Samfylkingin - 18.06.1936, Qupperneq 2

Samfylkingin - 18.06.1936, Qupperneq 2
2 SAMFYLKINGIN stefnu, aðferðum og baráttu, sem stundum yfirgefur að fullu og öllu allar vinstri leiðir, ég tala nú ekki um brautir verk- lýðshreyfingarinnar, skapað í- haldinu aðstöðu til að hefja blekkingar og lýðskrum fyrir verkamönnum — sem banda- maður verkamanna á móti auð- valdinu! Ef framvegis er haldið svo frámunalega klaufalega á málum verkalýðsins, að auð- valdsblöðin sjái sér leik á borði að koma fram sem málsvari verkamanna á móti auðvald- inu(!), þá er ekki að vita, nema svo fari, að auðvaldið geti enn blekkt til fylgis við sig svo marga óstéttvísa öreiga, sem til þarf að skapa því meirihluta- aðstöðu í landinu eftir næstu kosningar. Þá er að gæta hins, hvers kon- ar stefnu mundi eindregin auð- valdsstjórn og íhalds reka í landinu, ef hún kæmist að, eins og sakir standa? Því er fljót- svarað. Það eru engir möguleik- ar á því, að hægt sé að reka í- haldspólitík í landinu með nokkru viti, öðru vísi en ónýta eða afnema verklýðshreyfing- una að verulegu leyti, og þetta mundi tafarlaust verða gert með strangri vinnulöggjöf, sem næmi burt bæði verkfallsrétt- inn og önnur vopn verkalýðs- ins í frelsisbaráttu sinni. Ríkis- lögreglan er óhjákvæmilegur fylgifiskur íhaldsins, og „ólög- legar vinnudeilur“ samkvæmt þrælalöggjöfinni nýju yrði náttúrlega ekki hægt að kæfa niður, án óvígrar ríkislögreglu. En mundi þá eindregin íhalds- og auðvaldsstjórn hafa að sama rkapi áhuga á því, að efla lífs- möguleika hins fátæka vinn- andi manns til sjávar og sveita? Þá bæri eitthvað nýrra við, ef auðvaldið hefði áhuga á öðru en láta fyrirtæki sín græða. Það væri þá í fyrsta skipti í heims- sögunni, sem verkamennirnir nytu velþóknunar auðvaldsins degi lengur en hægt yrði að nota þá til að afla einkafyrir- tækjunum gróða. Og til hvers væri að setja á vinnulöggjöf og ríkislögreglu, ef ekki til að lækka kaupið? íhaldsstjórn, vinnulöggjöf og ríkislögregla þýðir auðvitað fyrst og fremst lækkun kaupgjaldsins í öllum áttum. Og það, sem slík stjórn myndi gera til að „létta af at- vinnuleysinu“, mundi í hæsta lagi vera að reka fólk í þegn- skylduvinnu eða annan þræl- dóm fyrir tíu aura kaup á dag, eins og í þeim löndum, þar sem fasisminn er kominn lengst. — Nei, það sem við fáum hér á ís- landi um leið og næsta íhalds- stjórn tekur við völdum, það er upphaf fasismans. Það er óhugs- andi að hrein borgarastjórn mundi geta fengið við nokkuð ráðið hér á landi, eins og þjóð- megun vorri er nú komið, öðru- vísi en grípa til fasistiskra ráð- stafana. Þetta finna verkamenn á sér og menntamenn skilja einnig hvert stefnir. Öll alþýða sér greinilega aðkallandi nauðsyn á sameiningu vinstri flokkanna í eina baráttuheild gegn auðvald- inu, íhaldinu og yfirvofandi fas- isma. Það er satt, vinstri flokk- unum ber ýmislegt smávegis á milli, en það hefir sýnt sig, bæði hér og annars staðar, að hin atriðin eru miklu fleiri, þar sem vinstri flokkarnir geta sameinast. Til dæmis hefir Al- þýðuflokkurinn gert samfylk- ingu við Framsóknarflokkinn, sem er borgaralegur vinstri- flokkur, með samvinnu á stefnuskrá sinni; þeir hafa gert samning um 14 punkta. Hversu miklu fleiri myndu þá ekki þeir punktar, sem gætu sameinað Alþýðuflokkinn og Kommúnistaflokkinn í barátt- unni, tvo flokka með sömu lífs- skoðun, sama takmark, sama verkalýð að baki? Nokkrir af foringjum Alþýðuflokksins hafa skorað á Kommúnistaflokkinn að leggja niður störf sín, en alla kommúnista að gerast sósíalde- mokrata og ganga undir merkj- um Alþýðusambandsins 1. maí. Þeir virðast álíta að slíkt fjölda- afturhvarf mundi verða Al- þýðusambandinu til mikils hags. En mér er spurn: hvernig færi 2. maí, ef þessi þúsunda- innrás af nýjum flokksmönnum mundi fara að ympra á því, að það hefði verið rangt að hækka tolla á neyzluvörum á síðasta þingi, en hinir gömlu flokks- menn færu að sýna hinum ný- komnu fram á, að það væri kommúnistum að kenna, að Hit- ler hefði sigrað í Þýzkalandi, eða eitthvað þess háttar? Ætli þá gæti ekki svo farið, að skoð- anamunurinn, þótt hann sé kannske smávægilegur, yrði engum til meiri óhags en sjálfu Alþýðusambandinu? Ætli Al- þýðuflokkurinn mundi þá ekki verða fyrstur til að viðurkenna, að það hefði verið skynsam- legra að gera samning við Kom- múnistaflokkinn