Morgunblaðið - 13.12.2018, Side 7

Morgunblaðið - 13.12.2018, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 7 Snjall og snjöll ný hugbúnaðarlausn Upplýsingar í skýinu Tölvupóstur með lotustýringu Rauntíma­ skráning hráefna Gufunes, 112 Reykjavík Sími 577 5757 – gamur@gamur.is Tæknivæðum sorpmálin Aðeins Rússar og Norðmenn veiða meira en Íslendingar í heimsálfunni, en við erum með um 8% hlutdeild af heildarveiðum í Evrópu. Þegar veiði Evrópulandanna er skoðuð með hlið- sjón af fjölda íbúa veiðir Ísland mest á hvern íbúa næst á eftir Færeying- um, eða um 3,2 tonn á mann. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Íslandsbanka um stöðu sjávarútvegsins. Ljóst er af gögnum bankans að Kína er stór- tækasta fiskveiðiþjóð heims, en skip Asíuríkisins veiddu alls 17,4 milljónir tonna árið 2017, eða um 19% af veið- um á heimsvísu. Ísland hefur undanfarin ár færst sífellt ofar á þessum lista og hefur því aukið veiðar sínar umfram aðrar þjóðir á listanum. Fiskveiðar Íslands jukust um 10% á milli ára og horfur eru á 8% aukningu á aflamagni í ár. Hætt er þó við að tæplega 2% sam- dráttur verði á næsta ári, vegna skertra aflaheimilda til veiða á upp- sjávartegundum á borð við makríl, loðnu og kolmunna. Verðmæti aukist um 15% í ár Í skýrslu bankans er bent á að verðþróun í krónum hafi verið ís- lenskum sjávarútvegi hagstæð undanfarið, bæði vegna hækkunar á heimsmarkaði og vegna gengisfalls krónu frá ágústlokum. Þessi þróun muni hafa áhrif á út- flutningstekjur næstu misserin og er gert ráð fyrir að útflutnings- verðmæti aukist um 15% á þessu ári frá því í fyrra, og um 7% til viðbótar á næsta ári. Fram kemur að Bretland sé stærsta viðskiptaþjóð sjávarútvegs- ins, en þangað voru fluttar sjávar- afurðir að verðmæti um 31 ma. kr., eða um 16% af heildarverðmæti út- fluttra sjávarafurða. Þegar litið er til magns er mest flutt út til Noregs, um 123 þúsund tonn, sem nemur um 20% af heildar- útflutningi sjávarafurða, en að mestu er um að ræða mjöl og lýsi. Tonn af botnfiski verðmætara Ljóst er, þegar skipting afla og aflaverðmætis er skoðuð eftir teg- undum, að mikið veitt magn skilar sér ekki endilega í miklu verðmæti. Veitt magn af botnfiski nam til að mynda um 426 þúsund tonnum, eða um 36% af heildarmagni aflans árið 2017, en það skilaði verðmæti upp á rúma 76 milljarða króna, eða um 69% af heildarverðmæti aflans. Veitt magn af uppsjávarfiski var rúmum 314 þúsund tonnum meira en af botnfiski, en heildarverðmæti uppsjávarfiskaflans voru þó ekki nema um 41% af heildarverðmæti botnfiskaflans, eða um 31 milljarður króna. Hvert tonn af botnfiski skilaði því rúmlega fjórum sinnum meira aflaverðmæti en hvert tonn af upp- sjávarfiski á síðasta ári. Næstur á eftir ferðaþjónustu Loks er tekið fram að miðað við tölur á fyrri hluta ársins 2018 aflar sjávarútvegurinn þjóðarbúinu mestra gjaldeyristekna næst á eftir ferðaþjónustunni, sem