Fréttablaðið - 12.04.2019, Síða 20
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Hvernig er draumahelgi Einars einstaka?Það er að taka gigg á
föstudagskvöldi, rétt eftir hádegi
á laugardegi og svo aftur síðdegis.
Það gefur færi á kvikmyndakúri
um kvöldið.
Ertu morgunhani eða nætur-
hrafn?
Ég er eiginlega hvort tveggja. Ég
á ekki í vandræðum með að vakna
snemma ef ég hef eitthvað mikil-
vægt fyrir stafni þó svo mér finnist
afar gott að sofa út. Ég fer svo í gang
þegar kemur að vinnu, hvort sem
það er að svara tölvupóstum eða
útbúa ný töfrabrögð, eftir klukkan
níu á kvöldin. Ég er þó kominn
yfir þann aldur að geta vakað alla
nóttina.
Hvað langar þig í á kósíkvöldi?
Ef einhver vill koma mér á óvart
með kósíkvöldi er uppskriftin ekki
f lókin. Alvöru sveittur sjoppu-
borgari og ískalt sódavatn í forrétt,
í aðalrétt væri það svart Doritos
og heimagerðar kókoskúlur beint
úr skálinni; það þarf ekki að eyða
óþarfa vinnu í að búa kúlurnar til,
og í eftirrétt vil ég bragðaref, með
gamla ísnum. Alltaf gamla ísnum!
Toblerone, jarðarber og Brak, og
ef þessi góðhjartaði tímir f leiri
aurum í mig má bæta við blá-
berjum!
Hvaða bíómynd geturðu horft á
aftur og aftur?
Það eru tvær kvikmyndir í uppá-
haldi og verða það áfram. Coming
to America með Eddie Murphy frá
1988 og ég bíð spenntur eftir árinu
2020 þegar Coming to America
2 kemur út. Hin myndin er The
Proposal með Söndru Bullock og
Ryan Reynolds saman í mynd;
hvað gæti klikkað? Annars eru
Mel Gibson og Tom Hanks í miklu
uppáhaldi líka.
Hvaða töfrabragð færðu enn
ómögulega skilið?
Það eru nú ýmis töfrabrögð
sem ég fæ engan veginn skilið en
ekkert sérstakt er í meira uppá-
haldi en annað. Það sem mér finnst
skemmtilegast er að sjá fallega
framkvæmd og meðhöndlun á
töfrabragði, hvort sem ég skil
hvernig það er gert eða ekki.
Áttu þér frægan tvífara?
Ég er ekki viss. Við pabbi erum
reyndar mjög líkir en ef ég þyrfti að
Kveikti í hári gamallar vinkonu
Einar Aron Fjalarsson er einstakur. Hann byrjaði að sýna töfrabrögð níu ára, á sér tvífara í Tralla
trúð og stundar nú nám í félagsráðgjöf við HÍ. Hann ætlar að munda töfrasprotann í fyrramálið.
Einar einstaki er einn af yngstu töframönnum lýðveldisins og hefur heillað landsmenn með töfrabrögðum síðan hann var aðeins níu ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
velja einn myndi ég klárlega velja
Tralla trúð.
Hvað óttastu mest?
Ég óttast að þurfa að horfa aftur á
2001: A Space Odyssey. Það er ekki
fyrir alla.
Hvernig er dæmigert laugardags-
kvöld í þínu lífi?
Laugardagskvöldin eru mjög fjöl-
breytt. Stundum ríf ég í gítarinn,
eða horfi á nokkra sjónvarpsþætti,
eða ég fer snemma að sofa og
stundum kemur fyrir að ég næ öllu
þessu þrennu sama kvöldið.
Hefurðu lent í neyðarlegu atviki
sem töframaður?
Ég byrjaði að töfra þegar ég var
níu ára og hafði sýnt yfir hundrað
töfrasýningar fyrir fermingu. Svo
hélt snjóboltinn áfram að stækka
svo auðvitað hefur ýmislegt komið
upp á. Eitt sinn skemmti ég á úti-
hátíð en í miðju síðasta atriði f laug
þyrla yfir svæðið og stoppaði yfir
sviðinu. Frá henni kom svo mikill
hávaði að ómögulegt var að halda
áfram. Stuttu síðar fór hún, ég
byrjaði upp á nýtt og var kominn
á sama stað í töfrabragðinu þegar
þyrlan birtist aftur. Þá fór hún að
dreifa sælgæti. Þegar hún loksins
fór var stemningin orðin frekar
neyðarleg. Ég kveikti líka í hári
gamallar vinkonu þegar ég æfði
nýtt töfrabragð, ræsti reykskynjara
í barnaafmæli og grætti nokkur
börn þegar ég sagði þeim að aðeins
afmælisbarnið fengi gefins töfra-
sprota. Það var svo í einu partíi
að sá sem aðstoðaði mig leið út af
vegna drykkju. Heilt yfir hefur
ferillinn þó verið mjög farsæll og ég
á nánast bara góðar minningar og
reynslusögur.
Hver er kærasta æskuminningin
sem tengist helgarfríi?
Ég ólst upp á Húsavík en þar
vann mamma vaktavinnu annan
hvern laugardagsmorgun. Við
pabbi fórum þá alltaf saman í
bakaríið en sú minning er mér
bæði mjög kær en hún er einnig ein
minna fyrstu minninga. Mamma
átti það líka til að föndra með mér,
mála spýtur, klippa pappír og líma
saman.
Hver er þinn helsti kostur og
helsti löstur?
Minn helsti kostur er eflaust
hversu skapgóður ég er. Það er
kannski minn helsti ókostur líka
en ég á stundum erfitt með að segja
hvað mér finnst því ég vil ekki
vera með leiðindi. Það er þó verk í
vinnslu.
Hvað er það sem fólk veit ekki um
þig en kæmi verulega á óvart?
Ég held það sé nú ekki margt. Ég
hef bara reynt að nýta þá hæfileika
sem Guð hefur gefið mér til hins
ítrasta.
Hvað er næst á dagskrá?
Næst á dagskrá eru nokkrar
töfrasýningar, fyrst í Bókasafni
Kópavogs, Lindasafni, í fyrramálið,
svo fermingarveislur, barnaafmæli,
vinnustaðaskemmtanir og útihá-
tíðir í sumar með ferðafélaganum
Tralla trúð. Þarna inn á milli eru
svo vorpróf en ég læri félagsráðgjöf
í Háskóla Íslands. Svo bara að slaka
á, fara í sund, grilla og svona, blása
sápukúlur. Það er kominn sumar-
bragur í mig.
Einar einstaki töfrar fyrir börn
á fjölskyldustund í Lindasafni,
Núpalind 9, klukkan 11.30 á
morgun, laugardag. Allir velkomnir
og enginn inngangseyrir.
Fylgstu með Einari á einareinstaki.is
ÚTIVIST
Föstudaginn 26. apríl gefur Fréttablaðið út sérblaðið Útivist
Í þessu glæsilega blaði verða skemmtileg viðtöl við allskonar fólk sem hefur
smitast af útvistarbakteríunni.
Fjallgöngur, hlaup, hjólreiðar eða skokk um göngustíga borgarinnar.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins.
Nánari upplýsingar um blaðið veitir:
Arnar Magnússon sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími 550 5652 / arnarm@frettabladid.is
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir ð fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryg u þér gott uglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R
1
2
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
C
D
-C
8
0
C
2
2
C
D
-C
6
D
0
2
2
C
D
-C
5
9
4
2
2
C
D
-C
4
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
1
1
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K