um að þegja um nokkur minni háttar deilu- mál, og koma sér saman við hann um nokkur óumdeilanleg stefnuskráratriði í baráttunni við hinn sameiginlega óvin. Allur þorri Alþýðuflokks- manna virðist þó vera frábitinn þessari lítið sálfræðilega grund- völluðu skoðun, að Kommún- istaflokkurinn eigi að leysa sig' upp nú þegar, en allir meðlimir hans að ganga inn í Alþýðu- flokkinn fyrir 1. maí, eða innan 10 daga. Og með fulltingi fjölda Alþýðuflokksmanna á bak við sig, hafa ýmsir ágætir fulltrúar Alþýðusambandsins hafið bar- áttu fyrir sameiginlegri kröfu- göngu við Kommúnistaflokk- inn fyrir 1. maí. 1 öllum áttum hafa verkamenn tekið þessari baráttu með fögnuði, og fjöldi menntamanna, með róttæka stúdenta í broddi fylkingar, hafa í dag viljað sýna Alþýðu- flokksverkamönnum samúð sína í þessari baráttu. Fjöldi menta- manna hefir einnig opin augu fyrir því, að sameining vinstri flokkanna um stefnuskráratrið- in, eins og Alþýðuflokkurinn hefir þegar hafið við Framsókn- arflokkinn, er eina skilyrðið fyrir því, að hægt verði í nútíð og framtíð að stjórna landinu í þágu þess fólks, sem byggir það. Nokkrir af forustumönnum Alþýðusambandsins leggjast á móti þessu samkomulagi flokk- anna, en þeir standa mjög ein- angraðir. Rök þeirra gegn sam- komulaginu eru því miður sneydd veruleikaskilningi, eins og t. d. sú uppástunga, að Kommúnistaflokkurinn eigi að skipta um sjónarmið á xk mán- uði og ganga í Alþýðusamband- ið Formaður Alþýðusambands- ins heldur því fram, þessu til aréttingar, að með því einu móti, að allir verkamenn og al- þýðufólk fylki sér undir merki Alþýðusambandsins, sé „mögu- legt að verjast því, að íhald og ofbeldisstefna yfirstéttanna nái yfirráðum á íslandi.“ Eftir þess- um bréfum ætti stjórnmála- stefna Alþýðusambandsins að vera trygging þess, að hvenær sem er, og í hverju einu, sé rátt haldið á málefnum íslenzks verkalýðs, ef það má ráða. M. ö. o., Alþýðusambandið er verka- lýðnum óbilugt öryggi í stétta- baráttunni. Mér dettur ekki í hug að segja Alþýðusamband- inu eitt einasta orð til hnjóðs, enda mun gildi Alþýðusam- bandsins frá upphafi ekki dylj- ast neinum stéttvísum verka- manni né menntamanni þessa lands. En það er því miður ekki rétt, sem lesa má út úr orðum forsetans, að pólitík Alþýðu- sambandsins sé full trygging þess, að rétt sé haldið á mál- stað verkalýðsins í stéttabarátt- unni, hvenær sem er og í hverju einu. Það er auðvelt að nefna þess dæmi, en ég skal ekki koma með slíkt registur. Eg skal aðeins benda á það dæmi, sem er nærtækast í dag, benzíndeiluna, benzínverkfall- ið. Þar voru gerðir Alþýðusam- bandsstjórnarinnar því miður ekki innblásnar af hagsmunum verkalýðsins, heldur fyrirskip- aðar af agentum auðhringanna. Þar barðist verkalýðurinn bar- áttu sinni, og leiddi hana til sigursælla lykta, þvert ofan i forustu Alþýðusambandsins. Svo það er ekki rétt, að Al- þýðusambandsforustan sé verka- lýðnum æfinlega óskeikull hlífiskjöldur. Aftur á móti er Alþýðusambandið í eðli sínu, og gæti verið, fullkomnasta vopnið, sem verkalýðurinn hef- ir í hendi sinni. Allir hyggnari menn verk- lýðsflokkanna sjá það og skilja, að leiðin til þess, að málstaður verklýðshreyfingarinnar vinni bug á málstað sérgróðasteín- unnar í íslenzku stjórnarfari, er ekki það, að þeir skipi hvor öðrumað leggja niður starfsemi sína, eða hætta allri gagnrýni hver á annars verkum og að- ferðum; ekki heldur að krefj- ast þess, að vald Alþýðusam- bandsins gangi fyrir hagsmun- um verklýðsstéttarinnar, eins og dæmi eru til, að krafizt hafi verið, t. d. á Siglufirði um dag- inn, og í baráttunni gegn sam- fylkingunni þessa daga. Menn finna, að sú nauðsyn er öllu of- ar, að allir vinstri flokkarnir og sérstaklega verklýðsflokk- arnir, sameinist um það, sem er stefnuskráratriði þeirra beggja, baráttuna gegn sameig- inlegum óvini okkar allra, auð- valdinu, þjóðfélagi hinna ríku, gróðafyrirkomulagi hinna ríku. — Þúsundir verkamanna og menntamanna allra vinstri flokkanna vita, að við það á- gtand, sem nú ríkir, er ekki lengur unandi; þeir vita það kaupir enginn hærra verði en Kaupfélagið Kjörk Esklfirðl. Sfmi 39.

x

Samfylkingin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samfylkingin
https://timarit.is/publication/1317

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.