Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Qupperneq 40
SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2018
Fanney Eiríksdóttir greindist með leghálskrabbamein á
21. viku meðgöngu en um síðustu helgi sögðu hún og
eiginmaður hennar, Ragnar Snær Njálsson, frá baráttu
Fanneyjar í forsíðuviðtali Sunnudagsblaðs Morgun-
blaðsins.
Taka þurfti son þeirra með keisaraskurði á rúmlega
29. viku meðgöngu en drengurinn, sem hlaut nafnið Erik
Fjólar, er nú á vökudeild og Fanney í hörðum lyfja- og
geislameðferðum. Fyrir eiga þau hjónin fjögurra ára
dóttur Emilý Rósu.
Hressleikarnir, góðgerðarverkefni heilsuræktar-
stöðvarinnar Hress í Hafnarfirði, styrkja í ár fjölskyld-
una en þeir fara fram í dag, laugardaginn 3. nóvember.
Þeim sem ekki komast á Hressleikana og vilja styrkja
fjölskylduna er bent á söfnunarreikninginn 0135-05-
71304, á kennitölu 540497-2149.
Ragnar Snær og Fanney
Eiríksdóttir ásamt syni
sínum sem kom í heim-
inn undir lok september.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Komið að hápunktinum
Hressleikarnir, þar sem safnað er fyrir Fanneyju Eiríksdóttur og fjöl-
skyldu hennar, fara fram um helgina, laugardaginn 3. nóvember.
„Fróðir menn segja: Ef þú hefir
sjeð London þá hefir þú sjeð
heiminn.“ Þetta var fullyrt í aug-
lýsingu með hálfgerðu stríðsletri
sem birtist á forsíðu Morgun-
blaðsins fyrir réttum 90 árum, 4.
nóvember 1928. Á þeim tíma
skrapp landinn vitaskuld ekki á
hverjum degi til útlanda, hvað
þá til London. „Það er mikill
sannleikur í þessu,“ hélt auglýs-
andinn, Knattspyrnufjelag
Reykjavíkur, áfram. „Stórkost-
leg hlutavelta verður haldin í
dag í stórhýsi að Þormóðs-
stöðum við Skerjafjörð. (Gengið
fram hjá Loftskeytastöðinni suð-
ur fyrir Grímstaðaholtið. – 15
mínútna gangur úr miðbænum).
Hlutaveltan hefst kl, 2 e. h.
Margir afskaplega spennandi
drættir. Þar á meðal einn sem
gildir alla leið suður til Lund-
únaborgar og aftur heim til
gamla Fróns. Þá er ferð upp til
skýja með flugvjelinni næsta
sumar.“ Almennilegt að bjóða
upp á flug heim líka.
Ekki nóg með það. „Hvað seg-
ið þjer um það að fá fyrir 50 aura
Ljósakrónu, sem er 75 króna
virði, eða þá kol í tonnatali;
tunnu fulla af olíu, hvort heldur
þjer viljið Mjallhvít eða Sunnu.“
Drátturinn kostaði aðeins 50
aura og inngangur sama. Eftir
hlutaveltuna átti að vera dans,
veitingar, gosdrykkir og fleira.
GAMLA FRÉTTIN
Lundúna-
ferð í boði
Lundúnaborg á því herrans ári 1928, þegar drátturinn fór fram.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Júlíus Jónasson
handboltakappi
Bjarni Friðriksson
júdókappi
Sean Bean
kvikmyndaleikari
GM 9900 Verð frá 450.000,-
GM 3200 Verð frá 595.000,-
GM 2100 Verð frá 556.000,-
GM 7700 Verð frá 639.000,-
GM 3300 Verð frá 685.000,-
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
CONDEHOUSE TEN
Borðstofuborð