gaman af einhverju fínirí og þá koma skrautmunir og lekkert sælgæti vel til greina. Marta María | mm@mbl.is 5 Phoenix Christ-mas 2018 krist-alskertastjaki frá Reflections Ef starfsmennirnir eru glysgjarnir eru skrautmun- irnir frá Reflections frábær gjöf. Um er að ræða muni úr kristal sem gera hvert heimili að höll. Stjakarnir fást í Snúrunni. 6 Áskrift að StorytelEf þú átt allt ogvantar ekkert geturáskrift að Storytel verið eitthvað. Storytel er bóka- búð með mikið úrval af hljóð- bókum. Það að fara út í göngu- túr eða þrífa heimilið getur orðið að mestu skemmtun ef þú færð tækifæri til að hlusta á eitthvað skemmtilegt á meðan. Hægt er að kaupa áskrift á www.storytel.is. 7Sextíu kóló af sól-skini eftir Hall-grím Helgason Í bókinni segir frá umbrotatímum á Ís- landi um aldamótin 1900. Nútíminn brestur á með látum í litlu sjávarþorpi. Bókin er vel heppnuð og spennandi. Sérfræðingar segja að Hallgrímur hafi aldrei verið betri. 2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir martamaria@mbl.is, Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is, Auglýsingar Bylgja Sigþórsdóttir bylgja@mbl.is Jón Kristinn Jónsson jonkr@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumynd: Thinkstock Það er vandmeðfarið að gefa starfsfólki fyrirtækja jólagjafir. Jólagjafirnar þurfa að henta fjöldanum, þurfa helst að kalla fram gleði og ákveðna stemningu og mega alls ekki vera móðgandi. Einu sinni voru fyrirtæki að gefa kjötskrokka í stórum stíl en eftir að annar hver maður varð vegan hentar kannski betur að gefa fólki inneign í matvöruverslun eða hafa gjafirnar þannig að fólk geti valið hvort það fær kjöt eða hnetusteik. Ég hef til dæmis vanið mig á ef ég fæ inneignir eða gjafakort að nota það strax því annars gleymi ég því. Það er spælandi að fatta það löngu síðar að inn- eignin sem maður fékk einhvern tímann sé útrunnin. Eða allavega ef fólk er að reyna að fara vel með peningana sína. Í fyrra fékk ég til dæmis inneign í útvistar- verslun frá fyrirtækinu mínu og rauk beint í búðina og notaði mína jólagjöf til að kaupa jólagjafir fyrir aðra. Það fannst mér bráðsniðugt því maður er einhvern veginn alltaf að reyna að vera hagsýnn og sniðugur. Í desembermánuði hafa út- gjöld tilhneigingu til að fara yfir fyrirfram ákveðin mörk og þá er alltaf gott að fá óvæntan glaðning. Birta Flókadóttir, markaðsráðgjafi og rýmishönnuður, segir að mikilvægt sé að jólagjöfin nýtist vel og gleðji. Að sameina þetta tvennt getur verið snúið. Hún bendir til dæmis á að það sé frekar taktlaust að gefa gjafabréf í verslun upp á 5.000 kr. þegar ódýrasta varan í versluninni kostar 15.000 kr. Hún segir að einu sinni hafi hún fengið lofthreinsitæki frá vinnunni og hafi verið töluvert súr með þá gjöf. Svo bendir hún á að innpökkunin og textinn í kortinu skipti máli. Mögu- lega mættu fyrirtæki leggja meiri metnað í það. Ég hef einu sinni verið mjög súr með jólagjöf. Það var þegar ég fékk sérmerkta flíspeysu frá fyrirtækinu sem ég vann hjá. Ástæðurnar fyrir því að ég var súr voru nokkrar. Í fyrsta lagi nota ég flíspeysur lítið (lesist aldrei). Í öðru lagi langar mig ekki að vera merkt fyr- irtækinu sem ég vinn hjá nema ég sé á vettvangi þar sem sérmerkingar eru nauðsynlegar og í þriðja lagi var flíspeysan í XL. Líklega var ég mest móðguð yfir stærðinni því ég taldi mig vera nálægt kjörþyngd. Flíspeysa í XL passaði á 100 kílóa karl. Ég gat auðvitað ekki legið á skoðunum mín- um og þegar ég benti á að þessi jólagjöf væri glötuð fékk ég að heyra að ég væri vanþakklát forréttindatík. Það getur vel verið að ég hafi ver- ið það fyrir meira en áratug en það breytir því ekki að mér finnst þessi jólagjöf ennþá fárán- leg. Sérmerktar flíspeysur í XL eru og hafa aldrei verið töff. Flíspeysa í XL Marta María Jónasdóttir Askalind 4 201 Kópavogur Sími 552 8400 www.valfoss.is Glæsilegar gjafir til starfsmanna og viðskiptavina Þú velur gjöfina Við pökkum gjöfinni inn Við komum gjöfinni til þín

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.