Morgunblaðið - 13.12.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 13.12.2018, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018FRÉTTIR ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum Ekkert af stærstu tæknifyrirtækjum Kína, hvort sem þau eru skráð á markað eður ei, hefur sloppið við þá neikvæðu þróun sem að undanförnu hefur litað markaðinn jafnt innan sem utan kauphallar. Sum þeirra virðast þó meira ber- skjölduð en önnur um þessar mundir. Þar á meðal eru fyrirtæki sem til- heyra fyrstu kynslóð kínverskra tæknirisa og virtust á sínum tíma vera óstöðvandi. Sú var tíð að þessi fyrirtæki komu með þann skapandi neista sem þurfti til að keyra áfram vélar atvinnulífsins, um leið og þau stækkuðu sjálf ógn- arhratt: mælt í markaðsvirði koma í dag níu af tuttugu stærstu tækni- samsteypum heims frá Kína. Þau þrjú félög sem markaðurinn þekkir best ganga undir skammstöfuninni BAT – Baidu, Alibaba og Tencent – og hafa þótt lýsandi fyrir þá tæknirisa sem sprottið hafa upp á meginlandi Kína og þykja sumir hafa alla burði til að verða engir eftirbátar risanna í Kísildal. Þessi fyrirtæki urðu jafnvel svo áhrifamikil að margir markaðs- greinendur óttuðust að rétt eins og þau höfðu drifið áfram nýsköpun á sínum tíma þá gætu þau farið að standa í vegi frekari framþróunar. Í dag virðast mörg þessara fyrir- tækja ekki eins rismikil og þau voru fyrir aðeins nokkrum misserum. Þau glíma öll við alvarleg vandræði sem spanna allt frá veikleikamerkjum í viðskiptaáætlunum, yfir í árekstra við stjórnvöld og erfiðleika við að finna gott fólk til að taka við stjórnartaum- unum. Sprotarnir sækja í sig veðrið Það sem meira er, þá standa þessi fyrirtæki, sem eitt sinn þóttu dæmi- gerð fyrir það hvernig nýjar lausnir geta umturnað atvinnulífinu, núna frammi fyrir því að ný kynslóð tækni- fyrirtækja reyni að velta þeim úr sessi. Við það vaknar sama spurning og fyrsta kynslóð tæknirisa hinum megin við Kyrrahafið stendur frammi fyrir: hvernig stendur á því að sumum fyrirtækjum tekst ekki að takast á við breytingar? Og að hve miklu marki er það stofnendum fyrirtækjanna að kenna? Umræðan snýst ekki hvað síst um að hvaða marki þessi félög eru borin uppi af einum manni og hvort þau geta staðið á eigin fótum þegar stofnandans nýtur ekki lengur við. Þegar stjórn Uber í Kaliforníu vék Travis Kalanick frá störfum sem stjórnanda skutl- fyrirtækisins þá blossaði upp mikil um- ræða, bæði á samfélagsmiðlum og á meðal fjárfesta, um hvort eitthvað sam- bærilegt gæti gerst í Kína. Stór spurningarmerki svífa yfir næstum öllum þeim fyrirtækjum sem tilheyra fyrstu kynslóð kínverskra tæknisamsteypa, vegna þess hve mik- ið vald stjórnendur þeirra hafa. Sem dæmi hefur Baidu þurft að glíma við þann vanda að margir hátt settir stjórnendur hjá fyrirtækinu hafa horfið til annarra starfa, og fræg- asta tilvikið þegar Lu Qi, fram- kvæmdastjóri félagsins, hætti eftir að- eins 18 mánuði í starfi til að ganga til liðs við Y Combinator. Robin Li, stofnandi Baidu, er sá eini af stofnendum BAT-þríeykisins sem hefur bakgrunn í bæði bandaríska og kínverska tæknigeiranum og það gerði honum fært að fá til starfa kín- verskt afburðafólk með alþjóðleg sam- bönd. En honum hefur ekki tekist að halda í þetta fólk og í Kína talar varla nokkur maður lengur um BAT. Í