Morgunblaðið - 15.12.2018, Page 4

Morgunblaðið - 15.12.2018, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018 Skógarhlíð 6, 105 ReykjavíkHEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ Ráðuneytisstjóri í nýtt heilbrigðisráðuneyti Ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra. Leitað er að reyndum leiðtoga sem býr yfir framsýni og krafti og er tilbúinn að leiða mótun og uppbyggingu nýs heilbrigðis- ráðuneytis í samvinnu við frábæran hóp reynslumikils starfsfólks. Nýtt heilbrigðisráðuneyti tekur til starfa 1. janúar 2019. Verkefni þess eru viðamikil og fjölbreytt og varða alla þætti heilbrigðiskerfisins og heilbrigðisþjónustu landsmanna, lyfjamál auk verkefna á sviði lýðheilsu og forvarna. Hjá heilbrigðisráðuneytinu starfar fjölbreyttur hópur vel menntaðra sérfræðinga á ýmsum sviðum með mikla þekkingu og reynslu á málefnasviðum þess. Umsóknarfrestur er til 14. janúar 2019. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar má finna á starfatorgi Stjórnarráðsins, www.starfatorg.is Undir heilbrigðisráðuneytið heyrir fjöldi stofnana, þar á meðal Landspítalinn, Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu, heilbrigðisstofnanir um land allt, Sjúkratryggingar Íslands og Embætti landlæknis. Ráðuneytið gegnir veigamiklu hlutverki er varðar undirbúning lagasetningar og annarra stjórnvaldsfyrirmæla og stefnumótandi áætlana á málefnasviðum þess. Vegna þeirra verkefna er rík áhersla lögð á nána samvinnu við Alþingi, önnur ráðuneyti, hagsmunaaðila og notendur þjónustunnar. Ráðuneytið fer einnig með alþjóðlegt samstarf í samvinnu við utanríkisráðuneytið. Skipulags- og byggingafulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar Auglýst er eftir Skipulags- og byggingafulltrúa fyrir Seyðisfjarðarkaupstað. Um er að ræða fullt starf. Við leitum eftir öflugum, lausnamiðuðum einstaklingi Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Laun og önnur starfskjör samkvæmt kjarasamningi. Hægt er að sækja um rafrænt á www.seydisfjordur.is, umsóknarfrestur er til og með 20. desember 2018. Með umsókninni skal fylgja ferilskrá. Upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 470-2304 netfang adalheidur@sfk.is Seyðisfjarðarkaupstaður er spennandi staður að búa á, stórbrotin náttúrufegurð, fyrirtaks þjónusta við íbúa, gott atvinnuástand, alþjóðlegt yfirbragð og blómlegt menningarlíf er það sem einkennir staðinn einna helst. Stutt er í Egilsstaði, þjónustukjarna Austurlands og fjölmargar náttúruperlur . Starfssvið: • Yfirferð sérteikninga, aðaluppdrátta, og annarra hönnunargagna • Umsjón með áfanga- og stöðuúttektum • Umsjón með öryggis- og lokaúttektum • Undirbúningur og eftirfylgni funda umhverfisnefndar • Skráning fasteignaupplýsinga og viðhald fasteignagjaldagrunna • Skráningar í gagnagrunna • Umsjón með skjalavistun er varðar skipulags- og bygging- armál og tryggja virkni gæðakerfis byggingarfulltrúa. • Annast almenna upplýsingagjöf varðandi byggingarmál • Vinna við áætlunargerð og eftirfylgni áætlana • Aðkoma að skipulagsmálum Almenn störf á skipulags- og byggingasviði Menntunar- og hæfniskröfur: • Nám í arkitektur, byggingarfræði, i verk- eða tæknifræði á byggingarsviði. • Reynsla af byggingarmálum • Æskilegt að búa yfir reynslu af opinberri stjórnsýslu og skjalavörslu • Færni og góð þekking í word og excel • Æskilegt að búa yfir þekkingu á AutoCAD • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagsfærni • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum www.hagvangur.is Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi Mjólkursamsalan leggur fyrir þessi jól, líkt og undanfarin ár, hjálparstofnunum lið. Að þessu sinni var tveimur millj- ónum króna