Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Page 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Page 26
Góðar kvikmyndir hrífa mann með sér og geta líka vakið áhuga á nýjum stöð- um, hlutum og upplifunum. Hér eru taldir upp átta tökustaðir og sögusvið þekktra kvikmynda, allt frá smáríki til stjörnuathugunarstöðvar, sem enn skemmtilegra er heim að sækja ef maður þekkir staðinn af hvíta tjaldinu. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Ferðalag inn í heim kvikmyndanna GettyImages/iStockphoto Martha’s Vineyard, Massachusetts, Banda- ríkjunum Á þessari fallegu eyju var stór hluti kvik- myndarinnar Jaws tekinn upp. Tökur fóru að mestu fram í þorpinu Menemsha og bænum Chilmark og fékk leikstjórinn Steven Spielberg fjölmarga íbúa eyjarinnar til liðs við sig sem aukaleikara í myndinni. Veðrið er mjög þægilegt þarna á sumrin svo að eyjan hefur verið vinsæll ferðamannastaður. Christ Church College, Oxford, Englandi Þessi mikli matsalur leikur stórt hlutverk í Harry Potter þar sem hann tekur á sig mynd galdraskólans Hogwarts. Allt umhverfið þarna er töfrandi og gaman að skoða enda er þetta vinsælasti skólinn í Oxford hjá ferðamönnum. Beverly Wilshire, Beverly Hills, Kaliforníu, Bandaríkjunum Það væri ekki amalegt að eyða fríinu á Four Seasons-hóteli enda hafa bæði Bandaríkjaforsetar og kvikmyndastjörnur gist þarna. Það hefur verið notað sem töku- staður í mörgum þáttum og kvikmyndum og má þar helst nefna Pretty Woman með Richard Gere og Juliu Roberts í aðalhlutverkum en persóna Roberts, Vivian Ward, gistir á Beverly Wilshire. 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2018 FERÐALÖG SÍGILDIR SUNNUDAGAR Fyrsta flokks kammertónlist Sígildir sunnudagar eru klassísk tónleikaröð þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval kammertónleika. Sunnudaga kl. 16:00 í Hörpu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.