Morgunblaðið - 13.12.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.12.2018, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 AF 200 MÍLUM Á MBL.IS Ný skýrsla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, sem sjávarútvegs- ráðherra óskaði eftir og átti að liggja fyrir í október, hefur ekki skil- að sér. Þetta staðfesti upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytisins, Þórir Hrafnsson, í samtali við 200 mílur á þriðjudag. Sagði hann ráðuneytið hafa ýtt á eftir Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að skila skýrslunni. Síðasta skýrsla þessa efnis var gefin út 2010 og var niðurstaðan sú að þjóðhagslega hagkvæmt teldist að halda hvalveiðum áfram. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gaf það út í sumar að ákvörð- un um úthlutun nýrra hvalveiðileyfa yrði ekki tekin fyrr en úttekt á umhverfisáhrifum, dýraverndunarsjónarmiðum, samfélagslegum áhrifum og áhrifum á íslenskt efnahagslíf hefði verið gerð. Skýrslan mun nú vera langt komin og er von á henni í kringum áramót. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvalbátur á leið inn Hvalfjörð með hval. Von er á skýrslunni um áramót. Enn er beðið eftir hvalveiðaskýrslu Á skömmum tíma hafa orðið miklar breytingar á rússneskum sjávar- útvegi. Húni Jóhannesson, sérfræð- ingur á fyrirtækjaráðgjafarsviði Arctica Finance, segir mikilvægt að seljendur ís- lenskra sjávaraf- urða séu meðvit- aðir um þessa þróun því stór og voldugur keppi- nautur sé að verða til í austri. Að sögn Húna hefur það orðspor loðað við rúss- neskan fisk að hann sé ögn lakari en sá íslenski, en nú megi oft lítinn sem engan mun finna á íslenska fiskinum og þeim rússneska. „Að vísu á það að sumu leyti enn við um rússneskar fiskafurðir að þær hafa verið tvífrystar, og rússnesk útgerðarfélög búa við þannig land- fræðilegar aðstæður að forsendur fyrir framleiðslu og sölu á ferskum fiski eru ekki sérlega góðar, en munurinn á gæðum hefur minnkað hratt og stefnir í að sumt af þeim fiski sem í dag má kaupa af Rúss- um verði á pari við þá vöru sem fæst á Íslandi.“ Endurúthluta 20% kvótans Húni er einn af höfundum nýrrar greinargerðar Arctica og Íslenska sjávarklasans þar sem farið er í saumana á meginatriðum rúss- nesku sjávarútvegsbyltingarinnar. Hann segir að þróunina megi rekja aftur til ársins 2004 þegar rússnesk stjórnvöld ákváðu að gefa út fisk- veiðiheimildir til fimm ára. „Að taka upp kvótakerfi vakti ekki mikla hrifningu en greinin lagaði sig fljótt að nýjum aðstæðum og ár- ið 2009 var gengið einu skrefi lengra með því að gefa kvótann út til 10 ára. Þegar tók að styttast í endurúthlutun kvóta var síðan ákveðið að bæði láta úthlutunina gilda til 15 ára og nota kvótakerfið til að skapa hvata til fjárfestingar í nýjum skipum og vinnslutækjum.“ Við næstu úthlutun, árið 2019, mun 80% kvótans vera ráðstafað með hefðbundnum hætti en 20% fara til þeirra útgerðarfélaga sem hafa nútímavætt flota sinn og fisk- vinnslur. Húni segir flest benda til að þessi útfærsla hafi skilað tilætl- uðum árangri og fyrir metnaðar- fulla útgerðarmenn blasi við að við- bótarkvótinn muni borga fjárfestinguna upp tiltölulega hratt. „Bæði fá þeir meiri fisk til að veiða, eignast skip sem eru hagkvæmari í rekstri, geta aukið gæði vörunnar og þar með hækkað verðið, og þeir standa líka betur að vígi þegar kemur að því að fá fólk til starfa enda má reikna með að það muni þykja eftirsóknarverðara að vinna t.d. á nýju og fullkomnu skipi en á gömlu,“ útskýrir hann. „Að sama skapi er augljóst að þau fyrirtæki sem ekki láta hendur standa fram úr ermum og taka þátt í nútíma- væðingunni munu ekki vera sam- keppnishæf og á endanum verða undir.“ Nútímavæðing rússnesks sjávar- útvegs hefur verið hvalreki fyrir mörg íslensk tækni- og skipahönn- unarfyrirtæki og hafa t.d. Skaginn 3X, Valka og Marel landað stórum samningum um smíði risavaxinna fiskvinnslna af fullkomnustu gerð, og Knarr samið um gerð fullkom- inna nútímaskipa. Er útlit fyrir að þessi félög og fleiri muni á komandi árum starfrækja útibú og þjónustu- stöðvar víða um Rússland og senda starfsmenn á staðinn í tuga og jafn- vel á köflum í hundraðavís. Eftirspurn heldur verðinu uppi Fyrir íslensk sjávarútvegsfyrir- tæki gæti þróunin í Rússlandi hins vegar þýtt harðnandi samkeppni í efri lögum markaðarins, enda verði gæði fisksins ekki ósvipuð en m.a. launakostnaður í Rússlandi töluvert lægri. Húni gengur ekki svo langt að spá því að framboð á rúss- neskum úrvalsfiski geti haft þau áhrif að íslenskir seljendur þurfi að lækka hjá sér verð: „Þar hjálpar að eftirspurn á heimsmarkaði er að aukast og þróunin í mörgum lönd- um sú að góður fiskur er orðinn hversdagslegri vara sem er oftar á borðum frekar en matur sem eld- aður er við sérstök tilefni. Á risa- vöxnum mörkuðum eins og Asíu er hvítur fiskur líka að sækja á.“ Ef eitthvað er grunar Húna að á markaði framtíðarinnar muni neyt- endur gera betur greinarmun á villtum fiski og eldisfiski, og margir muni sjá meiri gæði í villta fisk- inum. „En í hugum neytenda mun líka hágæðafiskur verða æ einsleit- ari vara ef ekki er að greina neinn merkjanlegan mun á fiski eftir því hvar hann var veiddur og hvar hon- um var landað. Gæti farið svo að einhverntíma í ekki svo fjarlægri framtíð gæti verið skynsamlegt fyr- ir t.d. Íslendinga, Færeyinga, Norðmenn og Rússa að taka hönd- um saman um sameiginlega mark- aðssetningu á Norður-Atlantshafs- fiski.“ Húni segir þróunina í Rússlandi líka sýna hvað það er sem koma skal, og að jafnvel í löndum þar sem greinin virðist risastór, silaleg og skammt á veg komin í tækni og nýsköpun geti réttu hvatarnir orðið til þess að sjávarútvegsfyrirtæki nútímavæðist mjög hratt. „Tæki- færin virðast nærri því ótæmandi fyrir tæknifyrirtækin og myndu út- gerðir um allan heim hagnast á því að kaupa skip og vinnslulínur sem auka skilvirkni, hagkvæmni og gæði.“ Rússneskar sjávarafurðir sækja á Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Miklar fjárfestingar í rúss- neskum sjávarútvegi þýða að gæðin hafa aukist tölu- vert. Landslag markaðar- ins gæti breyst hratt. AFP Fisksali á gaddfreðnum fiskmarkaði í Yakutsk í Síberíu. Rússar eru óðum að tæknivæða bæði veiðar og vinnslu. Húni Jóhannesson 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.