staðinn er athygli fólks farin að beinast að næstu kynslóð kínverska tæknifyrirtækja, s.s. Meituan Dianp- ing sem færir fólki mat heim að dyr- um, og vefversluninni Pinduoduo en bæði eru þau farin að ná í skottið á gömlu risunum. Óánægja stjórnvalda Þá stendur Tencent frammi fyrir verulegum áskorunum. Má þar nefna að ráðamenn í Peking eru mjög óhressir með að fyrirtækið hafi átt þátt í að ýta undir leikjafíkn hjá börn- um, sem leiddi til þess að Tencent breytti stjórnmöguleikum í forritum sínum svo að mætti reyna að koma böndum á óhóflega leikjanotkun barna. Annar alvarlegur vandi snýr að nýju tæknifyrirtæki, ByteDance, sem nýtur vaxandi vinsælda með frétta- forriti sínu og myndskeiðaforriti og hefur laðað til sín notendur á kostnað Wechat-forritsins frá Tencent. Upp- gangur ByteDance hefur verið svo mikill að fyrirtækið var metið á 75 milljarða dala þegar það leitaði síðast til fjárfesta. Nýjasta áfallið var svo handtaka Richard Liu, stofnanda JD.com vegna meintrar nauðgunar. Liu, sem neitar sök, á 15% hlut í netverslunar- fyrirtækinu en ræður yfir 80% at- kvæða samkvæmt tölum Credit Su- isse, og er í margra huga hálfgerður keisari fyrirtækisins. En jafnvel áður en hann var handtekinn var hluta- bréfaverð JD á niðurleið, ólíkt keppi- nautnum Alibaba. Kemur það til af því að JD þykir ekki standa sig eins vel í að skipuleggja vöruflutninga og að fjármagnsfrekt viðskiptamódel fyrirtækisins höfðar ekki eins mikið til fjárfesta og áður. Á sama tíma sætir skutlþjónustan DidiChuxing harðri gagnrýni en fyrir- tækið þykir ekki hafa brugðist rétt við þegar ökumenn gerðust ítrekað upp- vísir að því að ráðast á farþega sína. Í einu tilviki nauðgaði ökumaður far- þega og myrti, aðeins degi eftir að hann hafði reynt að gera það sama við annan viðskiptavin sem tókst að flýja ofbeldismanninn og lét fyrirtækið vita. Síðan þá hefur Didi breytt því hvernig það ræður ökumenn til starfa. Með augastað á Ant Financial Þegar Jack Ma tilkynnti fyrir nokkrum mánuðum að hann myndi smám saman draga úr afskiptum sín- um af daglegum rekstri Alibaba virt- ist sumum markaðsgreinendum að hann væri að stíga til hliðar á tíma- punkti þegar fyrirtæki hans virtist standa mun betur að vígi en keppi- nautarnir. En greiðslumiðlunarfyrir- tækið Ant Financial, sem heyrir und- ir Alibaba, hefur goldið fyrir áhyggjur stjórnvalda af því að ýmis fyrirtæki sem bjóða upp á bankaþjón- ustu séu farin að grafa undan ríkis- reknu bönkunum. Þykir það sýna vel hve viðkvæmt viðskiptaveldi Ma er fyrir þrýstingi frá Peking. Leitun er að því kínverska tækni- fyrirtæki þar sem tókst að láta nýja kynslóð taka við stjórnartaumunum með farsælum hætti, og dæmin ennþá færri þar sem fjárfestar eða stjórnendur komu þessum breyt- ingum í kring. Það hvernig þeim tekst að breytast og þróast mun hafa mikið að segja um hvort þessi félög eiga eftir að eflast þegar fram í sækir eða veikjast. Hver tekur við af kínversku jöfrunum? Eftir Henny Sender Fyrsta kynslóð kínverskra tæknirisa glímir við fjölda alvarlegra vandamála og nýir tæknisprotar gera sig líklega til að velta þeim úr sessi. AFP Jack Ma, sem byggt hefur upp stórveldið Alibaba hefur gefið það út að hann hyggist draga úr afskiptum sínum af daglegum rekstri fyrirtækisins. Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.