Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.11.2018, Side 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.11. 2018
É
g gleymi því aldrei þegar ég heyrði
fyrst að lagið væri komið í fyrsta
sætið á vinsældalista,“ segir Craig
Reid, annar tvíburanna í The
Proclaimers. Hann hlær að minn-
ingunni. „Ég var á veitingastað í London með
vini mínum, að borða karrý, þegar falleg, ljós-
hærð kona kom yfir til mín og spurði hvort ég
væri ekki annar af The Proclaimers? Ég svar-
aði því játandi og þá sagði hún: „Þið eruð núm-
er eitt í heimalandinu mínu!“ Ég hugsaði með
mér að það gæti ekki staðist, hún gæti ekki
verið að segja satt. Ég spurði hvaðan hún væri
og hún svaraði „Íslandi“ svo ég bara þakkaði
henni fyrir og fannst þetta forvitnilegt, fór svo
næsta dag til útgáfufyrirtækisins okkar og þar
komu allir af fjöllum og tóku að hringja til að
spyrjast fyrir. Einhvern veginn komust þeir
svo fljótlega að því að þetta væri satt, við átt-
um vinsælasta lagið á Íslandi!“
Craig er að sjálfsögðu að tala um stórsmellinn
„I’m Gonna Be (500 Miles)“, sem hefur verið
langvinsælasta lag The Proclaimers í 30 ár.
Craig og tvíburabróðir hans, Charlie, stofnuðu
The Proclaimers árið 1983, eftir að hafa prófað
sig áfram í nokkrum skólapönksveitum fram að
því. Þar tóku þeir alveg nýja stefnu í tónlistar-
sköpun, en lögin eru undir sterkum áhrifum
skoskrar sveita- og þjóðlagatónlistar. Þeir eru
enda mjög stoltir af uppruna sínum, ákafir
stuðningsmenn sjálfstæðis Skotlands og hafa
aldrei séð neina þörf á því að syngja með öðrum
hreim en sínum eigin, sem er meðal annars það
sem vakti athygli á þeim í upphafi. Skoskur
aðdáandi þeirra átti líka sinn þátt í henni þegar
hann sendi kassettu með tónlist þeirra til hljóm-
sveitarinnar The Housemartins, sem leist svo
vel á að þeir buðu The Proclaimers að hita upp
fyrir þá á tónleikaferð um Bretland árið 1986.
Afkastamiklir og spilaglaðir
Ári síðar gáfu tvíburarnir út fyrstu breiðskífu
sína, This Is the Story, en á henni má finna lag-
ið „Letter from America“ sem náði talsverðum
vinsældum á Íslandi og lenti í 3. sæti á breska
vinsældalistanum. Þar er einnig sungið um
erfiðleikana við að vera með sterkan, skoskan
hreim sem þótti ekki par fínn í laginu „Throw
the ‘R‘ Away“ og hið þjóðlagaskotna „Make My
Heart Fly“ lifir enn góðu lífi. Önnur breiðskífa
þeirra Craig og Charlie varð þó sú sem kom
þeim á kortið um allan heim. Platan í heild sinni
er nokkurs konar óður til bæjarhlutans Leith,
sem var áður sérstök hafnarborg, þar sem tví-
burarnir ólust að mestu upp og hvar þeir búa
enn þann dag í dag. Á þeirri plötu má finna vin-
sæl lög á borð við „Oh Jean“, titillagið „Sun-
shine on Leith“ og „I’m on My Way“ að
ógleymdum stórsmellnum „I’m Gonna Be (500
Miles)“ sem hefur fyrir löngu skipað sér sess
með ódauðlegum smellum tónlistarsögunnar.
Sex ár liðu þar til þriðja breiðskífan kom út,
„Hit the Highway“, þar sem enn einn smell-
urinn, „Let’s Get Married“, leit dagsins ljós.
Þótt Íslendingar hafi kannski lítið heyrt af The
Proclaimers frá því á tíunda áratugnum hafa
Skotarnir söngglöðu síður en svo setið auðum
höndum og gáfu þeir nýlega út elleftu breið-
skífu sína, Angry Cyclist, en sjaldan líða fleiri
en þrjú ár milli platna. Þess á milli fara þeir í
tónleikaferðalög um allan heim en í Skotlandi
eru þeir fyrir löngu orðnir þjóðhetjur. Söng-
leikur byggður á plötunni Sunshine on Leith
var fyrst settur á svið árið 2007 og hefur verið
sýndur reglulega víða um Bretland síðan og
árið 2013 var gerð söngvamynd upp úr honum.