í formi vöruút- tektar úthlutað til fimm góð- gerðarfélaga og skiptist styrkurinn á milli Fjöl- skylduhjálpar Íslands og mæðrastyrksnefnda í Reykja- vík, Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri. Til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs berast að jafnaði að jafnaði 160-170 umsóknir fyrir jólin og á bak við hverja um- sókn er 3-6 manna fjölskylda. „Við gerum allt hvað við get- um til að vísa engum frá og er- um þakklát fyrirtækjum eins og Mjólkursamsölunni, sem og einstaklingum sem leggja okkur, og þar með fjöl- skyldum í neyð, lið með bæði vöru- og fjárstyrkjum,“ segir í fréttatilkynningu, haft eftir Ragnheiði Sveinsdóttur, gjaldkera nefndarinnar. „Hjálparstofnanir eru starfræktar allan ársins hring en þörfin er hvað mest í kring- um jólahátíðina og vill MS með þessum styrkjum leggja sitt af mörkum til að styðja við bakið á þeim einstaklingum sem leita sér aðstoðar í formi matarúthlutunar fyrir jólin,“ segir Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri Mjólkursam- sölunnar. Hún segir MS styðja góðgerðarmál af ýmsu tagi árið um kring enda sé samfélagsleg ábyrgð hluti af stefnu fyrirtækisins. Þetta séu til að mynda íþrótta-, heil- brigðis-, menningar og vel- ferðarmál og von MS sé að styrkirnir nýtist sem best í hverju tilfelli fyrir sig. sbs@mbl.is Kópavogur Konur í Mæðrastyrksnefnd hampa mjólkurvörum. Fá úttekt í mjólk  Tvær milljónir kr. frá MS  Fjöl- skylduhjálp og mæðrastyrksnefndir Í vikunni afhenti Jón Atli Benediktsson, rektor Há- skóla Íslands, fyrir hönd skól- ans fulltrúum Rauða krossins á Íslandi tíu tölvur sem nýt- ast munu í margvísleg verk- efni félagsins til stuðnings flóttafólki. Við sama tækifæri undirrituðu rektor og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, fram- kvæmdastjóri RKÍ, sam- komulag um að Háskólinn láti samtökunum árlega í té tölv- ur sem hætt er að nota í skól- anum. Háskólinn hefur að und- anförnu tekið til hliðar bæði borð- og fartölvur sem fallið hafa til við endurnýjun. Upp- lýsingatæknisvið skólans hef- ur svo séð um að uppfæra tölvurnar og laga svo þær verði sem nýjar þannig að þær geti nýst áfram í sam- félaginu. Vonir standa til að tölvurnar geti nýst því flótta- fólki sem Rauði krossinn vinnur með, til dæmis í ís- lenskunámi, almennu námi og við atvinnu- og húsnæðisleit. „Það er afar mikilvægt að stutt sé við nám flóttafólks og ekki síst unga fólksins í þeirra hópi. Mannauður sam- félagsins verður meiri og fjöl- breyttari með komu flótta- fólks og annarra innflytjenda og við þurfum að veita þeim tækifæri til að eflast og blómstra í nýjum heimkynn- um. Við erum afar ánægð með þetta samstarf við HÍ,“ segir Kristín S. Hjálmtýs- dóttir. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Tölvufólk Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri RRÍ, ganga frá samningum. Samstarfsfólkið stendur á bak við þau. Tölvurnar nýtast  Stuðningur HÍ við Rauða krossinn  Stutt við flóttafólk Á síðasta ári voru yfir 30 þúsund virk fyrirtæki á Ís- landi með rúmlega 134 þús- und starfsmenn og rekstr- artekjur þeirra voru rúmir 4.000 milljarðar kr. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar. Rúmlega 28 þúsund fyrirtæki voru með færri en 10 starfsmenn, eða 94% af heildinni. Hjá þessum litlu fyrirtækjum störfuðu tæplega 38 þúsund manns, rekstrartekjur þeirra námu um 908 milljörðum kr. og skiluðu þau 188 milljörðum kr. í vergan rekstrarafgang. Til samanburðar voru ein- ungis 179 fyrirtæki með 100 starfsmenn eða fleiri, hjá þeim störfuðu 51 þúsund starfsmenn, eða 38% af heild- arfjölda fólks á vinnumark- aði. sbs@mbl.is Flestir starfa hjá litlum fyrirtækjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.