Morgunblaðið - 29.12.2018, Blaðsíða 2
Í HÖLLINNI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Undirbúningur karlalandsliðsins í
handknattleik fyrir heimsmeistara-
mótið í Þýskalandi og Danmörku í
janúar hófst með formlegum hætti í
Laugardalshöllinni í gær. Ísland
mætti þá Barein í fyrri vináttuleik
þjóðanna og höfðu Íslendingar betur
36:24. Staðan að loknum fyrri hálf-
leik var 15:13 fyrir Ísland en grunn-
urinn að öruggum sigri var lagður í
upphafi þess síðari. Þá gerðu gest-
irnir mörg mistök í sókninni og okk-
ar menn refsuðu með mörkum úr
hraðaupphlaupum en þar höfðu
hornamennirnir Óðinn Þór Rík-
harðsson og Stefán Rafn Sigur-
mannsson sig mikið í frammi.
„Við sýndum fína spretti í dag, já-
kvæða kafla, en það var rosalegur
æfingaleiksfnykur af þessu. Eðlilega
má segja. Engu að síður er fínt að
vinna með tólf marka mun. Ég var
sérstaklega ánægður með seinni
bylgjuna hjá okkur og hraðaupp-
hlaupin í byrjun síðari hálfleiks. Þá
keyrðum við yfir andstæðingana og
þeir fundu þá að þeir áttu ekki leng-
ur möguleika,“ sagði fyrirliðinn Ar-
on Pálmarsson í samtali við Morgun-
blaðið að leiknum loknum.
Hraðaupphlaupin hafa einmitt verið
sterkt vopn íslenska landsliðsins í
vel á annan áratug og væntanlega
traustvekjandi að sjá skömmu fyrir
stórmót að sá þáttur sé í lagi.
„Já algerlega og því ætlum við að
halda áfram. Það eru auðveldustu og
þægilegustu mörkin að skora. Best
er þegar við þurfum ekki að stilla
upp í sókn. Við þurftum ekki að
skipta á milli varnar og sóknar
fyrstu sjö mínúturnar í seinni hálf-
leik, minnir mig, vegna þess að við
keyrðum alltaf hratt fram. Það er
jákvætt en einnig má segja að leið-
inlegt sé þegar leikir eru svona
kaflaskiptir. Við hleyptum þeim inn í
leikinn þegar leið á fyrri hálfleik.
Þar var hugarfarið kannski ekki
nógu gott en við getum lagað það og
á ekki að vera stórmál.“
Dæmigerður vináttuleikur
Eins og Aron kom inn á þá var
leikurinn í gær eins og dæmigerður
vináttuleikur. Baráttan er ekki eins
mikil og í leikjum þar sem mikið er
undir og fyrir vikið er erfiðara að
taka út frammistöðu manna í vörn-
inni. Bæði lið gerðu mistök í sókn-
inni en gestirnir mun fleiri. Barein
er á leið á HM rétt eins og Ísland og
er undir stjórn Arons Kristjáns-
sonar. Aron tjáði greinarhöfundi fyr-
ir leikinn að lið Barein væri án eig-
inlegs leikstjórnanda í leiknum og
hefur það vafalaust haft slæm áhrif
á sóknina. Leikstjórnandi liðsins er
einn besti maður Barein en hann
kom ekki til Íslands af persónu-
legum ástæðum og kom það seint
upp. Sá sem iðulega leysir hann af
meiddist í upphitun í gær og höfðu
gestirnir því engan tíma til að
bregðast við. Nánast allir leikmenn
fengu að spreyta sig í íslenska liðinu
en eins og ávallt á þessum árstíma
eru leikmenn að berjast um sæti í
lokahópnum sem fer á HM.
