Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2019, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 12.04.2019, Qupperneq 22
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Rúnar Örn segist hafa rekist á þennan sjónvarpsþátt á NBC árið 2006 og heillast af keppninni. „Í fyrstu var strúktúr æfinga ekki mikill hjá mér og snerist mest um að fara út að hjóla. Eftir að hafa lesið mér betur til urðu æfingarnar markvissari,“ segir hann. „Stefnan var sett á Ironman World Championship og þar sem hjólreiðar eru partur af þríþraut var klárt að ég þyrfti að fara að æfa hjólreiðar,“ segir Rúnar Örn sem hefur nokkrum sinnum látið þann draum rætast og staðið sig vel. „Ég hef tekið þátt í mótum, mest götuhjólakeppnum og svo tíma- tökumótum. Mín aðaláhersla er á tímatökukeppnir þar sem þær passa mjög vel með þríþrautinni. Ég mun til dæmis taka þátt í öllum götuhjóla- og tímatökumótum sem eru á dagskrá í sumar,“ segir Rúnar Örn og bætir við að yfir vetrarmán- uðina æfi hann töluvert innandyra til að ná sem bestri nýtingu á þeim tíma sem hann hefur til æfinga. Rúnar notar æfingaforritið Zwift mjög mikið. Hann hjólar ekki bara hér á landi því hann hefur einnig farið í hjóla- ferðir til útlanda. „Ég hef farið til útlanda að hjóla allavega einu sinni á ári fyrir utan keppnisferðir síðan 2014. Í dag lít ég á þessar ferðir sem gulrót til að vera duglegur að æfa yfir dimmustu vetramánuðina og til að koma út í góðu formi með vinunum þar sem ekki er langt í keppnisskapið í mönnum. Við látum beint f lug ráða ferðinni. Höfum farið til Suður- Spánar eða Tenerife, en það hafa verið algengustu staðirnir, en einn- ig prófaði ég Orlando í ár og það kom mér skemmtilega á óvart enda frábært æfingasvæði,“ segir hann. Nýlega fór Rúnar Örn ásamt félögum sínum í lengsta hjóla- túrinn til þessa. „Mér tókst að plata strákana til að hjóla frá Calpe til Valencia á Spáni og svo aftur til baka. Þetta endaði í 260 km,“ segir hann og er ánægður með þá ferð. Þegar hann er spurður hvort maður þurfi ekki að vera á sérstöku reiðhjóli, svarar hann. „Ég hélt það í byrjun en í dag er ég búinn að sjá að til að byrja að hjóla og koma sér í form dugar hvað sem er. En til að vera heiðarlegur er mjög gaman að hjóla á góðu hjóli. Það sama á við fatnaðinn. Til að byrja þarf ekki meira en fatnað sem hentar miðað við veðrið sem á að hjóla í en ef það á að stunda íþróttina mikið mæli ég með góðum hjólafatnaði. Þröngur fatnaður er betri þar sem á Íslandi koma dagar þar sem hann blæs svolítið. Það er alltaf skemmtilegra að hjóla í góðu veðri en samt skiptir veðrið ekki öllu máli. Ef veðrið er gott er auðveld- ara að draga fleiri með sér í langa hjólatúra.“ Rúnar segist bæði hjóla einn og með vinum sínum. Það er einfalt að hjóla með öðrum en þar sem ég á tvær ungar dætur þarf ég að nýta tíma minn vel og það getur verið ansi breytilegt hvenær æfinga- tími býðst svo ég hjóla mikið einn. Síðustu ár hef ég reynt eins og ég mögulega get að hjóla á sunnu- dögum með góðum vinum.“ Rúnar segist mæla með þessari íþrótt fyrir aðra. „Já, klárlega. Það er svo auðvelt að ná yfir stórt svæði og maður upplifir landslag og náttúru allt öðruvísi á hjóli en á bíl. Þar sem ég æfi svo mikið inni er bara frábært að fara út að hjóla. En draumaaðstæður eru 20+ stiga hiti og fullt af brekkum.“ Finnur þú einhvern mun á sjálfum þér eftir að þú fórst að stunda þessa íþrótt? „Eftir að ég fór að æfa þríþraut og þar með hjólreiðar þá finnst mér orðið eðlilegt að æfingar séu klukkan 5.30 á virkum dögum og að leggja af stað á sunnudögum fyrir klukkan átta.“ Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Oftast hjólar Rúnar einn en hann hefur mjög gaman af því að fara í hjólaferðir með vinum sínum og þá er keppt. Á verðlaunapalli í WOW Cyclothon. Hamingjusamir félagar eftir vel heppnaða hjólareiðakeppni um landið þvert og endilangt. Sælir og glaðir hjólakappar á ferðinni í góða veðrinu á Spáni. Stund tekin til hvíldar eftir langt hjólaferðalag um Spán. 2 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RÚT AÐ HJÓLA 1 2 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C D -B 4 4 C 2 2 C D -B 3 1 0 2 2 C D -B 1 D 4 2 2 C D -B 0 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.