Morgunblaðið - 13.12.2018, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 13SJÓNARHÓLL
m.
M18 FUEL™ skilar afli til að saga
á við bestu bensínknúnu keðjusagirnar.
POWESTATE™ mótor.
REDLINK PLUS™ yfirálagsvörn.
REDLITHIUM-ION™ rafhlaða.
Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar
með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðu
M18 FCHS
Alvöru keðjusög
fráMilwaukee
vfs.is
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888
BÓKIN
Í dag er varla hægt að finna það við-
tal við íslenskt athafnafólk þar sem
fjórðu iðnbyltinguna ber ekki á
góma. Heimurinn er svo sannarlega
að breytast hratt og
útlit fyrir að handan
við hornið séu miklar
tækniframfarir sem
bæði muni auka lífs-
gæði okkar allra,
hrista rækilega upp í
vinnumarkaðinum og
mögulega skekja
pólitískar stoðir heilu
þjóðanna.
Klaus Schwab,
stofnanda og
stjórnarformanni
World Economic
Forum, er eignað að
hafa búið til hugtakið „fjórða iðn-
byltingin“ en árið 2016 sendi hann
frá sér bók sem var einmitt með þá
yfirskrift. ViðskiptaMogginn sagði
frá bókinni á sínum tíma en þar lýsti
Schwab því hvernig sjálfakandi
bílar, þrívíddarprentun, gervigreind
og margt fleira mun snúa öllu á
hvolf. Máli sínu til stuðnings benti
hann á að meðalaldur fyrirtækja í
S&P-visitölunni hefði lækkað úr 60
árum í 18 og tæknibyltingarnar fram
undan væru til þess fallnar að mikil
auðæfi myndu safnast á fárra hend-
ur.
Núna hefur Schwab fylgt fyrri
bók sinni eftir með
verkinu Shaping the
Future of the Fourth
Industrial Revo-
lution. Höfundurinn
hefur nýtt tímann vel
á milli bóka og dregur
hér upp skýrari mynd
af þeim áskorunum
sem heimsbyggðin
stendur frammi fyrir,
og beinir sjónum les-
andans m.a. að þeim
sem þurfa að láta til
sín taka ef fjórða iðn-
byltingin á að þjóna
okkur en ekki gleypa okkur í heilu
lagi. Schwab kafar líka ofan í þá
geira þar sem framfarirnar eru hvað
örastar og útlistar af töluverðri ná-
kvæmni hverjar áskoranirnar og
tækifærin eru á hverju sviði fyrir
sig, s.s. í róbótatækni eða í nýjum
leiðum til að breyta manslíkam-
anum, efla hann og yngja. ai@mbl.is
Til að ná tökum á
fjórðu iðnbyltingunni
Í fyrri skrifum hafa verið leidd að því rök að þörfsé breytinga á íslenskri hlutafélagalöggjöf. Var íþví sambandi bent á möguleika þess að nýta
hluthafasamkomulag til að sniðganga ákvæði lög-
gjafarinnar um minnihlutavernd, og virkni almennu
bannreglunnar í 104. gr. hlutafélagalaga og 79. gr.
einkahlutafélagalaga næði ekki til þeirra sem ekki
eru hluthafar en hafi komist til áhrifa innan hluta-
félags með samningi við hluthafa, þannig að jafnað
verði til að sá væri hluthafi
sjálfur.
Enn má tína til rök sem
styðja að íhuga ætti lagabreyt-
ingar á hlutafélagalöggjöfinni.
Að þessu sinni er fjallað um
leynd hluthafasamninga.
Einn helsti kostur hluthafa-
samkomulags hefur verið talinn
leyndin sem yfir tilvist þess er
og efni, kjósi menn að haga
málum á þann veg. Þannig sé
hægt að kveða á um atriði í
hluthafasamkomulagi sem að-
ilar þess vilja að ekki sé á allra
vitorði.
Í lögum um verðbréfaviðskipi
nr. 108/2007 er ákvæði 79. gr.
athyglisvert í þessu sambandi.
Þar er kveðið á um flöggunarskyldu. Efni þess er á
þá leið að flöggunarskylda gildi um aðila svo fremi
að hann eigi rétt til að afla atkvæðisréttar, ráðstafa
atkvæðisrétti eða neyta atkvæðisréttar sem þriðji
aðili fer með og viðkomandi aðili hefur gert sam-
komulag við hann sem skyldar þá til að taka upp,
með samræmdri beitingu atkvæðisréttar síns, var-
anlega og sameiginlega stefnu um stjórn hlutaðeig-
andi útgefanda. Sömuleiðis þegar ákvarðað er hvort
eignarhlutur eiganda hlutabréfa eða samsvarandi
atkvæðisréttur aðila í hlutafélagi sem skráð hefur
hlutabréf sín í kauphöll hefur náð, hækkað upp fyrir
eða lækkað niður fyrir tiltekin mörk. Við þær að-
stæður skuli litið til hlutabréfa sem eru í eigu þriðja
aðila sem viðkomandi hefur gert skriflegan samning
við, um að taka upp varanlega sameiginlega stefnu
um stjórnun þess félags sem í hlut á. Þá skuli jafn-
framt litið til hlutabréfa sem viðkomandi hefur gert
skriflegan samning um að þriðji maður skuli fara
með atkvæðisrétt yfir samkvæmt endurgjaldi, eða
hlutabréfa sem viðkomandi á rétt á að öðlast ein-
göngu að eigin ákvörðun samkvæmt formlegum
samningi, til dæmis um kaup-
rétt.
Að öllu samanlögðu eru
ýmsar takmarkanir á leynd
hluthafasamkomulags og
aukast takmarkanirnar eftir
því sem skyldur félagsins til
upplýsinga aukast, til dæmis
við skráningu fjármálagern-
inga félagsins á skipulegum
verðbréfamarkaði.
Þannig er ljóst að í reglum
sem varða starfsemi félaga er
þeim gert skylt eða að
minnsta kosti þau hvött til að
upplýsa um tilvist og ákvæði
hluthafasamkomulags sem
kann að vera í gildi. Athug-
unarefni er hvort ekki sé þörf
þess að skylt verði að upplýsa um hluthafa-
samkomulag sem í gildi kann að vera. Eftir atvikum
mætti takmarka þessa skyldu við almenn hlutafélög
og undanskilja þannig einkahlutafélög, enda þau
einfaldari í sniðum að jafnaði og hluthafar þeirra al-
mennt færri. Ekki dugar að leggja þessa skyldu á
félagið sjálft því vera kann að forsvarsmönnum þess
sé ekki kunnugt um að samkomulag af þessu tagi sé
til. Því þarf skyldan til að upplýsa um tilvist og efni
hluthafasamkomulags að ná jafnframt til aðila þess.
Fari menn á svig við hana mætti taka upp ákvæði
sem hefði varnaðaráhrif í XVIII. kafla laganna um
refsingar o.fl.
Er leynd hluthafasam-
komulags réttlætanleg?
LÖGFRÆÐI
Jón Þórisson
magister juris starfar á lögmannsstofunni
Drangi lögmenn
”
Að öllu samanlögðu
eru ýmsar takmarkanir
á leynd hluthafasam-
komulags og aukast
takmarkanirnar eftir því
sem skyldur félagsins
til upplýsinga aukast,
til dæmis við skráningu
fjármálagerninga fé-
lagsins á skipulegum
verðbréfamarkaði.