Íslenska liðið er spennandi
Íslenska liðið er mjög spennandi
um þessar mundir. Margir leikmenn
eru í yngri kantinum og eiga fram-
tíðina fyrir sér ef þeir spila vel úr
sínum hæfileikum. Íslenskir hand-
boltaunnendur eru vafalaust til í að
sjá þá fá tækifæri á HM en Guð-
mundur Guðmundsson hefur haldið
áfram þeim kynslóðaskiptum sem
hófust hjá Geir Sveinssyni. Einn
þessara ungu manna er Gísli Þorgeir
Kristjánsson og hann spilaði talsvert
í gær. Ekki var annað að sjá en að
hann sé fær í flestan sjó en keppnis-
Hraðaupphlaupin
virðast í góðu lagi
Ísland spólaði fram úr Barein í upphafi síðari hálfleiks
Eitt
ogannað
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018
Það verður spennandi að sjá
hvaða íþróttamaður verður fyrir
valinu sem íþróttamaður ársins af
Samtökum íþróttafréttamanna en
kjörinu verður lýst í hófi í Hörpu í
kvöld.
Þetta er í 63. sinn sem Sam-
tök íþróttafréttamanna útnefna
íþróttamann ársins en nöfn þeirra
tíu sem urðu í efsta sæti í kjörinu
voru opinberuð rétt fyrir jólin.
Eins og jafnan áður eru skiptar
skoðanir um það hvaða íþrótta-
maður eigið skilið að hljóta þessa
eftirsóttu viðurkenningu og í sam-
tölum mínum við vini og kunningja
á undanförnum dögum þá hafa
þeir ekki getað nefnt líklegan
kandítat.
Ég get upplýst hverjir urðu í
þremur efstu sætunum á mínum
atkvæðaseðli. Í stafrófsröð voru
það knattspyrnumaðurinn Gylfi
Þór Sigurðsson, kraftlyftingamað-
urinn Júlían J.K. Jóhannsson og
knattspyrnukonan Sara Björk
Gunnarsdóttir.
Handboltakappinn Guðjón
Valur Sigurðsson er í tíunda sinn á
meðal tíu efstu í kjörinu og það
verður að teljast frábært afrek.
Guðjón Valur er einstakur íþrótta-
maður og það er ekki sjá að hann
sé orðinn 39 ára gamall.
Ég fylgdist með leik Kiel og
Rhein-Neckar Löwen í toppslag
þýsku A-deildarinnar í handbolta í
fyrrakvöld og sá þar Guðjón fara á
kostum einu sinni sem oftar. Hann
er enn að stinga af miklu yngri
leikmenn í hlaupum fram völlinn
og er enn í heimsklassa. Guðjón
Valur er frábær fyrirmynd.
Ég vil nota tækifærið og óska
lesendum gleðilegs nýárs og vona
að íþróttaárið 2019 verði farsælt.
Strákarnir okkar í handboltalands-
liðinu ríða á vaðið þegar þeir hefja
keppni á HM í þessum mánuði og
okkar drengjum óska ég góðs
gengis.
BAKVÖRÐUR
Guðmundur
Hilmarsson
gummih@mbl.is
Vináttulandsleikir karla
Pólland – Japan....................... (25:25) 29:28
Eftir vítakeppni.
Dagur Sigurðsson þjálfar lið Japans.
Egyptaland – Belgía ............................ 28:19
Lettland – Úkraína............................... 26:33
Tékkland – Rúmenía ............................ 26:27
Ísland – Barein ..................................... 36:24
Svíþjóð
IFK Ystad – Kristianstad ................... 23:29
Ólafur A. Guðmundsson skoraði 4 mörk
fyrir Kristianstad, Arnar Freyr Arnarsson
3. og Teitur Einarsson 2.
Lugi – Sävehof......................................32:28
Ágúst Elí Björgvinsson varði 11 skot í
marki Sävehof.
Höör – Kristianstad ............................ 36:20
Andrea Jacobsen skoraði 3 mörk fyrir
Kristianstad.