hefur aukið hlut sinn verulega frá árinu 2010. Útflutningsverðmæti sjávarafurða nema 19% af gjaldeyristekjum hag- kerfisins af vöru- og þjónustu- útflutningi á fyrri hluta ársins. Skipar því sjávarútvegurinn enn mikilvægan sess þegar kemur að öfl- un gjaldeyristekna og mun gera það áfram á komandi árum, að mati bankans. Ísland færist ofar á lista yfir veiðar Skúli Halldórsson sh@mbl.is Ísland er í 17. sæti á meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims, með um 1,3% hlut- deild þess aflamagns sem veitt er á heimsvísu, og sú þriðja stærsta þegar litið er til ríkja Evrópu. Landaður afli stærstu fiskveiðiþjóða (þús. tonn) *Árið 2016 Sæ ti* Land 2016 2017 Br ey tin g 1. Kína 17.807 17.400 -2% 2. Indónesía 6.595 6.456 -2% 3. Bandaríkin 5.528 4.850 -12% 4. Rússland 4.777 4.953 4% 5. Perú 3.797 4.158 10% 6. Japan 2.662 3.160 19% 7. Víetnam 2.635 2.803 6% 8. Noregur 2.205 2.190 -1% 9. Filippseyjar 2.047 2.073 1% 10. Síle 1.829 2.100 15% 11. Bangladess 1.675 *1.675 12. Malasía 1.586 1.610 2% 13. Taíland 1.552 1.471 -5% 14. Mexíkó 1.526 1.538 1% 15. Marokkó 1.470 *1.470 16. Kórea 1.397 1.310 -6% 17. Ísland 1.067 1.177 10% 18. Spánn 952 *952 19. Kanada 941 863 -8% 20. Argentína 771 762 -1% 21. Taívan 771 *771 22. Nígería 735 750 2% 23. Ekvador 715 *715 24. Bretland 702 *702 25. Íran 695 733 5% Stærstu 25 66.438 66.642 0.3% Öll lönd 92.012 92.318 0.3% Af heild 72% 72% Fiskveiði í löndum Evrópu Veidd tonn á mann árið 2016 Færeyjar Ísland Noregur Danmörk Lettland Eistland Írland Litháen Finnland Rússlad 11,53 3,18 0,42 0,12 0,06 0,06 0,05 0,04 0,03 0,03 Fiskveiðiþjóðir í Evrópu 10 stærstu árið 2016 (m. tonn) Rússland Noregur Ísland Spánn Danmörk Bretland Færeyjar Frakkland Holland Írland 4,8 2,2 1,1 1,0 0,7 0,7 0,6 0,4 0,3 0,3 Ljósmynd/Þröstur Njálsson Veitt magn af uppsjávarfiski var rúmum 314 þúsund tonnum meira en af botnfiski, en heildarverðmæti upp- sjávarfiskaflans voru þó ekki nema um 41% af heildarverðmæti botnfiskaflans eða um 31 milljarður króna. Afurðaverð á markaði 12. des. 2018, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 353,43 Þorskur, slægður 386,76 Ýsa, óslægð 294,56 Ýsa, slægð 287,56 Ufsi, slægður 110,71 Gullkarfi 270,58 Blálanga, slægð 153,32 Langa, óslægð 151,00 Langa, slægð 202,35 Keila, óslægð 108,00 Keila, slægð 114,33 Steinbítur, slægður 468,66 Skötuselur, slægður 597,92 Grálúða, slægð 447,34 Skarkoli, slægður 354,25 Þykkvalúra, slægð 912,28 Bleikja, flök 1.584,75 Gellur 840,73 Grásleppa, óslægð 31,00 Hlýri, slægður 378,41 Kinnfiskur/þorskur 892,00 Lifur/þorskur 100,00 Lúða, óslægð 440,00 Lúða, slægð 534,65 Lýsa, slægð 120,67 Skata, slægð 131,00 Stórkjafta, slægð 170,00 Tindaskata, óslægð 8,00 Undirmálsýsa, óslægð 176,91 Undirmálsýsa, slægð 203,79 Undirmálsþorskur, óslægður 170,39 Undirmálsþorskur, slægður 181,48 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.