Morgunblaðið - 13.12.2018, Síða 3

Morgunblaðið - 13.12.2018, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 3 Icelandair er eitt stærsta fyrirtæki landsins og eftirsóttur vinnustaður í alþjóðlegum rekstri. Félagið flýgur til rúmlega fjörutíu áfangastaða og hjá Icelandair Group samstæðunni starfa alls á fimmta þúsund manns í margvíslegum störfum. Icelandair leitar nú að öflugum stjórnendum í tvær lykilstöður. FRAMKVÆMDASTJÓRI FJÁRMÁLASVIÐS Icelandair Group leitar að öflugum og reyndum stjórnanda til að stýra fjármálasviði félagsins. Framkvæmdastjóri fjármála heyrir undir forstjóra og situr í framkvæmdastjórn Icelandair Group. Icelandair Group er skráð í Kauphöll Íslands með um 3.000 hluthafa. Heildareignir nema tæplega 200 milljörðum króna og er markviss fjármálastjórn lykilþáttur í starfsemi félagsins. Starfssvið: I Ábyrgð á stefnumiðaðri stjórnun fjármála I Dagleg stjórnun og rekstur sviðsins I Yfirumsjón með fjármögnun, lausafjár- og áhættustýringu félagsins I Þróun, markmiðasetning og umbótastörf sem snúa að fjármálum I Þátttaka í stefnumótun Icelandair og Icelandair Group I Vinna með forstjóra og framkvæmdastjórn að því að framfylgja stefnu og ná vaxtar- og rekstrarmarkmiðum I Samskipti við fjárfesta Hæfniskröfur: I Meistarapróf á sviði fjármála, verkfræði eða viðskiptafræði, eða sambærileg menntun I Þekking og færni í stjórnun fjármála I Rekstrar- og stjórnunarreynsla I Frumkvæði, leiðtogafærni og stefnumótandi hugsun I Reynsla af flugrekstri er kostur I Þekking á rekstri skráðra félaga er kostur Nánari upplýsingar veitir: Elísabet Helgadóttir I framkvæmdastjóri mannauðs og menningar elisabeth@icelandair.is FORSTÖÐUMAÐUR MARKAÐSDEILDAR Icelandair leitar að markaðsstjóra til að veita markaðsdeild félagsins forstöðu. Forstöðumaður markaðsdeildar er hluti af stjórnendateymi sölu- og markaðssviðs og heyrir undir framkvæmdastjóra sviðsins. Markaðssvæði Icelandair teygir arma sína vítt og breitt um Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Verkefni félagsins í markaðsmálum lúta að því að höfða til ólíkra markhópa með sterkri ímynd félagsins. Starfssvið: I Þróun á markaðsstefnu Icelandair í samræmi við stefnu félagsins I Ábyrgð á vörumerki Icelandair á alþjóðamarkaði I Samræming markaðsaðgerða og sölustarfs I Dagleg stjórnun og rekstur deildarinnar I Mótun markaðsáætlana og innleiðing I Ábyrgð á árlegum herferðum og samstarfssamningum I Umsjón með markaðsrannsóknum Hæfniskröfur: I Háskólamenntun sem nýtist í starfi I Reynsla og sýnilegur árangur í markaðsmálum I Hæfni og reynsla af notkun allra miðla I Reynsla af stjórnun I Frumkvæði, leiðtogafærni og skapandi hugsun I Reynsla af markaðssetningu á alþjóðlegum neytendamarkaði Nánari upplýsingar veita: Gunnar Már Sigurfinnsson I framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs I gms@icelandair.is Kristján Pétur Sæmundsson I ráðningarstjóri I kristjanpetur@icelandair.is STEFNIR ÞÚ HÁTT? + Umsóknir ásamt ferilskrá óskast fylltar út á vef Icelandair www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 18. desember nk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.