Morgunblaðið - 13.12.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.12.2018, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018FRÉTTIR TANGARHÖFÐA 13 577 1313 - kistufell.com BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Tímamót? Á tímamótum er gott að skipta um tímakeðju og tímareim Afsláttur í desember 20% afsláttur af tímareimasettum og tímakeðjusettum 10% afsláttur af vinnu við tímareima- og keðjuskipti Óhætt er að segja að Íslendingar hafi tekið sænska tískurisanum H&M opnum örmum. Ný verslun var opnuð á Hafnartorgi á dög- unum og fyrir skemmstu bættist við 420 fermetra verslunarrými í Smáralind. Starfsemin hér á landi heyrir undir Dirk Roennefahrt sem einnig stýrir H&M í Noregi en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í tæpa tvo áratugi, m.a. í Kína, Hol- landi og Svíþjóð. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Tískuiðnaðurinn er enn að stækka en að sama skapi hefur hann orðið fyrir miklum breyt- ingum. Við höfum séð miklar breytingar eiga sér stað þegar kemur að kauphegðun neytenda sem færa sig nær og nær stafrænni notkun. Þrátt fyrir það sækir neyt- andinn enn í verslanirnar en þá þarf sjálf verslunarupplifunin að vera mun betri og uppfylla þær nýju kröfur sem nútímaneytandinn hefur, til dæmis í formi aukinni þæginda og þjónustu. Hver var síðasti fyrirlesturinn sem þú sóttir? Ég sæki ekki svo mikið af fyrir- lestrum og ráðstefnum en innan- húss held ég mikið af kynningum fyrir mismunandi teymi, bæði á skrifstofunni en einnig í versl- ununum okkar. Fyrir stuttu opn- uðum við glænýja og glæsilega flaggskipsverslun í Osló og hélt ég þá ræðu fyrir starfsfólk verslunar- innar aðeins nokkrum mínútum áð- ur en við formlega opnuðum versl- unina í fyrsta skipti. Það er alltaf svo hátíðleg stemning afar sérstakt að sjá teymið, sem hefur unnið hörðum höndum við að setja upp verslunina og gera allt tilbúið, bíða í ofvæni eftir að geta opnað loksins dyrnar og boðið viðskiptavini vel- komna. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Það eru án efa allmargar bækur yfir árin sem hafa haft áhrif á mig og mína vinnu. Ein af þeim sem ég las nýverið var bókin Strength- based leadership sem er gefin út af Gallup. Bókin er byggð á aðferð sem kallast Strength Finder sem er þróað af Donald O. Clifton. Í bókinni er farið yfir niðurstöður veigamikillar rannsóknar þar sem stjórnunaraðferðir og stjórnendur í um milljón teymum um allan heim voru greind og skoðuð. Hvernig viðheldurðu þekkingunni þinni? Ég fylgist auðvitað með fréttum og hvað er að gerast í heiminum al- mennt. Ég les mikið af greinum um kauphegðun og hvernig hún hefur breyst og heldur áfram að breyt- ast. En mikilvægast finnst mér þó að vera þar sem viðskiptavinurinn er og því reyni ég að vera eins mik- ið í verslunum okkar og hægt er. Í H&M elskum við tísku og hönnun og ástríðan felur í sér að setja við- skiptavininn í fyrsta sæti – í einu og öllu. Til að geta uppfyllt kröfur viðskiptavinarins þurfum við fyrst og fremst að þekkja og skilja þarf- irnar og hvað þær fela í sér. Nú þegar við erum í miðri jólatörninni hjálpast allir að við að vinna í versl- ununum okkar – líka við sem störf- um á skrifstofunni og allir skrifstofustarfsmenn vinna a.m.k. einn dag á verslunargólfinu. Ég er ótrúlega spenntur fyrir því og hlakka mikið til. Hvað myndirðu læra ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu? Ef ég hefði möguleika á að fara aftur í nám myndi ég eflaust hyggja á frekara nám í tísku og hönnun. Hvað gerirðu til að fá orku og innblástur í starfi? Ég fæ langmesta orku og