Morgunblaðið - 09.11.2018, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2018
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Nú gefst þér tækifæri til að gleðja starfsfélaga, fjölskyldu
og vini með konunglegum kræsingum frá Veislulist
Starfsfólk okkar leggur sig fram um að gera stundina fallega með
úrvals veitingum og persónulegri og góðri þjónustu.
Hlaðborð fyrir allar stærðir af hópum.
Þrjár mismunandi steikur ásamt meðlæti.
Hlaðborð fyrir allar stærðir af hópum.
Konunglegar kræsingar.
Hlaðborð fyrir allar stærðir af hópum.
Hátíðlegir smáréttir.
Jólasteikur Jólahlaðborð 1&2 Jólasmáréttir
Jólahlaðborð
Jólin 2018
Þ
egar tekur að styttast í
jólin kemur sælkerinn
upp í landsmönnum, og
þeir láta eftir sér alls
kyns góðgæti. Þeir eiga
það líka til að vilja gleðja vini,
vandamenn og vinnufélaga með
matargjöfum, vitandi sem er að
leiðin að hjartanu liggur í gegnum
magann.
Jóhann Jónsson, matreiðslumað-
ur og eigandi Ostabúðarinnar á
Skólavörðustig, segir mikið líf og
fjör skapast bæði í sælkeraversl-
uninni og veitingastaðnum sem
hann rekur í sama húsi. Er fastur
liður í jólahaldinu hjá mörgum að
líta við í Ostabúðinni og versla þar
ýmsa klassíska rétti sem Jóhann
og starfsmenn hans hafa í búðar-
borðinu í desember. „Með hverju
árinu fjölgar þeim sem kaupa hjá
okkur ljúffenga forrétti til að bera
fram í matarboðunum yfir jólin.
Heitreykta gæsin er alltaf jafn vin-
sæl, sem og gæsalifrar-terrine sem
við búum til frá grunni. Grafið ær-
fíle, grafið hrossafíle, villibráðar-
paté og geitarúlla með hráskinku
er líka í uppáhaldi,“ segir hann.
„Fólk sækir forréttinn einfaldlega
til okkar, kaupir nákvæmlega það
magn sem þarf að nota og léttir
matseldina í öllum asa jólanna.“
Að mati Jóhanns eru Íslending-
ar nú til dags viljugri en oft áður
að prófa nýja hluti í jólamat. „Í
gamla daga var það hér um bil
heilagt að hafa bara aðalrétt og
eftirrétt, en smám saman erum við
að sjá þá hefð koma inn að snæða
góðan forrétt en hafa þá aðalrétt-
inn minni. Er þá borðhaldið líka
með öðrum hætti, og fólk ekki að
sprengja sig gjörsamlega á aðal-
réttinum svo það geti varla haldið
sér vakandi á meðan verið er að
opna jólapakkana.“
Sækja í fiskrétti fram að jólum
Ostabúðin hefur verið kennileiti
á Skólavörðustíg um margra ára
skeið og uppáhald fjölda sælkera,
en auk verslunarinnar býður Osta-
búðin upp á vinsæla veisluþjónustu
fyrir hin ýmsu tilefni. Árið 2015
stækkaði reksturinn yfir í næsta
hús við hliðina og var þar opnaður
veitingastaður sem deilir nafni
sælkeraverslunarinnar. Jóhann
segist, merkilegt nokk, ekki vera
með sérstakan jólamatseðil á að-
ventunni:
„Hjá veisluþjónustunni má vita-
skuld fá jólamat en almenningur
virðist kunna að meta það í desem-
Vinsælustu vörurnar
gera matarkörfuna
að skotheldri jólagjöf
Jói í Ostabúðinni segir æ algengara að fólk létti sér matseldina í kringum jól-
in með því að kaupa tilbúinn forrétt eins og heitreykta gæs eða grafið ærfíle.
Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Flestir finna eitthvað sem þeim líkar í körfu af sælkeramat..
Jói segir gott ráð til
að létta jólastússið
að kaupa tilbúinn for-
rétt eins og villibráð-
arpaté eða ærfíle.