Þreytast aldrei
Platan Sunshine on Leith átti 30 ára afmæli í
ágúst síðastliðnum og 11. nóvember verða akk-
úrat 30 ár frá því að smellurinn „500 Miles“
komst í toppsæti Vinsældalista Rásar 2 og Ís-
lendingar urðu þar með langfyrsta þjóðin til að
velja lagið það vinsælasta í sínu landi.
Í tilefni þeirra tímamóta sníkti blaðakona
símanúmerið hjá Craig Reid og sló á þráðinn,
en þurfti að viðurkenna í upphafi símtalsins að
hún hefði ekki hugmynd um við hvorn tvíbur-
ann hún væri að tala. „Ég er sá sem heldur á
kassagítar á tónleikum,“ svarar Craig léttur,
augljóslega vanur því að þurfa að útskýra hvor
væri hvað enda eru þeir bræðurnir eineggja.
Þeir eru nýkomnir úr tónleikaferðalagi um
Kanada og við tekur túr um Bretland og Ír-
land fram að jólum og þar sem þeir voru á tón-
leikaferðalagi um Bandaríkin á síðasta ári er
fyrsta spurning hvort þeir séu ekkert farnir að
þreytast. „Þreytast? Neinei. Við kláruðum
Bandaríkin í október 2016, þá fengum við
nokkurra vikna frí og ég hélt að við myndum
svo taka tíu mánuði í að semja næstu plötu en
hún tók aðeins lengri tíma, rúmt ár, svo að tón-
leikafríið varð lengra en það átti að vera. Við
þekkjum ekki annað en að semja tónlist, taka
upp tónlist eða spila á tónleikum. Við semjum
ekki í törnum heldur höfum við tamið okkur
síðustu fimmtán árin eða svo að setjast niður á
hverjum degi og semja tónlist. Ég sem meira
af henni en Charlie og er ekkert sérstaklega
fljótur að semja en er búinn að komast að því
að ef ég sit við á hverjum degi er ég kominn
með efni í heila plötu eftir rétt rúman mánuð.“
Hann segir að þegar á þessu tímabili standi
hittist þeir bræður 2-3 sinnum í viku, bara til
að halda sér í söngformi og syngja saman eldri
lögin sín. „Svo þegar við byrjum á nýja efninu
þá höldum við áfram að hittast reglulega til að
pússa lögin til, vanalega tvö til þrjú í senn, og
stilla saman raddirnar. Þannig syngjum við
lögin yfir aftur og aftur og aftur þar til við er-
um sáttir við endanlega útgáfu. Þá tökum við
næstu tvö til þrjú lög og svo framvegis. Þannig
höfum við bara vanist því að vinna, svo tökum
við upp „demó“ með einn kassagítar og hljóm-
borð og látum svo hljómsveitina okkar hafa,“
segir Craig, en þeir hafa haft fastan hóp hljóð-
færaleikara með sér á plötum og tónleika-
ferðalögum frá árinu 2007.
Smellur á 45 mínútum
Eins og áður segir er Craig aðallagahöfundur
dúettsins og á heiðurinn af smellnum „I’m
Gonna Be (500 Miles)“ en hann man enn vel
hvernig lagið varð til. „Við vorum að spila á tón-
leikum hingað og þangað til að fylgja fyrstu
plötunni okkar eftir og vorum að fara til Aber-
deen að spila, sem er um 130 mílur norður af
Edinborg þar sem við búum. Ég var tilbúinn og
enn um klukkutími þar til ég yrði sóttur svo ég
settist við hljómborðið og byrjaði að spila af
fingrum fram og eftir 45 mínútur var lagið
tilbúið, bæði textinn og hljómarnir. Ég hef aldr-
ei verið svona fljótur að semja lag, það var bara
eins og það hefði dottið af himnum ofan, nánast
tilbúið. Við byrjuðum að spila það á tónleikum
áður en við tókum upp plötuna – við Charlie
fluttum það tveir einir órafmagnað – og það fór
mjög vel í mannskapinn. Svo þegar við tókum
það upp voru allir á því að þetta yrði fyrsta
smáskífan, við töldum nokkuð víst að það fengi
útvarpsspilun og þá yrði það nokkuð vinsælt.