HANDBOLTI
NBA-deildin
Houston – Boston ............................. 127:113
Milwaukee – New York...................... 112:96
Sacramento – LA Lakers ................ 117:116
Utah – Philadelphia............................ 97:114
Golden State – Portland.......... (frl.) 109:110
Staðan í Austurdeild:
Toronto 26/10, Milwaukee 24/10, Indiana
23/12, Philadelphia 23/13, Boston 20/14,
Detroit 16/16, Charlotte 16/17, Miami 16/
17, Brooklyn 17/19, Orlando 14/19, Wash-
ington 13/22, Atlanta 9/24, Chicago 9/26,
New York 9/27, Cleveland 8/27.
Staðan í Vesturdeild:
Denver 21/11, Golden State 23/13, Okla-
homa City 21/12, LA Clippers 20/14, LA
Lakers 20/15, Portland 20/15, Houston 19/
15, Sacramento 19/16, San Antonio 19/16,
Memphis 18/16, Dallas 16/17, Utah 17/19,
Minnesota 16/18, New Orleans 15/20, Phoe-
nix 9/26.
KÖRFUBOLTI
HANDKNATTLEIKUR
Vináttulandsleikur karla:
Laugardalshöll: Ísland – Barein............ S16
UM HELGINA!
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Samtök íþróttafréttamanna hafa valið
íþróttamann ársins í 63. skipti og kjöri
hans verður lýst í Hörpu í kvöld. Tíu
íþróttamenn koma til greina en op-
inberað var fyrir viku hverjir hefðu
endað í tíu efstu sætum kosning-
arinnar og þeir eru eftirtaldir, í staf-
rófsröð:
Alfreð Finnbogason (knattspyrna),
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (frjáls-
íþróttir), Guðjón Valur Sigurðsson
(handknattleikur), Gylfi Þór Sigurðs-
son (knattspyrna), Haraldur Franklín
Magnús (golf), Jóhann Berg Guð-
mundsson (knattspyrna), Júlían J.K.
Jóhannsson (kraftlyftingar), Martin
Hermannsson (körfuknattleikur),
Sara Björk Gunnarsdóttir (knatt-
spyrna) og Valgarð Reinhardsson
(fimleikar).
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
hreppti titilinn árið 2017, fyrst kylf-
inga, en hún er ekki á meðal tíu efstu
manna í þetta skiptið.
Samtökin hafa kosið íþróttamann
ársins samfleytt frá 1956. Vilhjálmur
Einarsson, frjálsíþróttamaður og silf-
urverðlaunahafi í þrístökki á Ólymp-
íuleikunum 1956, er enn sá sem oftast
hefur verið valinn en hann fékk tit-
ilinn fimm sinnum á fyrstu sex árum
kjörsins.
Ólafur Stefánsson handknattleiks-
maður var kosinn fjórum sinnum og
þeir Hreinn Halldórsson kúluvarpari,
Einar Vilhjálmsson spjótkastari og
Örn Arnarson sundmaður voru kosnir
þrisvar hver. Þá hafa sjö íþróttamenn
til viðbótar verið valdir tvisvar.
Eftirtalið íþróttafólk hefur fengið
þennan eftirsótta titil:
Vilhjálmur Einarsson, 1956, 1957,
1958, 1960, 1961.
Valbjörn Þorláksson 1959, 1965.
Guðmundur Gíslason 1962, 1969.
Jón Þ. Ólafsson 1963.
Sigríður Sigurðardóttir 1964.
Kolbeinn Pálsson 1966.
Guðmundur Hermannsson 1967.
Geir Hallsteinsson 1968.
Erlendur Valdimarsson 1970.
Hjalti Einarsson 1971.
Guðjón Guðmundsson 1972.
Guðni Kjartansson 1973.
Ásgeir Sigurvinsson 1974, 1984.
Jóhannes Eðvaldsson 1975.
Hreinn Halldórsson 1976, 1977, 1979.
Skúli Óskarsson 1978, 1980.
Jón Páll Sigmarsson 1981.
Óskar Jakobsson 1982.
Einar Vilhjálmsson 1983, 1985, 1988.
Eðvarð Þór Eðvarðsson 1986.
Arnór Guðjohnsen 1987.
