Fréttablaðið - 12.04.2019, Blaðsíða 4
Við þurfum einnig
að hafa áhrif á
ferðahegðun fólks.
Brynhildur Davíðs-
dóttir, prófessor
í umhverfis- og
auðlindafræði
SAMFÉLAG Á síðasta ári fluttust 6.556
fleiri til Íslands en frá landinu. Það
eru nokkuð færri en metárið 2017
þegar aðfluttir umfram brottflutta
voru 8.240. Flutningsjöfnuður hefur
aldrei verið hærri en síðustu tvö ár
en næst þeim koma árin 2006 og
2007 þegar um 5.200 f leiri f lutt-
ust til landsins en frá því, að því er
fram kemur í tilkynningu frá Hag-
stofunni.
Árið 2018 fluttust 14.275 til lands-
ins, samanborið við 14.929 á árinu
2017, en það er eina árið að frátöldu
síðasta ári sem fleiri fluttu til lands-
ins en frá því. Alls f luttust 7.719
manns frá Íslandi árið 2018 saman-
borið við 6.689 árið 2017. Ef einungis
er litið til erlendra ríkisborgara var
f lutningsjöfnuður 6.621 manns.
Flutningsjöfnuður meðal íslenskra
ríkisborgara var aftur á móti nei-
kvæður, það er, brottfluttir voru 65
fleiri en aðfluttir.
Af þeim 2.803 íslensku ríkisborg-
urum sem fluttu af landi brott árið
2018, fóru 1.822 til Danmerkur, Sví-
þjóðar eða Noregs. Flestir fluttu til
Danmerkur, eða 921, en næstflestir
til Svíþjóðar, 505. Flestir aðfluttir
íslenskir ríkisborgarar komu einn-
ig frá þessum löndum, eða 1.868 af
2.738, flestir frá Danmörku, eða 808.
Á sama tíma fluttust flestir erlendir
ríkisborgarar til Póllands, eða 1.682
af 4.916. Þaðan komu líka 3.797 á
síðasta ári. – bsp
Fleiri fluttu til landsins en frá því
1.822
íslenskir ríkisborgarar fluttu
til Danmerkur, Svíþjóðar
eða Noregs árið 2018.
HEILBRIGÐISMÁL Biðlistar eftir
hjúkrunarrýmum halda áfram að
lengjast á milli ára. Í dag þurfa 42
prósent þeirra sem bíða eftir hjúkr-
unarrými að bíða í meira en 90 daga
eða lengur samanborið við 26 pró-
sent árið 2014.
Fram kemur í nýrri greinargerð
Landlæknisembættisins að löng
bið eftir hjúkrunarrýmum sé veru-
legt áhyggjuefni sem endurspeglast
meðal annars í fjölda einstaklinga
sem bíða eftir varanlegri dvöl á
hjúkrunarheimili á Landspítal-
anum.
Í nýlegri hlutaúttekt embættisins
vegna alvarlegrar stöðu á bráða-
móttöku spítalans kemur fram að í
desember síðastliðnum hafi 53 ein-
staklingar beðið á Landspítalanum
eftir hjúkrunarrými. Auk þess voru
68 einstaklingar í sérstökum bið-
rýmum, eða alls 121 einstaklingur.
Er það mat embættisins að dvöl
aldraðra á bráðasjúkrahúsi eftir að
meðferð þar lýkur skerði lífsgæði
þeirra og getur leitt til frekara færni-
taps auk hættu á sýkingum.
Í febrúar var rúmanýting að
meðaltali 103 prósent á þeim átta
deildum Landspítalans sem sinna
öldruðum. Alls eru 2.700 hjúkrunar-
rými á landinu samkvæmt opin-
berum tölum. Áætlað er að allt að
270 ný rými vanti til viðbótar við
þau hjúkrunarrými sem þegar hefur
verið ákveðið að byggja, auk þess
þurfi að bæta eða endurbyggja allt
að 400 hjúkrunarrými til að mæta
kröfum um bættan aðbúnað. – ab
Enn fleiri þurfa að bíða í meira en 90 daga eftir hjúkrunarrými
UMHVERFISMÁL Mikið vantar upp
á að rafbílavæðing og sparneytnari
bifreiðar nægi til að hægt verði að
mæta markmiðum Parísarsam-
komulagsins á höfuðborgarsvæðinu
fyrir árið 2030. Ráðast þarf í metnað-
arfullar og jafnvel ágengar aðgerðir
til að ná markmiðunum og draga
verulega úr akstri. Sé miðað við
ýtrustu markmið samkomulagsins
þyrfti að draga úr akstri á höfuð-
borgarsvæðinu um rúm 50 prósent
frá því sem nú er.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í minnisblaði sérfræðingahóps
HR og HÍ um mat á losun gróður-
húsalofttegunda á höfuðborgar-
svæðinu árið 2030. Minnisblaðið
var lagt fram á fundi skipulags- og
samgönguráðs Reykjavíkurborgar í
vikunni. Fulltrúar Pírata, Samfylk-
ingar og Viðreisnar í ráðinu leggja
til að það verði nýtt sem grunnur
að vinnu fyrir ný og metnaðarfyllri
markmið um breyttar ferðavenjur í
aðalskipulagi. Sjálfstæðismenn vilja
meiri kraft í rafbílavæðingu á meðan
áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins
varar við því að boðum og bönnum
verði beitt til að fækka bílum.
