Morgunblaðið - 09.11.2018, Síða 6
S
tjórnendur eru ekki öfundsverðir
af því hlutskipti að þurfa að velja
hina fullkomnu jólagjöf fyrir heil-
an vinnustað. Ef gjöfin heppnast
vel má reikna með að hún auki
starfsánægju og komi starfsfólkinu í jóla-
skap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á
gremju og fýlu.
Guðríður Sigurðardóttir, ráðgjafi og einn
eigenda Attentus, segir ágætt að minna á
það að fyrirtækjum og stofnunum ber engin
skylda til að gefa starfsfólki jólagjafir. „Séð
frá því sjónarhorni er ekkert til sem heitir
léleg gjöf, og ætti að þakka fyrir allar gjaf-
ir. En flestir líta ekki lengur á fyrirtækja-
gjafirnar með þessum hætti, heldur vænta
þess að fá gjöf sem n.k. jólabónus.“
Guðríður myndi ráðleggja stjórnendum
fjölmennra vinnustaða að gera sér fyrst af
öllu grein fyrir því að það mun seint takast
að finna gjöf sem allir verða hæstánægðir
með. Óskir fólks, þarfir og smekkur séu ein-
faldlega of fjölbreytt til að gera megi öllum
til geðs. Er þó hægt að hafa nokkur atriði
til hliðsjónar til að auka líkurnar á að gjöfin
gleðji:
Varist merkingar og heimilisskraut
„Það virðist t.d. ekki mælast mjög vel fyr-
ir þegar fyrirtæki gefa gjafir og merkja
þær með áberandi hætti. Mögulega sjá fyr-
irtækin það sem góða kynningu að gefa
starfsfólkinu treyju eða yfirhöfn með nafni
fyrirtækisins prentað stórum stöfum, eða að
það efli liðsheildina að hafa alla í eins flík,
en útkoman er æði oft sú að starfsfólkið er
óánægt með þess háttar gjafir og líkar illa
að eiga að vera gangandi auglýsing. Það má
setja merki einhvers staðar, en það ætti þá
að hafa merkinguna smáa og smekklega.“
Guðríður segir einnig snúið að velja hönn-
unar- eða nytjavöru fyrir heimilið. Hún seg-
ir vissulega gaman að gefa flotta hönnun
sem þiggjandinn stillir upp á besta stað í
stofunni, eða áhald sem kemur í góðar þarf-
ir í eldhúsinu, en sá stíll sem fólk vill hafa á
heimilum sínum sé mjög breytilegur og það
sem einum þyki til prýði vilji annar ekki
sjá.
En hvað með að gefa þá matvöru? Er ein-
hver sem myndi fúlsa við körfu af sælkera-
mat og jólakræsingum? „Matarkarfan er
öruggari kostur en margt annað, en getur
samt verið vandmeðfarin enda ófáir sem
velja að vera á sérstöku fæði, hvort sem
fólk vill sleppa dýraafurðum, kolvetnum eða
vera á einhverri annarri línu varðandi mat.
Flestir geta þó nýtt gjafakörfurnar, ef ekki
fyrir sig sjálfa þá fyrir fjölskyldumeðlimi og
gesti. Þá bætir líttillega við flækjustigið að
matur er ferskvara og stundum áskorun að
dreifa matarkörfum í stórum fyrirtækjum
án þess að hætta á að maturinn skemmist.“
Gjafakort og eitthvað sætt
Mögulega er öruggast af öllu að gefa
gjafakort en Guðríður segir að mörgum
þyki umslag með greiðslukorti eða inneign-
arnótu ekkert sérstaklega hátíðleg gjöf, og
óneitanlega skemmtilegra að gefa pakka.
„Það er orðið vinsælt að gefa gjafakort
hvort sem það er gefið út af banka, eða af
verslunarmiðstöð. Bankakortunum hefur
vaxið ásmegin enda hafa þau þann kost að
þau má nota hvar sem er,“ útskýrir hún.
„Margir fara þá leið að láta litla, sæta og
táknrækna jólagjöf fylgja kortinu, svo að
úr verði meiri pakki, og gæti t.d. askja með
konfekti og gjafakort verið góð blanda.“
Ræður Guðríður stjórnendum frá því að
gefa starfsmönnum misdýrar gjafir, eða
gjafakort með misháum upphæðum. Það
geti verið viðkvæmt mál að nota jólagjöfina
sem umbun fyrir vel unnin verk á árinu ef
það á ekki við allan hópinn, og ef það
skyldi spyrjast út að sumir fengu meira en
aðrir er næsta víst að það hefði neikvæð
áhrif á gleði hinna. „Ég mæli svo heilshug-
ar með gjöfum sem fela í sér stuðning við
gott málefni, s.s. með því að láta fylgja
með gjafakorti til starfsmanna einhvers
konar styrk til góðagerðarmálefnis. Góð-
gerðarfélögin bjóða nú orðið upp á ýmsar
vörur eða styrktarleiðir sem væru flottar í
jólapakkann og fylgir þeim hinn sanni andi
jólanna.“
Jólasveininum í fyrirtækinu
getur verið vandi á höndum
Hvað gjöf á að kaupa handa
starfsfólkinu svo að sem flestir
verði ánægðir?
Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Flestum þykir konfekt gott og óvitlaust að
blanda saman konfekti og gjafakorti.
Morgunblaðið/Hari
Guðríður segir gjafkort frá bönkum og verslunarmiðstöðum nýtast flestum vel. En umslag með plastkorti er ekki mjög hátíðleg gjöf og því ágætt að eitthvað lítið, sætt og táknrænt fylgi með.
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018
Það skiptast á skin og skúrir í
öllum rekstri og sum árin þarf
að herða sultarólina með því
ýmist að sleppa því að gefa
starfsfólki jólagjöf, eða þá gefa
ódýrari gjöf en venjulega.
Guðríður segir þessa stöðu
hafa t.d. komið upp hjá mörgum
fyrirtækjum í kjölfar banka-
hrunsins og valdið óánægju á
sumum stöðum. „Ef verður
skyndileg stefnubreyting í jóla-
gjafamálum sýnir reynslan að
góð upplýsingagjöf skiptir máli.
Ég man eftir fyrirtækjum þar
sem það kom starfsfólkinu í
opna skjöldu að fá ekki jafn veg-
lega gjöf og venjulega, með til-
heyrandi kvörtunum, en á öðr-
um stöðum tókst að skapa
samstöðu og skilning á því að
aðhaldsaðgerða væri þörf. Það
er vel hægt að minnka jólagjöf-
ina án þess að allt verði brjál-
að.“
Ráðleggur Guðríður líka að
upplýsa starfsmenn um það fyr-
irfram ef að stendur til að víkja
frá rótgrónum hefðum í gjafaval-
inu. Ef starfsfólkið hefur t.d. van-
ist því, ár eftir ár, að fá matar-
körfu með hangikjöti eða
hamborgarhrygg til að elda of-
an í heimilismeðlimi, geti það
komið því óþægilega á óvart að
fá allt í einu eitthvað allt annað
að gjöf. Gildir þá það sama: að
upplýsa starfsmenn fyrirfram.
Viti af breytingum fyrirfram
Morgunblaðið/Golli
Ef starfsfólkið er vant að fá jólasteikina að gjöf frá vinnuveitand-
anum þarf að fara varlega ef til stendur að breyta út af hefðinni.