inn- blástur þegar ég er í verslununum okkar. Að tala við starfsfólkið í búðunum og viðskiptavini veitir mér einnig mikinn innblástur. Þeg- ar ég er í H&M-verslun hugsa ég stöðugt um hvað við getum gert til að bæta verslunarupplifunina og gera hana enn betri, þægilegri og handhægari. SVIPMYND Dirk Roennefahrt, framkvæmdastjóri H&M á Íslandi Unir sér best í búðinni „Við höfum séð miklar breytingar eiga sér stað þegar kemur að hegðun neytenda sem færa sig nær og nær stafrænni notkun,“ segir Dirk. HLUTABRÉFAMARKAÐUR Stjórn Icelandic Seafood Inter- national, sem skráð hefur verið á First North-markað Kauphallar Ís- lands frá árinu 2016, hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu félags- ins á aðalmarkað Kauphallarinnar. Markmið stjórn- arinnar er að skráningin verði á næsta ári. „Það er rökrétt skref fyrir félagið sem stækkað hef- ur mikið síðustu árin að hefja undir- búning á skráningu félagsins á aðal- markað. Með því fjölgar í hópi hluthafa og á sama tíma styður það við áframhaldandi vöxt félagsins,“ segir Helgi Anton Eiríksson, for- stjóri fyrirtækisins, í tilkynningu. Samhliða því að félagið tilkynnir fyrirætlanir sínar um skráningu á markað hefur það uppfært afkomu- spá sína fyrir yfirstandandi rekstrarár. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta verður á árinu, gangi áætlanir eftir, 6,8-7,3 milljónir evra, jafnvirði 950-1.020 milljóna króna. Fyrri spá gerði ráð fyrir hagnaði upp á 850-920 milljónir kr. Segir Helgi Anton að áætlanir fyrirtækisins á yfirstandandi ári hafi gengið eftir en þær hafi miðað að því að styrkja starfsemina. „Við höfum fjárfest í fyrirtækjum í virðisaukandi starfsemi bæði á Ír- landi og á Spáni en afkoma virðis- aukandi eininga samstæðunnar hef- ur verið umfram áætlanir. Okkar skýra stefna, góða starfsfólk og sterku samstarfsaðilar hafa lagt grunn að áframhaldandi kröftugum vexti félagsins.“ Icelandic Seafood stefnir á aðalmarkað Helgi Anton Eiríksson Afkomupsá félagsins fyrir árið 2018 hefur verið hækkuð um 100 milljónir. Félagið hefur verið á First North-markaðnum frá því í maí árið 2016. GRÆJAN Það er ekki lítið kraftaverk að við skulum flest ganga um með nokkuð góða myndbands- upptökuvél í vasanum. Þökk sé blessuðum snjallsímunum er minnsta mál að taka upp myndskeið hvar og hvenær sem er og deila með öllum heiminum. En símunum eru viss takmörk sett og við ýmsar aðstæður þarf töluverða lagni til að ná góðri upptöku. Ef t.d. þarf að elta myndefnið er næsta víst að upptakan leiki öll á reiði- skjálfi, og til að ná vissum sjónarhornum með símann að vopni þarf upptökumaðurinn að vera hálfgerður fimleikamaður. DJI Osmo Pocket er sniðugt tæki sem ætti að geta hjálpað frístundaleikstjórum að gera töluvert betri fjölskyldumyndbönd. Græjan samanstendur af linsu og rambaldi (e. gimbal) sem hjálpar til að halda linsunni stöðugri og minnka allan titring. Ef Osmo Pocket er tengdur við síma má nota símaskjáinn til að beina linsunni í hvaða átt sem er, og jafnvel láta myndavélina elta myndefnið sjálfkrafa. Græjugagnrýnendur eru almennt ánægðir með Osmo Pocket en DJI er þekkt fyrir fram- leiðslu vandaðra upptökudróna og rambalda fyrir myndavélar í fullri stærð. Osmo Pocket kostar 349 dali hjá bandarísk- um netverslunum. ai@mbl.is Myndböndin tekin upp á næsta stig STÖRF: Afgreiðsla í verslun, deildarstjóri, verslunarstjóri inn- kaupa, umsjón með opnunum nýrra verslana og yfirumsjón með netverslun. ÁHUGAMÁL: Bíómyndir, líkamsrækt og að elda góðan mat. FJÖLSKYLDUHAGIR: Í sambúð. HIN HLIÐIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.