Alfreð Gíslason 1989.
Bjarni Friðriksson 1990.
Ragnheiður Runólfsdóttir 1991.
Sigurður Einarsson 1992.
Sigurbjörn Bárðarson 1993.
Magnús Scheving 1994.
Jón Arnar Magnússon 1995, 1996.
Geir Sveinsson 1997.
Örn Arnarson 1998, 1999, 2001.
Vala Flosadóttir 2000.
Ólafur Stefánsson 2002, 2003, 2008,
2009.
Eiður Smári Guðjohnsen 2004, 2005.
Guðjón Valur Sigurðsson 2006.
Margrét Lára Viðarsdóttir 2007.
Alexander Petersson 2010.
Heiðar Helguson 2011.
Aron Pálmarsson 2012.
Gylfi Þór Sigurðsson 2013, 2016.
Jón Arnór Stefánsson 2014.
Eygló Ósk Gústafsdóttir 2015.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 2017.
Kjörinn í 63. skipti
Kjöri íþróttamanns ársins 2018 lýst í kvöld Tíu koma til
greina Vilhjálmur Einarsson hefur oftast verið valinn
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Fyrstur Vilhjálmur Einarsson varð fyrstur kjörinn íþróttamaður ársins og
ræðir hér við Sigurð Sigurðsson, íþróttafréttamann Ríkisútvarpsins, eftir
heimkomuna frá Melbourne þar sem hann fékk silfur á ÓL 1956.
Laugardalshöll, vináttulandsleikur
karla, föstudag 28. desember 2018.
Gangur leiksins: 3:1, 9:4, 11:7, 12:9,
14:12, 15:13, 19:14, 24:14, 27:17, 31:19,
34:21, 36:24.
Mörk Ísland: Óðinn Þór Ríkharðsson
8, Stefán Rafn Sigurmannsson 7,
Heimir Óli Heimisson 5, Ómar Ingi
Magnússon 4, Rúnar Kárason 3, Aron
Pálmarsson 2, Aron Rafn Eðvarðsson
1, Ágúst Birgisson 1, Gísli Þorgeir
Kristjánsson 1, Ólafur Gústafsson 1,
Haukur Þrastarson 1, Elvar Örn Jóns-
son 1, Arnar Birkir Hálfdánsson 1.
Ísland – Bar
Haukur Helgi Pálsson landsliðs-
maður í körfuknattleik er í fimm
manna úrvalsliði 14. umferðar frönsku
A-deildarinnar hjá netmiðlinum Be-
Basket eftir frammistöðu sína í sigur-
leik Nanterre gegn Le Portel. Haukur
skoraði 22 stig í leiknum.
Elvar Örn Jónsson og Perla Ruth
Albertsdóttir, handknattleiksfólk úr
liðum Selfyssinga, voru útnefnd
íþróttafólk Árborgar fyrir árið 2018 í
fyrrakvöld. Þau hafa bæði unnið sér
sæti í A-landsliðum Íslands og verið í
lykilhlutverkum hjá Selfyssingum.
Bjarki Baldvinsson knatt-
spyrnumaður og Dagbjört Ingvars-
dóttir knattspyrnukona voru kjörin
íþróttamaður og íþróttakona Völsungs
á Húsavík fyrir árið 2018 á samkomu
sem félagið stóð fyrir í fyrrakvöld.
Knattspyrnumaðurinn Albert Haf-
steinsson skrifaði í gær undir nýjan
tveggja ára samning við uppeldisfélag
sitt, ÍA. Albert var samningslaus en
ákvað að vera áfram hjá ÍA, sem leikur
á ný í úrvalsdeildinni á næsta ári.
Haukar gengu í gær frá samningi
við Bandaríkjamanninn Russell Woods
um að leika með karlaliði félagsins í
körfuknattleik það sem eftir lifir leik-
tíðar. Hann kemur í stað Marques Oli-
ver sem fór frá Haukum fyrir skömmu.
Woods lék síðast í Tékklandi.