Fréttablaðið - 12.04.2019, Side 18
Enski boltinn er eitthvað sem við tökum ekki af neinni léttúð. Það eru margir, og ég
tala af eigin reynslu, sem halda
frekar með liði í Englandi en á
Íslandi,“ sagði Orri Hauksson,
forstjóri Símans, þegar fyrirtækið
kynnti til leiks enska boltann. Orri
stóð stoltur í pontu þegar hann
kynnti enska boltann til leiks og
greinilegt að enski boltinn skiptir
fyrirtækið miklu máli.
Eins og kunnugt er verða
næstu þrjú tímabil hið minnsta á
stöðinni og fer boltinn úr höndum
keppinautarins Vodafone. Margir
fagna því að Síminn sé kominn
með ensku deildina. Það er ekkert
lengur hitað upp fyrir stórleiki og
umferðirnar koma og fara án ástar
og umhyggju. Þessu ætlar Síminn
að breyta. Hálftíma fyrir leiki hefst
umfjöllun og Síminn verður í nán-
ara samstarfi en áður hefur þekkst
við ensku deildina. Þá verða 30
leikir í opinni dagskrá á laugar-
dögum klukkan 15. Sérfræðingar
eru ekki af verri endanum en það
eru þau Eiður Smári Guðjohnsen,
Bjarni Þór Viðarsson, Margrét
Lára Viðarsdóttir og Elísabet
Gunnarsdóttir. Tómas Þór
Þórðarson var kynntur til
leiks sem ritstjóri enska
boltans.
Þeir sem hafa fylgst
með Tómasi vita að hann
er gangandi alfræðibók
um allar íþróttir
og þó margir
hafi reynt hefur
hann ekki enn
verið mátaður í
fróðleik. Eðli-
lega stendur enski
boltinn honum nærri
og er hann meira en
lítið tilbúinn fyrir
komandi verkefni.
Stefnan er að hann
klári þættina Seinni
Bylgjuna um
íslenskan hand-
bolta og mæti svo til
Símans.
„Tilfinningin er góð enda
er þetta gríðarlega spenn-
andi verkefni. Enski boltinn
er auðvitað þjóðaríþrótt
Íslendinga,“ segir Tómas.
Hann bendir á að það sé
mikil ábyrgð að gera þetta
vel. „Ég hef hingað til reynt
að gera hlutina sem ég tek að
mér vel og legg mikið á mig
til að svo sé. Ég get lofað að
hjartað og sálin fer í þetta.“
Tómas Þór Þórðarson er nýr ritstjóri enska boltans frá og með næsta tímabili. Hann segir tækifærin mörg í komandi
starfi og hlakkar til að vera á völlunum erlendis en töluvert verður gert af því að lýsa beint þaðan. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Benedikt Bóas
Hinriksson
benediktboas@frettabladid.is
Mohamed Salah hjá
Liverpool verður
með Tómasi Þór og
félögum frá og með
10. ágúst.
NORDICPHOTOS/GETTY
Fólk er kynningarblað sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu
í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu
er einnig hefðbundið ritstjórnarefni.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@
frettabladid.is, s. 550 5761 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Starri Freyr
Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
239
leikir verða í beinni
útsendingu.
32
f leiri leikir í beinni en eru
sýndir á yfirstandandi
tímabili.
30
leikir í opinni dagskrá,
laugardagsleikurinn kl. 15.
80
leikir verða sýndir í beinni
útsendingu í 4K sem er í
fyrsta skipti á Íslandi.
30
mínútum fyrir leik hefst
umfjöllun og verður
Síminn í nánara sam-
starfi en áður við ensku
úrvalsdeildina varðandi
aðgengi að leikvöllum,
liðum og leikmönnum.
Samningurinn er
til þriggja ára og
það er ljóst að miðað við
hvernig menn tala hér
innanhúss og ástæðan
fyrir því að ég sannfærð-
ist um að koma hingað er
að þetta er ekki eitthvað
gæluverkefni.
Tómas Þór Þórðarson
Það hefur verið lítið um
umhyggju og ást á enska boltanum
í sjónvarpi landsmanna hjá Stöð 2
sport þrátt fyrir hátt skemmtana-
gildi deildarinnar. Fyrir leiki
birtast yfirleitt gömul myndbönd
af listamönnum að halda bolta
á lofti og síðan er farið út á völl
fimm mínútum fyrir leik undir
tali lýsandans. Síminn ætlar að
hafa meiri dagskrárgerð í kringum
leikina.
„Samningurinn er til þriggja
ára og það er ljóst að miðað við
hvernig menn tala hér innanhúss,
og það er ástæðan fyrir því að ég
sannfærðist um að koma hingað,
að þetta er ekki eitthvert gæluverk-
efni. Hér mun enski boltinn eiga
heima næstu árin og hér er ekki
verið að tjalda til einnar nætur.
Við byrjum á þremur árum og
leggjum allt okkar í að hrista upp í
hlutunum og breyta þessu. Stækka
vöruna,“ segir Tómas sem sér mörg
tækifæri á komandi tímabili. „Ég
held að það séu mörg tækifæri
þarna. Þetta er allt öðruvísi, sem ég
held að verði mjög spennandi fyrir
okkur að vinna með og þar með
neytendur og áhorfendur að njóta.
Þetta er smá klisja en tækifærin
eru nánast óendanleg.
Mesta spennan er þessi viðvera
á völlunum og við ætlum að reyna
að fara eins oft út og við getum og
standa á Old Trafford eða Anfield
eða á Goodison Park. Reyna að
búa til eitthvað þannig að áhorf-
endur hlakki til leiksins þó hann
sé eftir þrjár vikur. Við verðum á
völlunum í meiri snertingu en áður
hefur þekkst við þjóðaríþróttina,
enska boltann.“
Bjarni Þór Viðarsson er í sér-
fræðingateyminu og mun lýsa
leikjum á komandi tímabili. Bjarni
hefur þurft að setja skóna upp í
hillu að læknisráði vegna meiðsla
á öxl. Bjarni er uppalinn FH-ingur
en fór ungur til Everton. Hann fór
í lán til Bournemouth og þekkir
enska boltann mjög vel. Hann var
fyrirliði U-21 árs liðsins sem fór í
fyrsta sinn á stórmót í Danmörku
og kom í FH árið 2015.
„Mér líst vel á þetta og er mjög
spenntur. Ég verð aðallega að lýsa
og þetta verður nýtt fyrir mér og
kannski svolítið út fyrir þæginda-
rammann en ég hlakka til. Núna er
fótboltinn búinn hjá mér, ég þarf
að hætta vegna meiðsla, en þegar
einar dyr lokast þá opnast aðrar og
þetta eru mjög spennandi dyr að
ganga í gegnum,“ segir Bjarni.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R
1
2
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
C
D
-C
C
F
C
2
2
C
D
-C
B
C
0
2
2
C
D
-C
A
8
4
2
2
C
D
-C
9
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
1
1
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K