Fréttablaðið - 12.04.2019, Page 8

Fréttablaðið - 12.04.2019, Page 8
Apríl 2010 n WikiLeaks birtir myndband þar sem áhöfn bandarískrar her- þyrlu sést drepa átján manns í Írak, þar á meðal tvo blaðamenn Reuters. Júlí 2010 n WikiLeaks birtir 75.000 skjöl um stríðið í Afganistan. 31. ágúst 2010 n Sænska lög- reglan yfirheyrir Julian Assange, stofnanda Wiki- Leaks, þegar hann er í heimsókn í Svíþjóð. Assange hafnar ásökunum um nauðgun. Október 2010 n WikiLeaks birtir fjölda skjala um stríðið í Írak. Skjölin innihalda meðal annars upplýsingar um pyntingar á írökskum föngum. 18. nóvember 2010 n Alþjóðleg handtökuskipun er gefin út á hendur Assange svo hægt sé að yfirheyra hann vegna nauðgunarásakana. 7. desember 2010 n Assange gefur sig fram við lögreglu og er handtekinn en sleppt níu dögum seinna gegn tryggingu. 2. nóvember 2011 n Áfrýjunardómstóll úrskurðar að framselja skuli Assange til Svíþjóðar. 19. júní 2012 n Assange gengur inn í sendiráð Ekvadors í Lundúnum og sækir um pólitískt hæli. Breska lög- reglan segir hann brjóta gegn skilmálum þess að vera laus gegn tryggingu og lýsir eftir honum. 16. ágúst 2012 n Umsókn Assange um hæli er samþykkt. 13. júní 2013 n Assange segir við blaðamenn af svölum sendiráðsins að hann muni ekki yfirgefa bygginguna jafnvel þótt nauðgunarásakanir verði dregnar til baka af ótta við framsal til Bandaríkjanna. 19. janúar 2017 n Eftir að Barack Obama, þá fráfarandi Bandaríkja- forseti, hafði náðað upp- ljóstrarann Chelsea Manning og eftir að WikiLeaks hafði lekið fjölda skjala frá Demókrötum og framboði Hillary Clinton til forseta og þannig aðstoðað Donald Trump við að ná kjöri segist Assange reiðubúinn að fara til Bandaríkjanna, verði réttindi hans þar virt. 2. apríl 2017 n Lenin Moreno er kjörinn forseti Ekvadors. 21. apríl 2017 n Jeff Sessions, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, segir að handtaka Assange sé forgangs- mál. 19. maí 2017 n Yfirvöld í Svíþjóð hætta rann- sókn á máli Assange. Desember 2017 n Bandaríkin gefa út handtöku- skipun á hendur Assange vegna meints samráðs við Chelsea Manning, samkvæmt lögmanni Assange. 9. janúar 2018 n Ekvador segist vilja fá sátta- semjara til þess að hjálpa til við að leysa úr deilunni um stöðu Ass- ange. 11. janúar 2018 n Ekvador stað- festir að Ass- ange hafi fengið ríkisborgararétt en Bretar hafna að hann fái friðhelgi. 13. febrúar 2018 n Breskur dóm- stóll fram- lengir hand- tökuskipun á hendur Assange fyrir fyrrnefnt brot á skilmálum þess að vera leystur úr haldi gegn tryggingu. 28. mars 2018 n Ekvadorska sendiráðið slekkur á nettengingu Assange vegna meintra afskipta af innanríkis- málum annarra ríkja. 19. október 2018 n Assange sakar Ekvador um að brjóta á grundvallarmannrétt- indum sínum. 16. nóvember 2018 n Bandaríska dómsmálaráðu- neytið nefnir Assange á nafn fyrir slysni í dómskjali. Nafn- birtingin þykir gefa til kynna að hann hafi verið ákærður í laumi. 23. janúar 2019 n Lögmenn Ass- ange segjast ætla að krefja Banda- ríkjastjórn um að birta „leynilegu“ ákæruna. 2. apríl 2019 n Moreno forseti segir að Assange hafi endur- tekið brotið gegn skilmálum þess að hann fái að hafa hæli í sendiráðinu. Assange hafi til að mynda lekið persónulegum upplýsingum um forsetann. 11. apríl 2019 n Assange er leiddur út úr ekva- dorska sendiráðinu í járnum. ✿ Atburðarásin BRETLAND Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var leiddur út úr ekva- dorska sendiráðinu í Lundúnum, höfuðborg Bretlands, í járnum í gær. Þar hefur hann dvalið og verið með pólitískt hæli frá árinu 2012. Upp- haflega til þess að forðast framsal til Svíþjóðar vegna kynferðisbrotamála sem síðar voru látin niður falla. Lenín Moreno, forseti Ekvadors, sagði í ávarpi að ákvörðun hefði verið tekin um að svipta hann hæli sínu eftir ítrekuð brot. Framtíð Ass- ange er óráðin en Bandaríkjamenn hafa farið fram á framsal hans. Þeir saka Assange um samráð við Chel- sea Manning sem hlóð niður öllum upplýsingum úr fjórum leynilegum, bandarískum gagnagrunnum. Forveri Moreno, Rafael Correa, brást illa við ákvörðuninni. Sagði að Moreno væri „mesti landráða- maður í sögu Ekvadors og Suður- Ameríku“, og spilltur. Ákvörðunin væri ógleymanlegur glæpur. Það að Ekvador hafi svipt Assange hæli í gær setur hættulegt fordæmi. Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, fyrr- verandi alþingismaður og samstarfs- maður Assange, í samtali við Frétta- blaðið. „Mér finnst grafalvarlegt að það sé hægt að svipta einhvern hælisrétti og mér finnst mjög alvar- legt að þetta sé út af kröfu Banda- ríkjanna um framsal á honum, eins og hefur komið fram,“ segir Birgitta og bætir við: „Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir annað fólk. Þetta er fráleitt. Ég trúi ekki því sem ég var að sjá.“ Þrátt fyrir að Birgitta hafi ekki stutt mörg verkefni Assange undan- farið hyggst hún, í samstarfi við blaðamenn í Bretlandi og fyrr- verandi starfsmenn samtakanna Courage Foundation, sem hafa barist fyrir frelsi Assange, berjast af hörku gegn framsali hans til Banda- ríkjanna. Samkvæmt Birgittu mun Naomi Colvin, fyrrverandi leiðtogi samtakanna sem áður aðstoðaði lekamanninn Lauri Love við að komast hjá framsali, taka verkefnið að sér. „Það eina sem hægt er að gera er að taka þetta mál fyrir dómstóla.“ Þá nefnir Birgitta einnig að banda- ríska alríkislögreglan (FBI) hafi sett sig í samband við fólk sem tengdist WikiLeaks minna en hún gerði. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að þeir hafa ekkert á mig, enda gerði ég aldrei neitt ólöglegt, en nafn mitt er náttúrulega á Collateral Mur- der [leka um bandaríska þyrluárás sem felldi tólf almenna borgara] og ég var aðili að WikiLeaks þegar þessir stóru lekar voru að koma.“ Hún segist ekki vita hver staða Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Mann- ing. Birgitta Jónsdóttir segir það setja afar slæmt fordæmi að svipta Assange hæli í ekvadorska sendiráðinu og ætlar að berjast gegn framsalinu. Lögmaður sænskrar konu sem sakar Assange um nauðgun vill hann framseldan. Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir annað fólk. Þetta er fráleitt. Ég trúi ekki því sem ég var að sjá. Birgitta Jónsdótt- ir, fyrrverandi þingmaður sín sé þar ytra en bætir því við að hennar mál sé smávægilegt „miðað við það sem Chelsea og Assange standa frammi fyrir“. Þá segist hún einnig hafa áhyggjur af hvað bíði Assange, verði hann framseldur til Bandaríkjanna. Nefnir meðferð Chelsea Manning í því samhengi og að dauðarefsing sé enn við lýði í Bandaríkjunum. Í yfirlýsingu lögmanna Manning í gær segir að nýframkomin ákæru- skjöl í máli Assange sýni svart á hvítu að engin þörf hafi verið fyrir það varðhald sem Manning sætti á dögunum. Stjórnvöld hafi þegar haft þær upplýsingar sem sóst var eftir frá henni. Samkvæmt BBC á Assange yfir höfði sér fimm ára fangelsi í Banda- ríkjunum ef hann verður fram- seldur þangað og síðan sakfelldur fyrir „samsæri um tölvuinnbrot“ sem hann á að hafa framið árið 2010 í samskiptum sínum við Manning. En Assange á einnig yfir höfði sér fangelsi á Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilmálum þess er hann var leystur úr haldi gegn tryggingu áður en hann sótti um hæli. Dómstóll á neðra dómstigi sakfelldi hann fyrir brotið í gær og gæti hann átt yfir höfði sér allt að tólf mánaða fangelsi. Reuters greindi frá því að farið hefði verið fram á að kynferðisbrota- málið í Svíþjóð gegn Assange, sem áður var fellt niður, yrði opnað á ný. Lögmaður konu sem sakar Assange um nauðgun, hyggst berjast fyrir framsali hans til Svíþjóðar. Skrifstofa mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna greindi frá því árið 2016 að sérfræðingar SÞ væru á þeirri skoðun að eiginleg fangelsun Assange í ekvadorska sendiráðinu væri háð geðþótta, ekki lögum. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, ávarpaði blaðamenn í Lundúnum í gær. „Þetta er svartur dagur fyrir blaðamennsku. Við viljum ekki sjá þetta halda áfram. Þessu þarf að linna,“ sagði Kristinn. thorgnyr@frettabladid.is Julian Assange var leiddur út úr sendiráði Ekvadors í Lundúnum í gær og í kjölfarið handtekinn. NORDICPHOTOS/AFP 1 2 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 2 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C D -B E 2 C 2 2 C D -B C F 0 2 2 C D -B B B 4 2 2 C D -B A 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.