Fréttablaðið - 12.04.2019, Page 16
Fram - ÍBV 34-29
Fram: Karen Knútsdóttir 10, Steinunn
Björnsdóttir 5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4,
Ragnheiður Júlíusdóttir 4, Unnur Ómars-
dóttir 4, Hildur Þorgeirsdóttir 4.
ÍBV: Arna Sif Pálsdóttir 9, Greta Kaval-
iuskaite 6, Ásta Björt Júlíusdóttir 5, Sunna
Jónsdóttir 5, Ester Óskarsdóttir 3.
Fram vinnur 3-0 sigur og er þar af leiðandi
komið í úrslit. Þriðji leikur Vals og Hauka
stóð yfir þegar blaðið fór í prentun.
Nýjast
Valur - KR 85-87
Valur: Heather Butler 25, Helena Sverris-
dóttir 17, Simona Podesvova 11, Guðbjörg
Sverrisdóttir 10, Bergþóra H. Tómasdóttir 6.
KR: Vilma Kesanen 23, Ástrós L. Ægisdóttir
21, Orla O’Reilly 18, K. Johnson 14, Unnur T.
Jónsdóttir 7, Þorbjörg A. Friðriksdóttir 4.
Staðan í einvígi liðanna er 2-1 fyrir Val en
bera þarf sigur úr býtum í þremur leikjum til
þess að komast í úrslit. Liðin mætast í fjórða
leiknum í Vesturbænum á mánudaginn.
Domino’s-deild kvenna
Undanúrslit
Olís-deild kvenna
Undanúrslit
Fram getur varið Íslandsmeistaratitilinn
Karen Knútsdóttir og liðsfélagar hennar hjá Fram tryggðu sér farseðilinn í úrslitaviðureign Íslandsmótsins í handbolta með afar sannfærandi sigri
í þriðja leiknum í viðureign liðsins gegn ÍBV í undanúrslitum í úrslitakeppninni í gær. Fram getur því varið titil sinn á mótinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KÖRFUBOLTI Martin Hermanns-
son verður í eldlínunni með þýska
liðinu Alba Berlin þegar liðið fær
spænska liðið Valencia í heimsókn
í öðrum leik liðanna í úrslitaein-
víginu um Evrópubikarinn í körfu-
bolta karla.
Alba Berlin laut í lægra haldi í
fyrsta leiknum en þarf að hafa betur
í tveimur leikjum til þess að tryggja
sér titilinn og því er ljóst að leik-
menn Alba Berlin eru með bakið
upp að vegg í þessum leik.
Martin var næst stigahæsti
leikmaður þýska liðsins í fyrsta
leiknum en hann skoraði
16 stig í leiknum. Fari
Alba Berlin með sigur
af hólmi í leiknum mæt-
ast liðin í hreinum
úrslitaleik í Val-
encia á mánudags-
kvöldið.
Liðið sem fer
með sig u r a f
hólmi í Ev r-
ópubikarnum
t r y g g i r s é r
þátttökurétt í
Evrópudeild-
inni á næst a
keppnistímabili. – hó
Allt undir hjá
Martin í kvöld
FÓTBOLTI Glódís Perla Viggósdóttir
og stöllur hennar í Rosengård eru
þessa dagana að undirbúa sig fyrir
fyrsta leikinn í Damallsvenskan
um helgina gegn gömlu liðsfélögum
Glódísar í Eskilstuna. Síðasta tíma-
bil endaði með vonbrigðum hjá
Rosengård sem var með örlögin í
eigin höndum fyrir lokaumferðina
en tap gegn Göteborg gerði Piteå og
Göteborg kleift að skjótast upp fyrir
Rosen gård. Piteå varð meistari og
Göteborg tók hitt sætið sem veitir
þátttökurétt í Meistaradeild Evr-
ópu þar sem Rosengård hefur verið
fastagestur undanfarin ár.
Aðspurð hvort leikmennirnir
væru búnir að skola óbragðið úr
munninum eftir lokaumferðina í
fyrra var Glódís á því að þetta væri
ekki að trufla liðið.
„Ég myndi segja að við værum
búnar að komast yfir þetta og
vorum frekar f ljótar að því. Auð-
vitað var þetta fast í hausnum á
manni fyrstu dagana eftir leikinn,
þetta var ótrúlega súr tilfinning að
horfa svona á eftir titlinum en við
vissum að þetta gæti gerst. Jafntefli
í lokaumferðinni hefði þýtt að við
kæmumst í Meistaradeildina en
sigur tryggt okkur titilinn og það
kom aldrei neitt annað til greina en
að eltast við sigurinn,“ segir Glódís
þegar hún rifjaði leikinn upp.
