Morgunblaðið - 13.12.2018, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018
Skipulags- og byggingafulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar
Auglýst er eftir Skipulags- og byggingafulltrúa fyrir Seyðisfjarðarkaupstað.
Um er að ræða fullt starf. Við leitum eftir öflugum, lausnamiðuðum einstaklingi
Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.
Laun og önnur starfskjör samkvæmt kjarasamningi.
Hægt er að sækja um rafrænt á www.seydisfjordur.is,
umsóknarfrestur er til og með 20. desember 2018.
Með umsókninni skal fylgja ferilskrá.
Upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 470-2304 netfang
adalheidur@sfk.is
Seyðisfjarðarkaupstaður er spennandi staður að búa á, stórbrotin náttúrufegurð, fyrirtaks þjónusta við íbúa, gott atvinnuástand, alþjóðlegt yfirbragð
og blómlegt menningarlíf er það sem einkennir staðinn einna helst. Stutt er í Egilsstaði, þjónustukjarna Austurlands og fjölmargar náttúruperlur .
Starfssvið:
• Yfirferð sérteikninga, aðaluppdrátta, og annarra
hönnunargagna
• Umsjón með áfanga- og stöðuúttektum
• Umsjón með öryggis- og lokaúttektum
• Undirbúningur og eftirfylgni funda umhverfisnefndar
• Skráning fasteignaupplýsinga og viðhald
fasteignagjaldagrunna
• Skráningar í gagnagrunna
• Umsjón með skjalavistun er varðar skipulags- og bygging-
armál og tryggja virkni gæðakerfis byggingarfulltrúa.
• Annast almenna upplýsingagjöf varðandi byggingarmál
• Vinna við áætlunargerð og eftirfylgni áætlana
• Aðkoma að skipulagsmálum
Almenn störf á skipulags- og byggingasviði
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Nám í arkitektur, byggingarfræði, i verk- eða tæknifræði á
byggingarsviði.
• Reynsla af byggingarmálum
• Æskilegt að búa yfir reynslu af opinberri stjórnsýslu og
skjalavörslu
• Færni og góð þekking í word og excel
• Æskilegt að búa yfir þekkingu á AutoCAD
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagsfærni
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Við gætum
verið með næsta
starfsmann
mánaðarins á skrá
www.capacent.is
Ráðgjafar okkar búa
yfir víðtækri þekkingu
á atvinnulífinu
og veita trausta og
persónu lega ráðgjöf.
Ný tækifæri,
nýjar áskoranir!
www.hagvangur.is
Nú í vikunni fagna eigendur
og starfsmenn Hreint, sem
er ein elsta og stærsta ræst-
ingaþjónusta landsins, 35 ára
afmæli fyrirtækisins. Í tilefni
afmælisins styrkir Hreint
Votlendissjóð til tveggja ára
um upphæð sem samsvarar
notkun jarðefnaeldsneytis á
þeim tíma. Er þar undir allur
akstur og flugferðir innan-
lands hjá starfsmönnum.
Um 200 starfsmenn
„Við viljum vera í sátt við
bæði samfélag og umhverfi í
okkar starfsemi. Með þess-
um styrk er hægt að stöðva
árlega losun á 100 tonnum af
gróðurhúsalofttegundum.
Fyrir átta árum fengum við
Svaninn, norræna umhverf-
ismerkið, og kolefnisjöfnunin
nú með stuðningi við sjóðinn
góða er á margan hátt rök-
rétt framhald af því,“ segir
Ari Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Hreint, í sam-
tali við Morgunblaðið.
Hreint hefur frá upphafi
verið með starfsemi sína í
Auðbrekku 8 í Kópavogi og
þaðan er höfuðborgarsvæð-
inu þjónað. Einnig eru
starfsstöðvar á Akureyri,
Selfossi, Hveragerði og á
Akranesi. Frá þessum stöðv-
um er svo gert út í á fjórða
hundrað fyrirtæki sem
Hreint þjónar.
Alls starfa um 200 manns
af á þriðja tug þjóðerna hjá
fyrirtækinu. Því er starfsum-
hverfið fjölþjóðlegt. Um 70
manns hafa fengið við-
urkenningu hjá fyrirtækinu á
sl. fimm árum fyrir starfs-
aldur, en helmingur starfs-
manna hefur unnið hjá
Hreint í tvö ár lengur.
„Vegna þess hve starfs-
menn okkar koma víða frá
má segja að við séum lítil út-
gáfa af Sameinuðu þjóð-
unum. Og vissulega er þetta
kraftmikið starfsumhverfi og
stöðugt nýjar áskoranir, sem
gerir starfið krefjandi og
skemmtilegt. Það var fyrir
um fimmtán árum sem fólki
af erlendum uppruna í okkar
starfsliði fór að fjölga og nú
er það í raun uppistaðan í
hópnum,“ segir Ari Þórð-
arson og heldur áfram:
Ræstingar hafa andlit
„Sú breyting hefur einnig
orðið að ræstingunum er í
dag að mestu sinnt í dag-
vinnu, í stað þess að vera á
kvöldin. Það mælist vel fyrir
og gerir vinnutíma fólks í
þessum mikilvæga hlutverki
fjölskylduvænan og vinnuna
eftirsóttari. Þá myndast líka
tengsl og traust milli hefð-
bundinna starfsmanna og
þeirra sem sinna daglegu
ræstingunum og má því
segja að nú hafi ræsting-
arnar fengið andlit.“
sbs@mbl.is
Ræsting Moppað yfir gólfin
svo allt er gjáandi hreint.
Hreint í 35 ár
Styrkja Votlendissjóð Þjóna
mörg hundruð fyrirtækjum
Handsal Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint, til vinstri,
og Eyþór Eðvarðsson sem er formaður Votlendissjóðs.
Björn Ingi Jónsson
hefur nú verið ráð-
inn verkefnisstjóri í
almannavörnum hjá
lögreglustjóranum
á Suðurlandi og
hefur störf um
komandi áramót.
Hann kemur í stað
Víðis Reynissonar
sem verið hefur í
þessu starfi frá ársbyrjun
2016.
Björn Ingi hefur langa
reynslu af störfum sem
tengjast almannavörnum og
björgunarsveitarmálum,
bæði sem formaður Björg-
unarfélags Horna-
fjarðar og sem
fulltrúi svæðisstjórn
björgunarsveita þar
eystra. Hann starf-
aði sem héraðslög-
reglumaður um 10
ára skeið og varaf-
leysingamaður í lög-
reglu á sumrum þar
að auki. Þá hefur
hann setið í almannavarn-
arnefnd frá árinu 2006 og
sem formaður hennar þau
fjögur ár sem hann var bæj-
arstjóri á Hornafirði. Björn
Ingi var valinn úr hópi 10
umsækjenda um starfið.
Stýrir almannavörnum á Suðurlandi
Björn Ingi Jónsson
Allt um sjávarútveg