Framsókn - 21.04.1933, Blaðsíða 2
2
PRAMSÓKN
Það voru ekki nema tvö skot til
í Grindavík.
Mennirnir, sem björguðust af
»Skúla fógeta* birtu í gær þakk- •
arávarp í Morgunblaðinu, til allra
þeirra er ljeðu lið sitt við hina
frækilegu björgun. í þessu þakkar-
ávarpi er eitt, sem mun vekja bæði
undrun og gremju um land alt. Þar
segir nefnilega, að aðeins tvö línu-
skot hafi verið til í Grindavfk, er
hið hörmulega slys vi'di til. Eins
og menn munu reka minni til,
mistókst fyrsta skotið, en hið síð-
ara hepnaðist. Samkvæmt yfirlýs
ingu skipbrotsmannanna var þetta
líka s ð sta skot ð. það er: Ekki
fleiri til. dvernig hefði farið, hefði
það líka mistekist? Að líkindum
hefði þá mennirnir farist allir.
Mikil hefði sorg landsmanna orðið
ef svo hræðilega hefði til tekist.
Ekki vill »Eramsókn« fara að
ásaka þá menn, sem hjer munu
eiga hlut að máli. Sökin á þessu
mun sjálf svíða þá nægilega. Og
vonandi verður þetta til þess, að
altaf sjeu til að minsta kosti 20
skotlínur og aldrei færri á þeim
stöðum, sem slík tæki eru til, sem
senda línurnar.
Það munu sumir taka orð skip-
brotsmannanna svo, að fjáhagsvand-
ræði Sltysavarnafjelagsin8 hafi vald-
ið því, að ekki voru til nema tvö
skot. Þetta er næsta ótrúlegt —
og mun heldur ekki vera satt. En
ef svo væri, þá væri það bókstaf-
lega glæpsamlegt af Alþingi að
veita ekki mjög ríflega styrki, til
þessa þarfasta, langsamlega þarf-
asta fjelagsskapar hjer á landi.
Ekki nema tvö skot til!
Það er hræðilegt að hugsa til
þess.
Bílstjórarnir og fólkið.
Daglega heyriat reykvísku bíl
stjórunum hallmælt fyrir það, hvað
þeir aki ógætjlega og hvað þeir
sjeu ónærgætnir við vegfarendur.
Þegar ökuslys koma fyrir, er
skuldinni venjulega skelt á bíl-
stjórana. Og oftlega kvarta veg-
farendur yfir þvt, að bíll hafi slett
á þá for eða strokist við þá á
veginum o. s. frv.
Því heyrist einnig haldið fram,
að með öllum menningarþjóðum
sjeu bílstjórarnir taldir einhver
lakasta stjett þjóðfjelagsins, eink-
um að því er siðferðið snertir. Og
skýringarnar a þessu fyrirbrigði
hafa menn fundið í því, að hið
óreglulega líf, sem bílstjórar verða
oft að lifa, svefnleysið og tauga-
áreynslan, sem starfinu fylgi,
sljófgi þá og veiki siðferðisþrótt
þeirra.
Þetta síðarnefnda mun þó ekki
hafa verið heimfært enn alment
á íslenska bílstjóra, enda mun það
ekki hægt. Starf þeirra gefur að
vísu tækifæri til margvíslegra yf-
irsjóna, en þegar því sleppir, mun
ekki hægt að greina þá að neinu
leyti frá öðrum stjettum, að því
er snertir yfirtroðslur á lögum og
rjetti.
En fyrir hitt atriðið, skeyting-
arleysið við aksturinn, er bílstjór-
unura þráfaldlega ámælt.
Það mun því bafa komið ýms-
um kynlega fyrir, þegar útlend-
ingur, sem hjer var á ferð fyrir
skömmu, og víða hafði farið, Ijet
þau orð falla, að íslendingar myndu
eiga bestu bílstjórana í heimi. Og
orsökina kvað hann myndi vera
Framsókn
kemur út við sjerstök tækifæri.
Ábyrgðarmaður og útgefandi:
Ásgeir GuSmundsson.
Prentsmiðja og afgreiðsla:
Laugavegi 68.
Blaðið kostar 25 aura i lausasölu.
þá (ef hún lægi ekki í þjóðareðl-
inu), að islensku bílstjórarnir væru
reglusamari en bílstjórar flestra
annara þjóða, sem væru altaf
meira og minna ölvaðir, og annað
það, að vegirnir hjer á íslandi
væru yfirleitt svo vondir, að þeir
útheimtu það, að bílstjórarnir væru
góðir og reyndu á hæfileika sína.
Þeir, sem farið hafa i bíl yfir
vötnin- í SkaftafellssjTslum, munu
fallast á þessa seinni ástæðu.
En hvað mikið sem byggja má
á áliti þessa útlendings, þá verð-
ur þvi ekki með sanngirni neitað,
að bílstjórarnir okkar sæta oft ó-
maklegum dómum.
fslenskir bílstjórar munu yfir-
leitt vera traustir og áreiðanlegir.
Því verður raunar ekki mótmælt,
að mörg slys stafa af ógætilegura
akstri, og er það jsar ekki næg
afsökun, að ökuhraðinn stafar oft-
lega af undanlátssemi bílstjóranna
við kröfum farþeganna um sem
hraðastan akstur. Þess ber og að
gæta, að fæstir bilstjórar eru sín-
ir eigin húsbændur, en eiga aðra
yfir höfði sjer. Mörg eru þau slys-
in, sem bílaeigendurnir eiga mesta
sök á, með því að vera of harðir
i kröfum. Þess eru dæmi, að bil-
stjórarnir hafi sofnað við stýrið.
En fjöldinn allur af ökuslysum
er fólkinu sjálfu að kenna, —
hirðuleysi vegfarenda gagnvart
farartækjunum og skeytingarleysi
um að hegða sjer sæmilega á götu.
I sumum nágrannalöndunum er
það sagt, að þekkja megi íslend-
inga á því, að þeir gargi aldrei
á gangstjettunum eins og siðaðir
menn, heldur þrammi þeir eftir