„Auðvitað vorum við svekktar í
leikslok en eftir á er ég ánægð með
að við gáfum þessu tækifæri. Við
lentum tveimur mörkum undir
snemma leiks, jöfnuðum metin og
reyndum eftir bestu getu að skora
sigurmarkið. Ég var beðin um að
fara upp á topp og sækja ásamt því
að spila sem miðvörður. Við sóttum
stíft en boltinn vildi bara ekki inn.
Það hefði verið sama tilfinning ef
við hefðum náð jafntef li því við
hefðum samt misst af titlinum. Það
var mjög svekkjandi.“
Glódís segir að leikmannahópur-
inn sé betur stilltur í upphafi tíma-
bilsins í ár en á sama tíma á síðasta
keppnistímabili.
„Við erum spenntar að byrja
þetta á ný, þetta er að stórum hluta
sami hópur og í fyrra sem þjálfar-
inn er búinn að kynnast vel og við
höfum ekki áhyggjur af því að lenda
í því sama í ár. Við lentum í mótlæti
í fyrra eftir að hafa unnið alla leiki á
undirbúningstímabilinu og í byrjun
þess og við vorum ekki rétt stilltar
þegar fyrsta tap vetrarins kom.
Maður lærir ýmislegt af því að tapa
leikjum. Við áttum erfitt uppdráttar
í nokkrar vikur um mitt tímabil en
náðum okkur aftur á strik.“
„Ég framlengdi hérna í sumar, ég
get ekki farið frá Svíþjóð án þess að
vinna meistaratitilinn,“ segir hún
hlæjandi og heldur áfram:
„ Sa mningav iðræðu r hóf u st
strax eftir tímabilið og mér líður
vel hérna. Ég sá enga ástæðu til að
skoða aðra möguleika. Ég er komin
í meira ábyrgðarhlutverk hjá liðinu
sem ég er spennt fyrir. Það er mikið
hungur hjá bæði mér og liðsfélög-
unum að vinna titilinn í ár.“
Hin 23 ára gamla Glódís hefur
verið lykilleikmaður í íslenska
landsliðinu undanfarin ár og er
komin með 75 leiki. Hún kann nýja
þjálfarateyminu vel söguna.
„Þetta hefur gengið vel hingað
til, það eru auðvitað viðbrigði að
fá inn nýjan þjálfara eftir að hafa
leikið undir stjórn Freys stærstan
hluta landsliðsferilsins. Það var
sterkt að ná sigri gegn Suður-Kóreu
þrátt fyrir að það væru lykilleik-
menn fjarverandi og spilamennsk-
an gegn Kanada var góð. Ég horfi
björtum augum á framtíðina og er
orðin spennt fyrir undankeppninni
í haust.“
kristinnpall@frettabladid.is
Búin að komast yfir vonbrigðin
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Rosengård hefja leik á ný í sænsku deildinni um helgina eftir
að hafa horft á eftir meistaratitlinum til Piteå í lokaumferðinni í fyrra. Stefnt er á meistaratitilinn í ár.
Hin 23 ára gamla Glódís hefur þegar leikið 75 leiki og mun gera atlögu að
leikjameti kvennalandsliðsins með þessu áframhaldi. NORDICPHOTOS/GETTY
Þrátt fyrir ungan aldur
er hin 23 ára gamla Glódís
Perla í þrettánda sæti yfir
flesta landsleiki fyrir
kvennalandsliðið.
FIMLEIKAR Emilía Björt Sigurjóns-
dóttir, Vigdís Pálmadóttir, Agnes
Suto-Tuuha og Thelma Aðalsteins-
dóttir kepptu í gær á Evrópumótinu
í áhaldafimleikum sem fram fer í
Szczecin í Póllandi þessa dagana.
Keppni í undanúrslitum kvenna-
flokki fór fram í gær.
Emilía Björt og Vigdís voru báðar
að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti
í fullorðinsf lokki. Agnes sem er
núverandi Íslandsmeistari í fjöl-
þraut er hins vegar reynslumeiri.
Thelma var að keppa í annað sinn
á Evrópumóti í fullorðinsf lokki
en gat því miður einungis keppt á
tvíslá vegna meiðsla sem hún varð
Íslendingarnir
hafa lokið leik
fyrir á æfingu fyrr í vikunni.
Íslensku keppendurnir í karla- og
kvennaflokki komust ekki í úrslit
og hafa því lokið keppni á mótinu
að þessu sinni. – hó
1 2 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
1
2
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
C
D
-B
9
3
C
2
2
C
D
-B
8
0
0
2
2
C
D
-B
6
C
4
2
2
C
D
-B
5
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
1
1
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K