Morgunblaðið - 15.12.2018, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018
Framleiðslustjóri
Capacent — leiðir til árangurs
Fiskkaup hf. er íslenskt
sjávarútvegsfyrirtæki sem
var stofnað árið 1983. Félagið
gerir út eitt línu- og netaskip
og einn dagróðrabát ásamt því
að haldi úti fiskvinnslu í nýlegu
húsnæði að Fiskislóð 34 í
Reykjavík.
Upplýsingar og umsókn
capacent.com/s/12249
Menntunar- og hæfniskröfur:
Yfirgripsmikil reynsla af samsvarandi starfi.
Framúrskarandi þekking á framleiðslu sjávarafurða.
Góð þekking á Innova og Marel kerfum.
Góð tungumálakunnátta.
Góðir stjórnunarhæfileikar.
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Mikil færni í mannlegum samskiptum.
·
·
·
·
·
·
·
·
·
·
·
·
Umsóknarfrestur
16. desember
Starfssvið:
Daglegur rekstur verksmiðju og stjórnun starfsmanna.
Skipulagning framleiðslu og samskipti við birgja.
Rekstur framleiðslukerfa og gæðaeftirlit.
Ábyrgð á innkaupum og samningagerð.
Áætlanagerð og vöruþróun.
Fiskkaup óskar eftir að ráða framleiðslustjóra. Starfsmaðurinn mun heyra beint undir framkvæmdastjóra félagsins.
Málari óskast
Óska eftir vönum málara helst með
sveinspróf, mikil vinna framundan.
Flottir tekjumöguleikar og tækifæri í boði.
Einnig óska ég eftir einhverjum sem hefur
áhuga á að komast á samning í málaraiðn.
Looking for a painter, a good salary available
for the right person.
Umsóknir sendast á ofgverk@gmail.com
applications send to ofgverk@gmail.com
umsóknir berist á ofg@gmail.com
Sjúkraliði
Húðlæknastöðin ehf. auglýsir eftir sjúkraliða
til starfa. Um er að ræða 80-100% starfshlut-
fall. Starfið er fjölbreytt og krefst sjálfstæðra
vinnubragða.
Leitað er eftir röskum einstaklingi sem getur
unnið undir álagi ef svo ber undir.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ágústa
Ýr Hafsteinsdóttir í síma 520-4444.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á
agusta@hls.is.
LÖGFRÆÐINGUR HJÁ VALITOR
Hægt er að kynna sér starfið nánar og fylla út umsókn á valitor.is
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 21. desember 2018.
Nánari upplýsingar veitir Stefán Ari Stefánsson, mannauðsstjóri, sími 525 2000.
Valitor auglýsir eftir hæfileikaríkum og kröftugum lögfræðingi til að ganga til liðs
við lítið en vaxandi teymi á skrifstofu yfirlögfræðings.
Við bjóðum upp á spennandi verkefni, góðan aðbúnað og metnaðarfullt starf.
Starfsumhverfið er alþjóðlegt og fer starfið að mestu leyti fram á ensku, hvar
erlendir og innlendir viðskiptavinir og samstarfsaðilar eru þjónustaðir.
Um er að ræða spennandi störf á lögfræðisviði, þar sem fjölbreytt verkefni í síbreyti-
legu viðskiptaumhverfi munu reyna til skiptis á sjálfstæði og teymisvinnu, samskipta-
lipurð og staðfestu, nákvæmni og hraða, áreiðanleika og frumkvæði sem og getu til
að vinna undir álagi.
Hæfniskröfur:
• Embættis- eða grunn- og meistaranám í lögfræði (fullnaðarpróf)
• Réttindi til málflutnings er kostur
• Raunhæf reynsla; svo sem af samskiptum við stjórnvöld og fjármálaeftirlit,
samninga- og skjalagerð, flóknum viðskiptasamningum á ensku, starfi erlendis
og sölu fjármálaþjónustu yfir landamæri, hagsmunagæslu, úrlausn ágreinings-
mála, málflutningi o.s.frv.
• Umtalsverð þekking á þeim lögum og reglum sem gilda um starfsemi Valitor,
bæði hérlendis og erlendis, en ekki síst vilji til að læra og tileinka sér nýja
þekkingu og getu
Færni og aðrir eiginleikar sem sóst er eftir:
• Sjálfstæð, öguð og traust vinnubrögð
• Þjónustulund sem og færni og lipurð í mannlegum samskiptum
• Gagnrýnin hugsun, sveigjanleiki og skipulagshæfni í starfi
• Geta til að vinna undir álagi og standast skilafresti
• Mjög góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði, bæði í riti og ræðu
• Hæfni til að koma fram fyrir hönd Valitor
• Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is