„Það er bara mjög gott að gera sér
grein fyrir hvað það er sem við þurf-
um að gera til að ná markmiðum
okkar. Við þurfum að leggja þetta á
heiðarlegan hátt á borðið. Þetta þarf
til,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir,
prófessor í umhverfis- og auðlinda-
fræði, einn sérfræðinganna sem
unnu minnisblaðið. Orkuskiptin
ein og sér muni ekki duga til að ná
markmiðum samkomulagsins.
„Kjarni málsins er að núverandi
plön um breytingar á skattkerfinu
sem tengjast rafbílavæðingu og nú
eru á borðinu, ef við skoðum vænta
aukningu í rafbílum miðað við þær
forsendur, duga ekki til,“ segir hún.
„Við þurfum einnig að hafa áhrif á
ferðahegðun fólks. Gera fólki kleift
að nota almenningssamgöngur,
ganga, hjóla en ekki síður velta
með markvissum hætti fyrir okkur
skipulaginu. Hvað getum við gert
til að draga úr ferðaþörf með einka-
bílnum?“
Brynhildur leggur áherslu á að
ekki sé verið að segja að fólk þurfi
að hætta alfarið að nota einkabílinn,
heldur fremur nota hann öðruvísi.
Og ef hverfin eru skipulögð þann-
ig að við þurfum hann síður til að
sækja þjónustu þá muni það hafa
jákvæðar afleiðingar. Ísland eigi að
vera í fararbroddi í þessum efnum og
því fyrr sem við ráðumst í metnaðar-
fullar aðgerðir, því betra. Brynhildur
segir að augljóslega verði mun dýr-
ara að gera mikið í einu eða of seint.
Miðað við sviðsmynd sérfræð-
ingahópsins fela ýtrustu markmið
Parísarsamkomulagsins í sér 40 pró-
sentum minni losun gróðurhúsaloft-
tegunda miðað við losunargildi eins
og þau voru árið 1990. Slíkt myndi
hafa í för með sér sem fyrr segir að
draga þyrfti úr akstri um 52 prósent.
Ef miðað er við sviðsmynd sem
hópurinn telur líklegri felur hún
í sér 29 prósentum minni losun
miðað við gildi ársins 2005 og 14
prósentum minni akstur. Í minnis-
blaðinu segir:
„Hér er um að ræða umtalsverðan
samdrátt í akstri og ljóst að finna
þarf leiðir til að ná fram samdrætti
í akstri á sama tíma og gert er ráð
fyrir aukningu í fólksfjölda höfuð-
borgarsvæðisins. Mögulega má setja
fram ágengari aðgerðir til að ná fram
dýpri rafbílavæðingu en einnig má
telja nauðsynlegt að efla verulega
aðra samgöngumáta.“
mikael@frettabladid.is
Orkuskiptin duga ekki til og
draga þarf verulega úr akstri
Mun meira þarf til en orkuskipti á þeim hraða sem vænta má að þau gerist á næstu árum til að við náum markmið-
um Parísarsamkomulagsins um losun gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Til að ná markmiðum
Parísarsamkomu-
lagsins þarf meira til en
orkuskipti og rafbíla-
væðingu. Draga þarf
umtalsvert úr akstri
og þörf er á metnaðar-
fullum aðgerðum til
að gera fólki það kleift,
segja sérfræðingar.
F Y R I R S A N N A S Æ L K E R A
Tæplega þrjú þúsund fluttu af landi brott árið 2018. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
121
einstaklingur beið á Land-
spítalanum eftir hjúkrunar-
rými í desember.
LÖGREGLUMÁL Héraðssaksóknari
hefur til rannsóknar andlát konu
sem lést á Landspítalanum síðast-
liðinn þriðjudagsmorgun. Lögregla
hafði haft afskipti af henni í útkalli
vegna meintrar fíkniefnaneyslu í
teiti. Konan var í kjölfarið f lutt á
spítalann þar sem hún lést eins og
áður segir.
„Eins og alltaf þegar svona alvar-
legur atburður verður þá vísum við
því til annars aðila,“ segir Sigríður
Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri
hjá lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu.
Sigríður segir að rannsókn sé á
frumstigi og enn eigi eftir að taka
vitnaskýrslu af viðstöddum. Sam-
kvæmt því séu allir viðstaddir,
lögreglumenn og aðrir, með réttar-
stöðu vitnis eins og ávallt sé þegar
rannsókn fer fram.
„Hugur okkar er hjá fjölskyldu
þessarar stúlku,“ segir Sigríður.
Ólafur Þór Hauksson héraðssak-
sóknari segist lítið geta sagt um
málið á þessu stigi. Hann segir að
áhersla verði lögð á að upplýsa með
sem nákvæmustum hætti hvað
gerðist á þriðjudagskvöldið.
„Aðaláherslan er á að ná utan
um málið og til allra sem geta gefið
upplýsingar um það hvað gerðist
þarna.“
Í tilkynningu frá lögreglunni
segir að embætti héraðssaksóknara
sjái ávallt um að rannsaka „atvik
þegar maður lætur lífið í tengslum
við störf lögreglu óháð því hvort
grunur er til staðar um refsivert brot
eða ekki“. - la
Andlát ungrar
konu rannsakað
Rannsókn héraðssaksóknara er á
frumstigi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
1 2 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
2
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
C
D
-A
F
5
C
2
2
C
D
-A
E
2
0
2
2
C
D
-A
C
E
4
2
2
C
D
-A
B
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
1
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K