Og svo varð það svo sannarlega smellur. Það
varð talsvert vinsælt í Bretlandi en í raun miklu
stærri smellur í öðrum löndum, og á öðrum
tíma því það var notað í þessari kvikmynd
[Benny & Joon], svo að lagið ferðaðist um allan
heim og náði vinsældum á mismunandi tíma.“
Öllum þessum árum síðar eru The Proclaim-
ers enn að leika „500 Miles“ á tónleikum og þá
ætlar þakið af húsinu. Craig segir að þeir verði
þó aldrei þreyttir á laginu því þeir gæti sín á því
að breyta lagavalinu og -röðinni fyrir hverja
einustu tónleika. „Við höfum vanalega úr 35-40
lögum að velja og það eru ekki nema 8-9 lög
sem við spilum örugglega á hverjum tónleikum
svo við höldum spilagleðinni með því að skipta
restinni út og endurraða efninu. Þannig leikum
við aldrei sama settið tvisvar í röð og höfum
alltaf gaman af tónlistinni sjálfir.“
Skálar fyrir Íslendingum
En þrátt fyrir að 30 ára sigurganga „500 Miles“
hafi í raun hafist á Íslandi hefur The Proclaim-
ers aldrei komið til Íslands. „Nei, ég þekki
marga sem hafa farið þangað í frí en ég hef
aldrei komist sjálfur. Okkur hefur verið boðið
að halda tónleika þar en það hefur aldrei hent-
að. Við ætluðum að reyna að koma því að áður
en við fórum til Kanada, til að ná afmælisárinu,
en það gekk bara ekki upp,“ segir Craig og hik-
ar en bætir svo leyndardómsfullur við: „Ég tel
það reyndar mjög líklegt að við spilum á Íslandi
innan skamms, við viljum það mjög mikið.“
Ég tjái honum að lagið hafi náð toppsætinu
á Íslandi nákvæmlega 11. nóvember 1988 og
spyr hvort þeir bræður ætli að minnast þeirra
tímamóta á einhvern hátt? „Ég er ekki alveg
viss hvar við verðum þá, ég held að við verðum
með tónleika einhvers staðar í Skotlandi en
þarf að fletta því upp. En jú, núna ætla ég að
reyna að muna dagsetninguna og skála fyrir
Íslendingum þá og færa þeim þakkir fyrir að
hafa verið fyrstir í heiminum til að setja lagið
okkar í sæti númer eitt!“
Aðalstuðlag Skota
Skosku tvíburarnir sem mynda dúettinn The
Proclaimers hafa sungið í 30 ár um að arka 500
mílur og svo aðrar 500 mílur til viðbótar til að
geta verið með ástinni sinni. Lagið „I’m Gonna
Be“ kom út í ágúst 1988 og var fyrsta smáskífa
plötunnar Sunshine on Leith, sem var önnur
breiðskífa þessara ungu tónlistarmanna frá
Leith í Edinborg. Á henni mátti jafnframt
finna smellina „I’m on My Way“, sem yngri
kynslóðir þekkja vel úr teiknimyndinni Shrek,
og titillagið sjálft sem fyrir löngu er orðið
fagnaðarsöngur stuðningsmanna skoska fót-
„Aldrei verið
svona fljótur
að semja lag“
Um þessar mundir eru 30 ár síðan lagið „500 Miles“ með
skosku hljómsveitinni The Proclaimers heyrðist fyrst, en
segja má að Íslendingar hafi verið fyrstir til að uppgötva
snilldina í þessum ódauðlega smelli.
Ingibjörg Rósa ingibjorgrosa@gmail.com
Bræðurnir Craig og Charlie ætla að skála
fyrir Íslendingum 11. nóvember þegar 30
ár verða liðin frá því að þekktasti smellur
þeirra náði fyrsta sæti á vinsældalista,
sem var Vinsældalisti Rásar 2.